Þægilegur sunnudagur

15. febrúar 2009 kl. - Helgi Hrafn

Dagurinn í dag hefur verið mjög góður. Byrjaði snemma þegar við Aníka fórum á fætur og kveiktum á sjónvarpinu, en stein sofnuðum þar aftur. Rétt eftir hádegið skriðum við svo “framúr” og gerðum okkur klár í afmælisveilsu tveggja frænda Aníku. Komum reyndar við í Kringlunni til að versla afmælisgjafir og brunuðum svo í Mosó. Þar átum við okkur vel södd af rjómakökum og alskyns góðgæti.

Við hjónin ætluðum að líta á bikarúrslitaleikinn í laugardalshöllinni, KR – Stjarnan. En þar sem afmælið var nokkurn veginn á sama tíma þá náðum við ekki að fara á leikinn. Úrslit leiksins voru aftur á móti mjög skemmtileg. Frábært að Stjarnan hafi tekið þetta!

Allavegana .. góður dagur

Þar til á morgun, “sjáumst”.

Deila með öðrum:
  • Facebook
  • Twitter
  • Digg
  • StumbleUpon
  • del.icio.us
  • Google Bookmarks
  • Tumblr
  • LinkedIn
  • email

Efnisorð:

Skrifa athugasemd

/>

/>

Leyfilegt XHTML: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <strike> <strong> <pre lang="" line="" escaped="">