Færslur með efnisorðið ‘Wordpress’

Villuleit á íslensku í Wordpress

9. febrúar 2010 kl. - Helgi Hrafn

Í kjölfar þess að ég tek þátt í þýðingu á Wordpress 2.9.1 með Axel Rafni og Victori Jónssyni ákvað ég að skoða möguleikann á því að fá íslenska villuleit í Wordpress ritillinn. Eins og allir vita sem vinna eitthvað með Wordpress þá notar það kerfi TinyMCE ritilinn. Svo mundi ég allt í einu að Mbl Bloggið notar TinyMCE og er með tengingu við Púka. Ég fékk að vita að það er vefþjónusta við Villupúkann hjá Frisk og ég er búinn að senda þeim fyrirspurn.

Á meðan ákvað ég að skoða aðra möguleika og komst að því að Spellchecker íbótin í TinyMCE kann að nota ASpell. Ég setti upp ASpell með stuðningi fyrir íslensku og breytti einfaldlega nokkrum stillingum og fékk þetta til að virka.

Í þessari færslu fer ég í gegnum þær breytingar sem þarf að gera.

(meira …)

Nota prófíl mynd frá Gravatar

22. janúar 2009 kl. - Helgi Hrafn

Nú eru nokkrir farnir að nota Wordpress í kringum mig. Hver og einn þeirra er líka með notanda á Wordpress.com/Wordpress.org til að fá hjá þeim API lykill vegna tölfræði upplýsinga sem er hægt að komast í, og líka til að notast með Akismet. Með þessu öllu saman verður til notandi á vefsíðunni Gravatar.com. Gravatar stendur fyrir globally recognized avatar (Wikipedia hlekkur). Á þessari síðu eru notendur með einskonar prófíl mynd sem tengist netfanginu þeirra. Þær síður sem notast svo við þjónustuna sem Gravatar.com býður upp á, birta þessa prófíl mynd. Til dæmis á síðunni minni og Aníku þá birtast myndir lesenda við athugasemdirnar sem þeir skrifa.

Til þess að nýta sér þessa þjónust þarft þú sem lesandi einfaldlega að stofna þér aðgang á Gravatar.com. Þetta eru nokkur skref að fara í gegnum.

  1. Fara á http://en.gravatar.com/site/signup/
  2. Skrá netfangið sem á að nota
  3. Fara í pósthólfið á valda netfanginu og staðfesta skránignuna
  4. Skrá kenninafn þitt og velja þér lykilorð
  5. Þá er aðgangurinn kominn, og ekkert eftir nema að velja myndina sem þú vilt nota

Þið sem eruð að skrifa athugasemdir á vefinn hjá mér, endilega að stofna svona aðgang og þá kemur mynd af ykkur með athugasemdinni.

Takk í bili.

Bloggað úr iPhone 3G

21. janúar 2009 kl. - Helgi Hrafn

Eg setti upp Wordpress forrit ur AppStore og er ad prufa ad blogga ur simanum. Eg skrifa vonandi innihalds meira blog i kvold. Litid buid ad gerast i dag annad en ad vakna og fara i sturtu.

Heyrumst ..

Mikið snjóaði í gær

18. janúar 2009 kl. - Helgi Hrafn

Já, það snjóaði sko mikið í gær. Ég var ný búinn að fá Túnþökusölu Kristins til að moka bílaplanið hjá okkur, reyndar á miðvikudaginn. En mér er sama, óþarfi að moka einu sinni í viku. :D

Í gær fengum við Stubba Guðrúnu Soffíu í heimsókn. Hún var búinn að biðja mig að redda sér hugbúnaði í tölvuna, og það er nú yfirleitt ekki vandamálið. Aftur á móti er hún með Windows Vista, og ég kann ekkert á það. Fékk tölvuna hennar ekki til þess að tala við serverinn minn heima. Endaði með því að brenna hugbúnaðinn á DVD disk, því ég átti ekki nógu stórann USB lykil. En DVD diskurinn varð eitthvað bilaður þannig að við redduðum þessu öðru vísi.

Guðrún skutlaði okkur svo til Sverrir Páls, þar fengum við pönnukökur og við Svp spjölluðum um heima og geima. Ætli það séu ekki að nálgast 2 ár síðan við Svp settumst niður og ræðum málin. Eftir kaffispjallið ákváðum við að kíkja aðeins í tölvurnar okkar, og fórum að spá í vefinn hans. Sverrir fannst Wordpress rosalega spennandi, þannig að við erum líkleg að flytja vefinn hans líka yfir. Svp bauð svo upp á ljúffengt grænmetislasagna og svo reyndum við að uppfæra iPod Touch-inn hans. Þegar við komumst að því að við urðum bara að kaupa nýjustu uppfærsluna, og vorum búnir að fá skilaboðin um að íslenskt VISA kort virkar ekki í Apple Store USA. Gáfumst við upp. Ég ætla bara að redda honum iTunes gjafakorti. Þá fær hann inneign á aðganginn sinn og getur farið að versla sér tónlist, sjónvarpsþætti, bíómyndir og hugbúnað í iPodinn.

Eftir heimsóknina löbbuðum við Stubba heim, og þegar heim var komið vorum við ÖLL í snjó. Stubba með köggla upp á bak og ég í frosnum buxum. Almennt séð, góður dagur. :D

Banika.net komið í Wordpress

13. janúar 2009 kl. - Helgi Hrafn

Jamm .. það er lítið að segja þessa dagana. Brjálað að gera í vinnunni vegna ársuppgjörs og kynbótamatsútreikninga í nautgriparæktinni. Svo var körfuboltaæfing á Dalvík í kvöld. Mjög góð æfing, hægt að lesa nánar um hana á dalvik.bloggar.is.

Aftur á móti má segja frá því að Aníka Lind er farin að nota Wordpress líka, eins og við Helgi Steinar. Næstur á lista er Egill Thoroddsen, en þar sem það var verið að fjölga í fjölskyldunni hans þá hefur hann afsökun fyrir því að vera ekki byrjaður.

Góða nótt .. :P

Fleiri að nota Wordpress

7. janúar 2009 kl. - Helgi Hrafn

Helgi Steinar, félagi minn er nú farinn að nota Wordpress.

Þægilegur laugardagur

3. janúar 2009 kl. - Helgi Hrafn

Ég lofaði að blogga á hverjum degi árið 2009, og þetta er nú þegar farið að vera erfitt. Aníka er búinn að vera að bögga mig á þessu í allan dag, segjandi hvað ég eigi mikið eftir af deginum til að geta skrifað eitthvað. :P

En við hjónin erum búin að hafa mjög góðan dag. Fengum okkur göngutúr út í Kaupang til að kaupa laugardagsnammi. Stubba fór með okkur og hún stóð sig alveg frábærtlega í bandi. Alveg þar til hún heyrði í rakettunum, þá fórum við að tosast á. Hún varð rosalega stressuð, en var ánægð þegar við vorum komin heim.

Ég er búinn að bæta við nokkrum viðbótum við Wordpress uppsetninguna. Ég rakst á síðu með færslu um 16 viðbætur sem er gott að hafa. Ég setti inn eftirfarandi:

1. Akismet
2. WordPress.com Stats
3. All in One SEO Pack
[..]
9. Google XML Sitemaps
[..]
13. Subscribe To Comments

Svo setti ég inn nokkra sem ég fann sjálfur
1. Gravatar – Birta Avatar frá gravatar.com með athugasemdum
2. NextGEN Gallery – Myndasafns viðbót
3. WP-Syntax – Lita kóða eftir forritunarmáli í blog færslum

Góða nótt í bili.

Tókst að þýða útlit

2. janúar 2009 kl. - Helgi Hrafn

Ég tók mig til og þýddi einfalt wordpress útlit, Darwin. Ég til með að notast við þetta, svona til að byrja með. Aftur á móti langar mig að notast við Carrington Blog útlitið, en það eru fleiri skrár og flókarni uppsetning á Darwin. Ég er að vinna að þýðingu :P

Verðum í bandi.

Gleðilegt nýtt ár

1. janúar 2009 kl. - Helgi Hrafn

Fyrst að það er nýtt ár gengið í garð hef ég ákveðið að hefja nýtt blogg. Ég hef hingað til notast við lítið vefkerfi sem ég hannaði á sínum tíma fyrir konuna mína, Aníku Lind, en ég hef ekki allann tímann í heiminum til að viðhalda því kerfi. Þannig ég hef ákveðið að notast við Wordpress.

Áramótaheiti mitt er að blogga á hverjum einasta degi þessa árs. Þetta geta verið alskonar færslur sem ég kem til með að skrifa um. Vinnuna, forritun, eitthvað á netinu, eða bara eitthvað sem mér dettur í hug. En það verður bara að koma í ljós.

En til að byrja með, Gleðilegt nýtt ár!