Helginn – Nú hefst fjörið

1. júlí 2009 kl. - Helgi Hrafn

Ég og Helgi Steinar höfum tekið að okkur að stýra sjónvarpsþætti á netinu og verður hann birtur á Akureyri.net. Þátturinn heitir Helginn og við setjumst saman í sófann og förum yfir efni af Akureyri.net og annað skemmtilegt sem við finnum á internetinu. Nafnið kemur einfaldlega frá því að við heitum báðir Helgi og þættirnir verða vonandi birtir vikulega um helgar. Fyrsti þátturinn er þó sýndur á miðvikudegi til að hitta á skemmtilega dagsetningu, 1. júlí 2009, eða í dag. Næsti þáttur verður birtur um helgina 11. eða 12. júlí.

Fréttastjóri Akureyri.net fékk mig í viðtal á MSN daginn fyrir frumsýningu fyrsta þáttar og þá spurði hann mig hvernig þetta kom til.

“Hugmyndin kom upphaflega þegar ég sýndi Helga Steinari netþáttinn Diggnation og þá fengum við þá flugu í hausinn að gera video blog sjálfir. Höfum báðir verið í því að blogga og gefist upp á því, með löngum pásum. Síðan kom Örlygur Hnefill einhvern veginn inní umræðuna og blandaði þessu við Akureyri.net og stækkaði video bloggið yfir í stærri þátt á netinu. Eftir það var í raun varla snúið við, það var búið að panta hönnun á merki, myndatökumenn búnir að taka frá daga í upptökur og konurnar okkar búnað að panta sér tíma í nudd.” Eins og kemur fram á Akureyri.net

Í þessu sama viðtali spurði hann hvert planið væri með þáttinn, heimsfrægð eða dauði?

“Langar ekki öllum í frægð og frama? Okkur langar allavegana að koma með nýja sýn á málunum og vera ekki algjörlega stípaðir fyrir sjónvarpið. Fólk á eftir að taka eftir því að við töluð mikið í kross, endurtökum hvorn annan og gerum okkur að algjörum fíflum í fyrsta þættinum.”

Þetta er nefnilega málið, hvorugur okkar hefur verið fyrir framan myndavélina áður. Meira um það að við erum á bak við hana fram að þessu. Þetta verður allavegana mjög spennandi og skemmtilegt verkefni.

Endilega horfið á fyrsta þáttinn okkar Nú hefst fjörið á Akureyri.net/helginn og fylgist með á Facebook, YouTube og Twitter.

Deila með öðrum:
  • Facebook
  • Twitter
  • Digg
  • StumbleUpon
  • del.icio.us
  • Google Bookmarks
  • Tumblr
  • LinkedIn
  • email

Efnisorð: ,

Ein athugasemd við “Helginn – Nú hefst fjörið”

  1. Egill segir:

    Til hamingju með þáttinn. Þú finnur þér alltaf eitthvað að gera, það vantar ekki ;) Gangi þér vel með þetta skemmtilega verkefni!

Skrifa athugasemd

/>

/>

Leyfilegt XHTML: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <strike> <strong> <pre lang="" line="" escaped="">