Dómnefnd vefverðlaunanna 2008
20. janúar 2009 kl. - Helgi HrafnÉg fékk tölvupóst í dag frá gjaldkera SVEF, þar sem mér var boðið að sitja í dómnefnd vefverðlaunanna 2008. Kristján, vinnufélagi minn, tilnefndi mig í þessa dómnefnd.
Ég hefði svo verið til í að sitja í nefndinni, en þar sem nefndin þarf að koma saman næsta laugardag til að útnefna 5 vefi í hverjum flokki, þá kemst ég ekki. Því við hjónin erum að fara að pakka niður þessa sömu helgi. Ég fékk líka að vita það eru um 50 vefir í hverjum flokki, sem hver dómari þarf að skoða með gagnrýnu hugafari fyrir laugardaginn. Þannig þetta er þokkaleg vinna fyrir fundinn. Ég hefði svo verið til í þetta.
Þangað til á morgun .. heyrumst.
Efnisorð: SVEF, Vefverðlaun
21. janúar 2009 kl. 00:03
bömmer að missa af þessu og bömmer að við skulum vera að pakka sömu helgi
en spennandi að fá svona póst