HK – KKF Þórir, 95 – 79

7. mars 2009 kl. - Helgi Hrafn

Í dag spilaði HK heimaleik gegn KKF Þórir. Fyrir leikinn voru HK og KKF jafnir á stigum, eða með 6 stig í neðsta og næst neðsta stæti. HK þó með betri markatölu. Ég mætti að sjálfsögðu á leikinn og skrifaði niður stöðuna eftir hvern leikhluta, nema 3ja, þar sem ég var að spila í þriðja og fjórða.

HK byrjuðu undir eftir fyrsta leikhluta, og hélt það aðeins áfram í örðum hluta. En, þegar annar leikhluti var aðeins kominn af stað vöknuðu HK menn til lífsins og fóru að skila góðum leik. Vörnin varð betri og fleiri stig í kladdann. Þetta hélt áfram í þriðja leikhluta og stækkaði bara bilið. KKF Þórir sá aldrei til sólar miða við framistöðu HK. Í fjórða leikhluta náði HK mesta forskotinu, eða 20 stigum.

Leikhlutarnir fóru svona

 1. HK 16 – 18 KKF
 2. HK 43 – 38 KKF (30 – 20)
 3. HK ?? – ?? KKF
 4. HK 95 – 79 KKF

Næsti leikur HK er sunnudaginn 15. mars aftur gegn KKF, en þá í Hagaskóla.

ps. Ef HK sigrar sína tvo síðustu leiki, gegn KKF og ÍG, og UMFÁ tapar sínum síðasta. Kemst HK í fjórða sæti í sínum riðli og þar með áfram í 8 liða úrslit. Síðasti leikur UMFÁ er einmitt gegn KKF núna á mánudaginn 9. mars. UMFÁ hefur nefnilega tapað þrem síðustu leikjum, gegn Leikni, HK og ÍG. Á meðan þeir sigruðu KKF á útivelli 78 – 99. Við krossleggjum alla fingur og tær.

Deila með öðrum:
 • Facebook
 • Twitter
 • Digg
 • StumbleUpon
 • del.icio.us
 • Google Bookmarks
 • Tumblr
 • LinkedIn
 • email

Athugasemdir (2) við “HK – KKF Þórir, 95 – 79”

 1. Aníka segir:

  Þú stóðst þig rosavel ástin mín ;)

 2. Helgi Steinar segir:

  Blogga meira, minna msn vændi!

Skrifa athugasemd

/>

/>

Leyfilegt XHTML: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <strike> <strong> <pre lang="" line="" escaped="">