Körfubolti með UMFÁ

4. febrúar 2009 kl. - Helgi Hrafn

Ég mætti á körfuboltaæfingu með Ungmennafélagi Álftaness (UMFÁ) í kvöld. Ég verð nú að segja að þetta eru stífari æfingar en það sem maður hefur verið að stunda með Dalvíkur hópnum. Æfingin er 1 klst og 50mín. Í upphafi voru það 100 skota skotæfing, síðan 13 manna hraðaupphlaup, hlaupa 2svar sinnum að hálfum og svo heilan völl, með 20 armbeygjum og 20 maga á milli.

Eftir þetta tók “alvarinn” við hjá liðinu og ég var “hvíldur”. Ég skildi það ósköp vel þar sem liðið er að keppa í annari deildinni og það þarf að halda liðsmönnum við efnið. Þar sem mætingin var nokkuð góð (18 manns), þá spiluðu þeir með 3x 5 manna lið inná, þar sem sitt hvort liðið var í vörn og þriðja liðið spilar sókn á milli karfa. Ef sóknin skorar fær hún að halda áfram í sókn, annars er skipt. Á sama tíma þarf vörnin að skipta út manni ef sóknin skorar. Þegar spilað var maður á mann, þurfti sá varnarmaður sem átti að dekka þann sem skorar að fara út af. Svo má ekki gleyma því að fyrsta liðið í 7 sigrar, og hin liðin þurfa taka suicide. Að lokum oru svo spilaðir tveir leikir.

Gaman að þessu, spurning hvort maður fái að æfa með þeim restina af vetrinum. :D

Deila með öðrum:
 • Facebook
 • Twitter
 • Digg
 • StumbleUpon
 • del.icio.us
 • Google Bookmarks
 • Tumblr
 • LinkedIn
 • email

Efnisorð:

Athugasemdir (5) við “Körfubolti með UMFÁ”

 1. Egill segir:

  Ánægður með kallinn að drífa sig bara beint á körfuboltaæfingu :)
  Þú verður fljótur að komast í fínt form ef æfingarnar verða eins og þessi!

 2. Ingi Torfi segir:

  Já sæll… þetta er nú ekkert ólíkt prógraminu hjá okkur :)

  en þú verður orðinn helköttaður í vor ef þú heldur áfram.
  baráttu kveðjur frá okkur í körfunni

 3. Aníka segir:

  ég tek hann svo með mér í tanið Ingi ;)

 4. Guðrún Soffía segir:

  Já, það er bara keppnis! maður á ekki eftir að þekkja þig næst þegar við hittumst, þú verður orðinn þvílíki íþróttanördinn :)

 5. INgi T. segir:

  Já djöfull held ég að Helgi væri flottur með gott Tan…. þá nýtur tattúið sín miklu betur :)

Skrifa athugasemd

/>

/>

Leyfilegt XHTML: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <strike> <strong> <pre lang="" line="" escaped="">