Um mig

photo-2Ég fæddist og var uppalinn á Ísafirði, en fjölskylda mín flutti þaðan þegar ég var 5 ára. Við fluttum til Dalvíkur, og þar hóf ég skólagöngu mína. Þegar ég var 8 ára fluttum við til Kristiansand í Noregi og þar vorum við þar til ég varð 12 ára. Þá fluttum við aftur til Dalvíkur og kláraði ég grunnskólann þar 1999 og for beint í Menntaskólann á Akureyri. Ég hef búið á Akureyri síðan og er ég nú giftur Aníku Lind Björnsdóttir, og eigum við íbuð hér saman og hundinn Stubbu. Brúðkaupið okkar var haldið þann 7. júlí 2007 og vorum við gefin saman í Möðruvallakirkju í Hörgárbyggð. Þið getið skoðað brúðkaupssíðuna okkar með því að fara á brudkaup.banika.net.

Menntun

Ég útskrifaðist úr MA 2003 af eðlisfræðibaut með ágætist einkun. Síðan gékk ég í Háskólann á Akureyri haustið sama ár og útskrifaðist þaðan vorið 2006 með B.Sc í Tölvunarfræði. Lokaverkefni mitt bar titilinn Mobile Phone Travel Agent – Travel Information Server.

Ferilskrá

Það er hægt að sækja ferilskránna mína annars vegar á íslensku og hins vegar á ensku.

Áhugamál

Ég hef mjög gaman af tækjum og tólum, og sérstaklega af tölvutengdu dóti. Þegar ég var að vinna í Tölvulistanum var ég mjög duglegur að eiga alltaf það nýjasta, en undanfarið hef ég ekki verið eins duglegur að uppfæra. Aftur á móti á ég nú ekkert lélegan tölvubúnað, bara ekki það nýjasta.

Það er alveg frábært að hafa menntað mig á sama sviði og áhugamálið mitt, og síðan starfa við það líka. Ég held að ekki allir eru svo heppnir.