Færslur með efnisorðið ‘iTunes’

Mikið snjóaði í gær

18. janúar 2009 kl. - Helgi Hrafn

Já, það snjóaði sko mikið í gær. Ég var ný búinn að fá Túnþökusölu Kristins til að moka bílaplanið hjá okkur, reyndar á miðvikudaginn. En mér er sama, óþarfi að moka einu sinni í viku. :D

Í gær fengum við Stubba Guðrúnu Soffíu í heimsókn. Hún var búinn að biðja mig að redda sér hugbúnaði í tölvuna, og það er nú yfirleitt ekki vandamálið. Aftur á móti er hún með Windows Vista, og ég kann ekkert á það. Fékk tölvuna hennar ekki til þess að tala við serverinn minn heima. Endaði með því að brenna hugbúnaðinn á DVD disk, því ég átti ekki nógu stórann USB lykil. En DVD diskurinn varð eitthvað bilaður þannig að við redduðum þessu öðru vísi.

Guðrún skutlaði okkur svo til Sverrir Páls, þar fengum við pönnukökur og við Svp spjölluðum um heima og geima. Ætli það séu ekki að nálgast 2 ár síðan við Svp settumst niður og ræðum málin. Eftir kaffispjallið ákváðum við að kíkja aðeins í tölvurnar okkar, og fórum að spá í vefinn hans. Sverrir fannst Wordpress rosalega spennandi, þannig að við erum líkleg að flytja vefinn hans líka yfir. Svp bauð svo upp á ljúffengt grænmetislasagna og svo reyndum við að uppfæra iPod Touch-inn hans. Þegar við komumst að því að við urðum bara að kaupa nýjustu uppfærsluna, og vorum búnir að fá skilaboðin um að íslenskt VISA kort virkar ekki í Apple Store USA. Gáfumst við upp. Ég ætla bara að redda honum iTunes gjafakorti. Þá fær hann inneign á aðganginn sinn og getur farið að versla sér tónlist, sjónvarpsþætti, bíómyndir og hugbúnað í iPodinn.

Eftir heimsóknina löbbuðum við Stubba heim, og þegar heim var komið vorum við ÖLL í snjó. Stubba með köggla upp á bak og ég í frosnum buxum. Almennt séð, góður dagur. :D