Færslur með efnisorðið ‘Körfubolti’

Góð helgi að baki

1. mars 2009 kl. - Helgi Hrafn

Nú er enn ein helgin að baki og það má segja það sé farið að styttast í sumarið. Það var rosalega gott veður í gær, sól og blíða.

Mamma útskrifaðist í gær úr meistaranáminu sínu úr Háksóla Íslands. Ég vil nota tækifærið og óska henni til hamingju með þennan merka áfanga hjá sér. Síðan má ekki gleyma því að pabbi átti líka afmæli í síðasta mánuði, til hamingju með afmlið pabbi! (ég gleymdi ekki afmælinu hans, ég hringdi í hann á afmælisdaginn sinn líka). Hann varð hvorki meira né minna en 50 ára þann 14. febrúar. Þau héldu mjög fína veislu í gær, þar sem þau skelltu partíinu saman í eitt og leigðu sal hérna í borginni og buðu vinum og vandamönnum. Eftir veisluna héldum við fjölskyldan, amma úr Mýró og amma og afi úr Miðtúni á Lækjabrekku í mat, Humarsúpa, lambakjöt og sorbet. Mjög góður matur og hugguleg stemning þetta kvöld.

Í dag vorum við hjónin að mestu í leti, allavegana Aníka. Ég skrapp þó á körfuboltaleik, Leiknir – HK, þar sem HK stein lá fyrir Leiknismönnum, 94 – 57. Eftir leikinn fór ég svo heim og tók þátt í letinni á sófanum.

Sem sagt, mjög góð helgi :P

UMFÁ – HK, 68 – 70

23. febrúar 2009 kl. - Helgi Hrafn

Ég mætti á annar deildar leik UMFÁ – HK í kvöld. Þið sem hafið verið að lesa bloggið mitt eitthvað vitið að ég mætti á æfingu hjá UMFÁ þar sem við búum hérna rétt hjá íþróttahúsi Álftaness. Annars hef ég verið að spila körfubolta á mánudögum og fimmtudögum með HK.

Leikurinn var mjög spennandi og eftir fyrsta leikhluta virtist sem HK ætlaði að taka þetta. En í örðum leikhluta tóku UMFÁ menn almennilega á því og náðu að vera tveimur stigum yfir í hálfleik. Þriðji leikhluti var jafn spennandi og sá annar þar sem HK náði að snúa þessu við og var tveimur stigum yfir eftir þann leikhluta. Í fjórða og síðasta leikhluta héldust liðin í hendur, hvað stigin varðar. UMFÁ náði að jafna nokkrum sinnum, en aldrei að fara framúr HK. Þegar 8,9 sekúndur voru eftir af leiknum og 1 sekúnda eftir af skotklukku HK, átti HK innkast. HK missti boltann og leikmaður UMFÁ náði hraðarupphlaupi að körfu HK, en klúðraði einföldu layupi. HK náði frákastinu og þá voru um 3 sekúndur eftir af leiknum og tíminn rann út. HK sigraði með tveggja stiga mun.

Lokatölur UMFÁ 68 – 70 HK, og leikhlutarnir fóru svona:

  1. 16 – 21
  2. 22 – 15
  3. 11 – 15
  4. 19 – 19

Stjarnan – Þór Ak

8. febrúar 2009 kl. - Helgi Hrafn

Við hjónin fórum á körfuboltaleik Stjörnunnar – Þór Akureyri. Ég var búinn að vera í sambandi við Jón Orra, einn leikmann Þórsaranna, um að ég mundi mæta á leikina þeirra hérna í borginni.

Þessi leikur var rosalega spennandi á köflum. Að undanskildum fyrsta leikhluta hafði Stjarnan alltaf yfirhöndina í leiknum. Þór náði samt að jafna nokkrum sinnum, en Stjarnarn gaf þá bara í á ný. Að mínu mati voru Þórsarar að reyna við 3gja stiga skot af allt of löngu færi, og náðu svo of fáum sóknarfráköstum. Á meðan Stjarnan setti niður hverja 3gja stiga körfuna. En þegar ég skoða tölfræðina á kki.is sé ég að bæði liðin voru með 14 3gja stiga körfur, en Stjarnar með 48,3% nýtni og Þór með 40%. Baráttuandinn í Þórsurum dugði ekki til sigurs í þessum leik, og heimamenn sigruðu með 14 stiga mun. Lokatölurnar voru Stjarnan 110 – 96 Þór.

Þetta tap er sjöunda tap Þórsaranna í röð og eru menn orðnir hræddir við fall í deildinni.

Koma svo Þórsarar!

Stjarnan - Þór

Körfubolti með UMFÁ

4. febrúar 2009 kl. - Helgi Hrafn

Ég mætti á körfuboltaæfingu með Ungmennafélagi Álftaness (UMFÁ) í kvöld. Ég verð nú að segja að þetta eru stífari æfingar en það sem maður hefur verið að stunda með Dalvíkur hópnum. Æfingin er 1 klst og 50mín. Í upphafi voru það 100 skota skotæfing, síðan 13 manna hraðaupphlaup, hlaupa 2svar sinnum að hálfum og svo heilan völl, með 20 armbeygjum og 20 maga á milli.

Eftir þetta tók “alvarinn” við hjá liðinu og ég var “hvíldur”. Ég skildi það ósköp vel þar sem liðið er að keppa í annari deildinni og það þarf að halda liðsmönnum við efnið. Þar sem mætingin var nokkuð góð (18 manns), þá spiluðu þeir með 3x 5 manna lið inná, þar sem sitt hvort liðið var í vörn og þriðja liðið spilar sókn á milli karfa. Ef sóknin skorar fær hún að halda áfram í sókn, annars er skipt. Á sama tíma þarf vörnin að skipta út manni ef sóknin skorar. Þegar spilað var maður á mann, þurfti sá varnarmaður sem átti að dekka þann sem skorar að fara út af. Svo má ekki gleyma því að fyrsta liðið í 7 sigrar, og hin liðin þurfa taka suicide. Að lokum oru svo spilaðir tveir leikir.

Gaman að þessu, spurning hvort maður fái að æfa með þeim restina af vetrinum. :D

Styttist í flutninga

29. janúar 2009 kl. - Helgi Hrafn

Jæja .. síðasta körfubolta æfingin mín með Körfuboltafélagi Dalvíkur var í kvöld. Þetta var góð æfing, með góðri mætingu. Aftur á móti kemur Aníka fyrir hádegi á morgun og þá verður farið í það að klára helstu mál fyrir flutninga. Svo byrjar þetta á laugardaginn, því þá kemur flutningabílinn og við fyllum á hann. Síðan er ekið suður á sunnudaginn og flutt inn.

Þetta verður ekki mikið lengra hjá mér í dag. Maður er svo bissí þessa dagana. Allir að ná á manni svona “rétt áður en maður flytur”.

Takk í bili.

Körfuboltinn furðulegur

15. janúar 2009 kl. - Helgi Hrafn

Já, körfuboltaæfingin í dag var frekar furðuleg. Það var reyndar góð mæting, en við rétt náðum að spila 3 leiki. Það var enginn að hitta og mikill pirringur í mönnum.

Er ekki kominn tími að taka niður jólaskrautið?

Banika.net komið í Wordpress

13. janúar 2009 kl. - Helgi Hrafn

Jamm .. það er lítið að segja þessa dagana. Brjálað að gera í vinnunni vegna ársuppgjörs og kynbótamatsútreikninga í nautgriparæktinni. Svo var körfuboltaæfing á Dalvík í kvöld. Mjög góð æfing, hægt að lesa nánar um hana á dalvik.bloggar.is.

Aftur á móti má segja frá því að Aníka Lind er farin að nota Wordpress líka, eins og við Helgi Steinar. Næstur á lista er Egill Thoroddsen, en þar sem það var verið að fjölga í fjölskyldunni hans þá hefur hann afsökun fyrir því að vera ekki byrjaður.

Góða nótt .. :P