Færslur með efnisorðið ‘iPhone’

iPhone stríð á Íslandi

24. nóvember 2009 kl. - Helgi Hrafn

iphone-3gsNú er það komið á hreint að Síminn og Nova hafa bæst í hóp söluaðila iPhone á Íslandi. Hingað til hefur það aðeins verið Sigurður Þór, sem rekur iPhone.is, sem hefur útvegað Íslendingum iPhone síma frá Ítalíu. Um daginn bættist ELKO í hópinn og í dag voru það Síminn og NOVA.

ELKO auglýsti iPhone á 159.995 (iPhone 3GS 16GB) og um leið lækkaði Sigurður Þór verðskránna hjá sér í 149.995 og bætti við ári í ábyrgð. Hingað til hafði hann aðeins boðið upp á eins árs ábyrgð eins og fengin á Ítalíu. Samkvæmt fréttatilkynningu Símans er verðið hjá þeim 156.900 og einni klukkustund seinna trompaði NOVA þetta með því að bjóða besta verðið hér á landi, eða 139.900. Nú er spurning hvort einhverjir lækki sig enn frekar. En ef útreikningurinn á verðlagningunni hans Sigurðar er skoðuð, sést að kostnaðarverðið hjá honum er 145.284. Það er því ólíklegt að hann lækki sig frekar.


619 + 15 = 634
634 * 184,06 = 116694,04
116694,04 * 1,245 = 145284,0798

En fyrst að síma fyrirtækin eru farin að selja iPhone, er spurning hvort þeir útvegi iPhone notendum ekki samþykktan prófíl sem setja má upp til að virkja Tethering möguleikann hér á landi. Þegar kveikt er á Tethering í iPhone er hægt að nota hann sem 3G pung í gegnum USB eða Bluetooth. Þessi möguleiki var kynntur þegar iPhone OS 3.0 kom út, en varð óvirkur í 3.1 hjá iPhone notendum hjá ósamþykktum síma fyrirtækjum. En nú er upplagt fyrir okkur iPhone notendur að herja á innlenda söluaðila til að fá þennan möguleika samþykktan hjá okkar síma fyrirtækjum.

iPhone OS 3.0

17. mars 2009 kl. - Helgi Hrafn

Ég er þegar fallinn. ÉG hef ekki staðið mig nægilega vel þessa dagana varðand blog á dag árið 2009. Þetta varð mér mjög erfitt upp á síðkastið, einfaldlega vegna skorts á umræðuefnum. Lesendur síðunnar tóku heldur ekki þátt í því að koma með hugmyndir. Aftur á móti er ein hugmynd sem ég fékk þegar við hjónin fórum á Rizzo nokkuð góð. Það er að fara að skrifa pizzu gagnrýni. Við konan erum nokkuð dugleg í því að baka okkur pizzu hérna heima, sem og fara á pizzustaði út um allt. Líklega bara eins og margir aðrir. En þá datt mér í hug hvort mar ætti ekki að fara að skrifa um bestu pizzurnar. Kannski taka myndir og gefa þeim sneiðar (stjörnugjöf). :P

En að máli málanna. Í dag var kynning á nýjustu útgáfuna af iPhone stýrikerfinu, útgáfa 3.0.

iPhone OS 3.0 kynning

Meðal nýjunga eru:

  • In-App Purchasing: Leyfir þróun hugbúnaðar þar sem hægt er að kaupa hluti. Meðal hugmynda er kaup á dagblaða áskift, rafrænar bækur, aukahlutir og skref í lekjum.
  • Peer-to-Peer Connectivity: Leit að öðru tækjum sem keyra sama hugbúnað í gegnum Bonjour yfir þráðlaust eða Bluetooth. Mjög skemmtilegt fyrir tölvuleiki og líka nnan hugbúnað til að deila gögnum
  • Third-Party Accessory Apps: Framleiðendur aukabúnaðar geta forritað hugbúnað sem sem vinnur með vélbúnaðar aukahlutum
  • Push Notification: Í stað þess að keyra hugbúnað í bakgrunni og éta upp batteríið, notast við third-party server til að framkvæma push. Þetta hjálpar til dæmis með ábendingar og sendingar efnis frá forritum
  • Turn by Turn: Apple ætlar að leifa not á CoreLocation vegna turn-bu-turn GPS staðsetningu
  • Cut, Copy og Paste: Nothæft á milli forrita. Rista til að gera undo eða redo
  • Landscape keyboard: Hægt í öllum forritunum, líka Mail
  • MMS: Margmiðlunarskilaboð
  • Voice Memos: Taka upp minnisatriði, fyrirlestra og viðtöl
  • Spotlight Search: Leita í öllum hugbúnaði. Stýrikerfisleit frá Home skjámyndinni með því að renna til vinstri.
  • A2DP Bluetooth: Stuðningur fyrir bluetooth headsets.

Beta útgáfa er þegar aðgengileg öllum sem eru að þróa hugbúnað fyrir iPhone. Aftur á móti verður þessu uppfærsla fáanleg í sumar fyrir alla. Að sjálfsögðu verður stýrikerfið ókeypis fyrir iPhone eigendur en iPod Touch eigendur þurfa að borga 9,95 USD.

Aftur á móti furða menn sig á því af hverju verða ekki allir möguleikar uppfærslunar virkar fyrir fyrri tegundina af iPhone. Apple segir að vélbúnaður þess útgáfu stendur í vegi fyrir MMS stuðningi og stereo Bluetooth, til dæmis. En sem betur fer geta eigendur iPod Touch útgáfu tvö virkt Bluetooth möguleikann.

Heimildir: http://www.macrumors.com/2009/03/17/highlights-of-apples-iphone-os-3-0-preview-copy-and-paste-a2dp-mms-much-more/

Konan komin með iPhone

13. febrúar 2009 kl. - Helgi Hrafn

Það er nú lítið að blogga um í dag. Aftur á móti er hægt að segja frá því að Aníka er orðin svo tæknivædd að hún er komin með iPhone.

Nokkur tips um Mail 3.5

30. janúar 2009 kl. - Helgi Hrafn

Ég ákvað að gefa Mail tækifæri á ný, aðalega vegna þess að mig langar að notast við Address bókina sem ég er búinn að ganga frá. Því ég samkeyri alltaf Address bókina við iPhone-inn minn. Núna get ég líka samkeyrt pósthólfin mín úr Mail yfir í iPhone-inn. Síðast en ekki síst kynntist ég skipulags forritinu Things og er farinn að nota það ótrúlega mikið. Það hefur þann möguleika tengja saman tölvupósta við viss verkefni, og margt margt fleira. (Skoðið endilega Screencast-ið)

Aftur á móti get ég líka sagt ykkur af hverju ég notaði ekki Mail frá upphafi. Það var vegna þess Mail 3.0 var ekki með nægilega góðan stuðning við stafasettin í tölvupóstunum sem ég var að fá. Ég fékk alltaf bara eitthvað bull, eða endalaus spurningarmerki (?). En í útgáfunni sem ég er að nota núna, útgáfa 3.5, þá virðist þetta vera allt í lagi.

Að lokum vil ég láta ykkur vita af nokkrum atriðum sem ég lærði meðal annars í dag.

  1. Nota flýti hnappana Cmd + Shift + D til að senda póst
  2. Til að skilgreina hvaða mappa í pósthólfinu á að vera fyrir Draft, Sent, Trash eða Junk. Þarftu að velja möppuna fara svo í Mailbox > Use this mailbox for > (velja svo hlutverk)
  3. Ef þú ert að nota IMAP með Gmail er gott að hafa [Gmail] sem rótin á pósthólfinu. (þetta notaði ég líka í Thunderbird)
    1. Opna Preferences ( Cmd + ; )
    2. Velja Accounts
    3. Velja pósthólfið
    4. Velja Advanced
    5. Setja [Gmail] í IMAP Path Prefix
    6. Vista

Þangað til á morgun, takk í bili.

Stoppa ræsingu iPhoto þegar iPhone tengist

21. janúar 2009 kl. - Helgi Hrafn

Þetta fór alltaf í taugarnar á mér, því ég nota lítið iPhoto. Ég vil þar með deila með ykkur hvernig slökkva skal á þessu.

  1. Ganga úr skugga um það að iPhone er ekki tengdur við tölvuna
  2. Opna Finder
  3. Fara í Applications
  4. Ræsa Image Capture
  5. Fara í Preferences ( Cmd + ; )
  6. Þar sést “When a camera is connected, open”, velja þar No application.
  7. Slökkva á Image Capture

Gjöriði svo vel :D

ps. Þetta virkar líka með stafrænum myndavélum, iPod og kortalesurum.

Bloggað úr iPhone 3G

kl. - Helgi Hrafn

Eg setti upp Wordpress forrit ur AppStore og er ad prufa ad blogga ur simanum. Eg skrifa vonandi innihalds meira blog i kvold. Litid buid ad gerast i dag annad en ad vakna og fara i sturtu.

Heyrumst ..