Sarpur fyrir ‘Körfubolti’ flokkinn

HK – KKF Þórir, 95 – 79

7. mars 2009 kl. - Helgi Hrafn

Í dag spilaði HK heimaleik gegn KKF Þórir. Fyrir leikinn voru HK og KKF jafnir á stigum, eða með 6 stig í neðsta og næst neðsta stæti. HK þó með betri markatölu. Ég mætti að sjálfsögðu á leikinn og skrifaði niður stöðuna eftir hvern leikhluta, nema 3ja, þar sem ég var að spila í þriðja og fjórða.

HK byrjuðu undir eftir fyrsta leikhluta, og hélt það aðeins áfram í örðum hluta. En, þegar annar leikhluti var aðeins kominn af stað vöknuðu HK menn til lífsins og fóru að skila góðum leik. Vörnin varð betri og fleiri stig í kladdann. Þetta hélt áfram í þriðja leikhluta og stækkaði bara bilið. KKF Þórir sá aldrei til sólar miða við framistöðu HK. Í fjórða leikhluta náði HK mesta forskotinu, eða 20 stigum.

Leikhlutarnir fóru svona

 1. HK 16 – 18 KKF
 2. HK 43 – 38 KKF (30 – 20)
 3. HK ?? – ?? KKF
 4. HK 95 – 79 KKF

Næsti leikur HK er sunnudaginn 15. mars aftur gegn KKF, en þá í Hagaskóla.

ps. Ef HK sigrar sína tvo síðustu leiki, gegn KKF og ÍG, og UMFÁ tapar sínum síðasta. Kemst HK í fjórða sæti í sínum riðli og þar með áfram í 8 liða úrslit. Síðasti leikur UMFÁ er einmitt gegn KKF núna á mánudaginn 9. mars. UMFÁ hefur nefnilega tapað þrem síðustu leikjum, gegn Leikni, HK og ÍG. Á meðan þeir sigruðu KKF á útivelli 78 – 99. Við krossleggjum alla fingur og tær.

Deila með öðrum:
 • Facebook
 • Twitter
 • Digg
 • StumbleUpon
 • del.icio.us
 • Google Bookmarks
 • Tumblr
 • LinkedIn
 • email

UMFÁ – HK, 68 – 70

23. febrúar 2009 kl. - Helgi Hrafn

Ég mætti á annar deildar leik UMFÁ – HK í kvöld. Þið sem hafið verið að lesa bloggið mitt eitthvað vitið að ég mætti á æfingu hjá UMFÁ þar sem við búum hérna rétt hjá íþróttahúsi Álftaness. Annars hef ég verið að spila körfubolta á mánudögum og fimmtudögum með HK.

Leikurinn var mjög spennandi og eftir fyrsta leikhluta virtist sem HK ætlaði að taka þetta. En í örðum leikhluta tóku UMFÁ menn almennilega á því og náðu að vera tveimur stigum yfir í hálfleik. Þriðji leikhluti var jafn spennandi og sá annar þar sem HK náði að snúa þessu við og var tveimur stigum yfir eftir þann leikhluta. Í fjórða og síðasta leikhluta héldust liðin í hendur, hvað stigin varðar. UMFÁ náði að jafna nokkrum sinnum, en aldrei að fara framúr HK. Þegar 8,9 sekúndur voru eftir af leiknum og 1 sekúnda eftir af skotklukku HK, átti HK innkast. HK missti boltann og leikmaður UMFÁ náði hraðarupphlaupi að körfu HK, en klúðraði einföldu layupi. HK náði frákastinu og þá voru um 3 sekúndur eftir af leiknum og tíminn rann út. HK sigraði með tveggja stiga mun.

Lokatölur UMFÁ 68 – 70 HK, og leikhlutarnir fóru svona:

 1. 16 – 21
 2. 22 – 15
 3. 11 – 15
 4. 19 – 19
Deila með öðrum:
 • Facebook
 • Twitter
 • Digg
 • StumbleUpon
 • del.icio.us
 • Google Bookmarks
 • Tumblr
 • LinkedIn
 • email

Stjarnan – Þór Ak

8. febrúar 2009 kl. - Helgi Hrafn

Við hjónin fórum á körfuboltaleik Stjörnunnar – Þór Akureyri. Ég var búinn að vera í sambandi við Jón Orra, einn leikmann Þórsaranna, um að ég mundi mæta á leikina þeirra hérna í borginni.

Þessi leikur var rosalega spennandi á köflum. Að undanskildum fyrsta leikhluta hafði Stjarnan alltaf yfirhöndina í leiknum. Þór náði samt að jafna nokkrum sinnum, en Stjarnarn gaf þá bara í á ný. Að mínu mati voru Þórsarar að reyna við 3gja stiga skot af allt of löngu færi, og náðu svo of fáum sóknarfráköstum. Á meðan Stjarnan setti niður hverja 3gja stiga körfuna. En þegar ég skoða tölfræðina á kki.is sé ég að bæði liðin voru með 14 3gja stiga körfur, en Stjarnar með 48,3% nýtni og Þór með 40%. Baráttuandinn í Þórsurum dugði ekki til sigurs í þessum leik, og heimamenn sigruðu með 14 stiga mun. Lokatölurnar voru Stjarnan 110 – 96 Þór.

Þetta tap er sjöunda tap Þórsaranna í röð og eru menn orðnir hræddir við fall í deildinni.

Koma svo Þórsarar!

Stjarnan - Þór

Deila með öðrum:
 • Facebook
 • Twitter
 • Digg
 • StumbleUpon
 • del.icio.us
 • Google Bookmarks
 • Tumblr
 • LinkedIn
 • email