Einn góður á fimmtudegi

19. mars 2009 kl. - Helgi Hrafn

Ég horfði gagnrýnum augum á konuna, sem ég hef verið giftur í 30 ár og sagði: “Heyrðu elskan, fyrir 30 árum áttum við ódýra íbúð, ódýran bíl, við sváfum á sófanum í stofunni, horfðum á 10 tommu svart/hvítt sjónvarp og á hverju kvöldi iðkaði ég bólfarir með viljugri 25 ára stelpu.”

Ég hélt áfram, “Núna á ég 80 milljóna hús, 15 milljóna bíl, rúm á stærð við skeiðvöll og 50 tommu flatskjá, en þarf að sætta mig við það á hverju kvöldi að fara í bólið með þreyttri 55 ára konu. Ég fæ ekki séð að þú hafir haldið í við þróunina hér.”

Ég verð að játa að ég á skynsama konu. Hún leit snöggvast á mig og sagði um leið: “Ekki vandamálið , drífðu þig bara út og finndu þér 25 ára viljuga stelpu. Ég sé um að þú fáir hitt aftur. Ódýra íbúð, bíldruslu og ódýrt svart/hvítt sjónvarp!” Eftir þessi 30 ár, veistu að ég meina það sem ég segi. Er konan mín ekki frábær? Grái fiðringurinn hvarf á einu andartaki!

Þessi brandari barst mér í tölvupósti í dag frá henni Hrefnu Hreinsdóttur.

Deila með öðrum:
 • Facebook
 • Twitter
 • Digg
 • StumbleUpon
 • del.icio.us
 • Google Bookmarks
 • Tumblr
 • LinkedIn
 • email

Athugasemdir (2) við “Einn góður á fimmtudegi”

 1. Aníka segir:

  hahaha….

  Þú mannst þennan brandara eftir 30 ár elskan ;)

 2. Leikurinn segir:

  Hvernig fór svo leikurinn gegn ÍG??? farið þið í úrslitakeppnina?

Skrifa athugasemd

/>

/>

Leyfilegt XHTML: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <strike> <strong> <pre lang="" line="" escaped="">