Færslur með efnisorðið ‘Afmæli’

Góð helgi að baki

1. mars 2009 kl. - Helgi Hrafn

Nú er enn ein helgin að baki og það má segja það sé farið að styttast í sumarið. Það var rosalega gott veður í gær, sól og blíða.

Mamma útskrifaðist í gær úr meistaranáminu sínu úr Háksóla Íslands. Ég vil nota tækifærið og óska henni til hamingju með þennan merka áfanga hjá sér. Síðan má ekki gleyma því að pabbi átti líka afmæli í síðasta mánuði, til hamingju með afmlið pabbi! (ég gleymdi ekki afmælinu hans, ég hringdi í hann á afmælisdaginn sinn líka). Hann varð hvorki meira né minna en 50 ára þann 14. febrúar. Þau héldu mjög fína veislu í gær, þar sem þau skelltu partíinu saman í eitt og leigðu sal hérna í borginni og buðu vinum og vandamönnum. Eftir veisluna héldum við fjölskyldan, amma úr Mýró og amma og afi úr Miðtúni á Lækjabrekku í mat, Humarsúpa, lambakjöt og sorbet. Mjög góður matur og hugguleg stemning þetta kvöld.

Í dag vorum við hjónin að mestu í leti, allavegana Aníka. Ég skrapp þó á körfuboltaleik, Leiknir – HK, þar sem HK stein lá fyrir Leiknismönnum, 94 – 57. Eftir leikinn fór ég svo heim og tók þátt í letinni á sófanum.

Sem sagt, mjög góð helgi :P

Þægilegur sunnudagur

15. febrúar 2009 kl. - Helgi Hrafn

Dagurinn í dag hefur verið mjög góður. Byrjaði snemma þegar við Aníka fórum á fætur og kveiktum á sjónvarpinu, en stein sofnuðum þar aftur. Rétt eftir hádegið skriðum við svo “framúr” og gerðum okkur klár í afmælisveilsu tveggja frænda Aníku. Komum reyndar við í Kringlunni til að versla afmælisgjafir og brunuðum svo í Mosó. Þar átum við okkur vel södd af rjómakökum og alskyns góðgæti.

Við hjónin ætluðum að líta á bikarúrslitaleikinn í laugardalshöllinni, KR – Stjarnan. En þar sem afmælið var nokkurn veginn á sama tíma þá náðum við ekki að fara á leikinn. Úrslit leiksins voru aftur á móti mjög skemmtileg. Frábært að Stjarnan hafi tekið þetta!

Allavegana .. góður dagur

Þar til á morgun, “sjáumst”.