Íslensku vefverðlaunin 2008

27. janúar 2009 kl. - Helgi Hrafn

Vefirnir í úrslit vegna íslensku vefverðlaunanna voru tilkynnt í gær, eða þann 26. janúar 2009. Mér finnst hræðilegt að sjá hversu margir af sömu vefunum og hafa verið áður, eru aftur með núna. Aftur á móti finnst mér enn verra að aðeins einn vefur stenst HTML eða XHTML staðalinn sem þeir segjast fara eftir. Ég skoðaði bara forsíðurnar, en sjáið;

Besti sölu- og þjónustuvefurinn

Besti fyrirtækjavefurinn

Besti vefur í almannaþjónustu

Besti afþreyingarvefurinn

Besta útlit og viðmót

Besti einstaklingsvefurinn

Deila með öðrum:
 • Facebook
 • Twitter
 • Digg
 • StumbleUpon
 • del.icio.us
 • Google Bookmarks
 • Tumblr
 • LinkedIn
 • email

Efnisorð: ,

Athugasemdir (13) við “Íslensku vefverðlaunin 2008”

 1. Jónas segir:

  Já þetta er sorglegt allt saman. Hver er annars í þessari dómnefnd?

  Ég er löngu hættur að taka mark á þessum verðlaunum, mér finnst alltaf sömu vefirnir vera tilnefndir, eins konar klíkuskapur þarna í gangi. Ég man eftir því þegar starfsmenn ákv. fyrirtækja voru í dómnefnd, það kom mér hins vegar ekki á óvart að vefir þessara sömu fyrirtækja voru tilnefndir ásamt þeim vefum sem þessi fyrirtæki unnu að.

  En hverjum er ekki sama, það tekur enginn mark á þessum verðlaunum, nema þau fyrirtæki sem vinna þau :)

 2. Jonni segir:

  Já, það er óhætt að segja að tilnefningarnar í ár séu heldur ómerkilegar. Er þetta það besta í vefhönnun á Íslandi í dag??

 3. Hlynur segir:

  Er þetta það besta í vefhönnun á Íslandi í dag??

  Nei, því aðeins partur af íslenskum vefum voru skoðaðir, og það úrval valið af peningum ekki ágætum.
  Sjá gjaldskrá á http://www.svef.is/islensku-vefverdlaunin/

 4. Helgi Hrafn segir:

  Já þetta er sorglegt allt saman. Hver er annars í þessari dómnefnd?

  Ég sendi tpóst á gjaldkera SVEF og spurði hvort hún gæti sagt mér hverjir væru í dómnefndinni í ár. Sjáum til, ég læt ykkur vita þegar ég fæ svar.

 5. Jóhanna Símonardóttir segir:

  Þar sem að ég sit í stjórn SVEF og til þess að svara ofangreindu langar mig til að benda á að bæði stjórn SVEF og dómnefnd starfa í sjálfboðastarfi. Við erum aðilar sem höfum áhuga á að auka vegsemd vefgeirans á Íslandi. Samtökin eru opin félagasamtök og er stjórn kosin á aðalfundi ár hvert. Öllum er frjálst að bjóða sig fram til stjórnarsetu.

  Dómnefnd er valin úr innsendum tilnefningum, þar geta menn bæði tilnefnt sjálfa sig og aðra. Við leitum eftir ábendingum um góða og áhugasama aðila til allra þeirra sem starfa í geiranum. Ég vil því hvetja menn hér til að bjóða fram krafta sína að ári.

  Varðandi skráningargjald þá er um að ræða mjög hóflega upphæð eða 7500 kr á vef eða 12.500 kr ef tilnefnt er í fleiri en einn flokk. Fyrir tilnefningu einstaklingsvefja er gjaldið aðeins 1200 kr.

  Tvær ástæður eru fyrir því að tekið er gjald fyrir skráninguna. Annars vegar að alvara fylgi máli og menn séu að senda inn vefi sem þeir telji að eigi erindi meðal þeirra bestu. Hins vegar að Íslensku vefverðlaunin eru uppskeruhátið geirans og að því tilefni höldum við litla hátíð en skráningargjöldin greiða fyrir hana. Eins er eitt af markmiðum félagsins að stuðla að fræðslu og samskiptum í geiranum og verður einnig haldin stutt ráðstefna fyrr um daginn, en aðgangur er ókeypis félagsmönnum.

  Eins og ég nefndi áðan þá er allt starf innan SVEF sjálfboðastarf og við viljum jafnframt hvetja alla þá sem hafa áhuga á að starfa með okkur að hafa samband. Það er töluverð vinna að halda úti félagi af þessu tagi þannig að við viljum gjarnan virkja fleiri í því starfi. Þannig verður félagið líka öflugra.

  Kveðja,
  Jóhanna Símonardóttir

 6. Jónas segir:

  Jóhanna: Hvernig væri þá að upplýsa okkur hverjir sitja í þessari dómnefnd?

 7. Helgi Hrafn segir:

  @Jónas: Það er tilkynnt á ráðstefnunni þann 30. janúar í Listasafni Reykjavíkur. :P Og, Jónas .. ég vona þú hafir lesið meira af blogginu mínu. Ég var tilnefndur :D

 8. Jónas segir:

  Afhverju má ekki tilkynna hverjir eru í dómnefnd fyrr en á þessari ráðstefnu? Hvað hafa þessi samtök að fela? Það er einhver skítalykt af þessu öllu saman…

  Bloggið þitt Helgi er svosem ágætt, hef ekki lesið það lengi. Hins vegar var ég mjög ánægður með leiðbeiningar þínar um að disable-a iPhoto þegar maður húkkar iPhone við vélina sína… afar hressandi að losna við þetta :)

 9. Hakon segir:

  1. Mér finnst mjög skrítið að sjá sömu vef ár eftir ár – það ætti að vera til dæmis einhver regla að vefur sem var tilnefndur í fyrra komi ekki til greina þetta árið – bara til að tryggja að sömu vefir sem eru ekkert að breytast sé ekki tilnefndir aftur og aftur.

  2. Þessi samtök eiga að vera ókeypis – bæði innganga í þau og eins tilnefningar um vefi.
  Ef þeim vantar fjármagn ættu þau frekar að leita til 10 stærstu hugbúnaðarfyrirtækjanna um styrk og biðja svo um frjáls framlög. Hægt að birta lista yfir styrktaraðila á vefsíðunni.

  3. Auðvitað er það kostur að vefur styðji XHTML en það getur verið erfitt í sumum tilvikum. Svef.is vefurinn sjálfur styður það til dæmis ekki 100%.
  Notandi verður sjaldnast var við það hvort þetta sé 100% eða ekki. Mestu skiptir að vefurinn virki vel fyrir notandann og það sé mikið gagn af honum fyrir hann.

  4. Mig langar líka að nefna að Svef hefur haft allavega 2 stórgóðar vef-ráðstefnur sem tókust mjög vel.
  Þau mættu kannski gera meir að því að kenna/leiðbeina öðrum hvernig á að búa til vefi – þannig koma þau boðskapnum líklega best til skila.

 10. Helgi Hrafn segir:

  Ég geri mér fullkomlega grein fyrir því að sumir vefir standast ekki 100% validation. Oftar en ekki eru þetta villur í efninu sem notandinn er að setja inn. Vefir með undir 10-15 villur ættu helst bara að laga sín mál.

  En þegar um greinilega hönnunarvillur er að ræða í HTMLinu finnst mér að hönnuðir ættu að fá að vita af því, og geta þá lagfært. En það er ekki í verkahring SVEF. Sem dæmi má nefna postur.is með DOCTYPE sem HTML 4.01, en mikið í HTMLinu gerir ráð fyrir því að þetta sé XHTML. Svo er það siminn.is (með 33 villur þegar ég skoðaði), þar er þetta meira og minna & = & vesen.

  Allavegana .. mér fannst þetta bara eftirtektarvert, án þess að gagnrýna beint starf dómnefndar, og vildi ég bara benda fólki á þetta. Ég hefði þokkalega verið tilbúinn að sitja í þessari dómnefnd og ég er meira að segja búinn að bjóða fram krafta mína í starfsemi SVEF.

 11. Halldór Eldjárn segir:

  Vísir (www.visir.is) – 365 villur

  Hahahahahaha, tilviljun? :P

 12. Helgi Hrafn segir:

  Vísir (www.visir.is) – 365 villur

  Hahahahahaha, tilviljun? :P

  Ég tók einmitt eftir þessu, og er búinn að vera að grínast með þetta við vinnufélaga. ;)

 13. Gummi segir:

  Jó strákar og stelpur. Gott blogg hérna, gott framtak.

  Ég er nokkuð sammála ykkur með þessi verðlaun í ár. Það er eins og ekkert spennandi hafi verið uppi á teningnum. Ég veit samt ekki með þetta fyrirkomulag. Það eru ekki góðir vefir að fá tilnefningar út af gjaldinu og af því að fyrirtækin eru ekki að tilnefna sjálf.

  Mér fyndist eðlilegast að ég gæti sent inn vef sem mér finnst flottur, þó svo að ég sé algerlega ótengdur vefnum að öllu leyti.

  Ég myndi samt ekki fara að borga fyrir það.

Skrifa athugasemd

/>

/>

Leyfilegt XHTML: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <strike> <strong> <pre lang="" line="" escaped="">