Glæpur að stela Fangavaktinni, en ekki ljósmyndum?

11. nóvember 2009 kl. - Helgi Hrafn

Ég fékk ábendingu frá félaga mínum í dag um efni í næsta Helginn þátt. En mér fannst ég verða að skrifa um þetta fyrst. Þétta snýst um nýju jóla auglýsingu Stöðvar 2 og notkun þeirra á höfundarréttarvörðu efni í leyfisleysi.

Get the Flash Player to see the wordTube Media Player.

Í kringum 38 sekúndu er Gillz að gráta yfir sjónvarpinu og ef þið skoðið þetta atriði nánar má sjá fallegt jólaveður út um gluggan á bak við hann.

ZZ153946F7

Þessi fallega jólamynd er tekin af félaga mínum Hlyni Þór Jenssyni og hann er með þessa mynd á Flickr síðunni sinni. Ég er búinn að ræða við hann og fékk leyfi til að birta myndina hans hérna á vefnum mínum.

hlynurj-snjor

Ég setti þessar myndir saman í eina til að sýna þetta betur. Það sést greinilega á trjánum, húsinu, ljósastaurnum og bara öllu að þetta er myndin hans Hlyns.

hlynurj-snjor-stod2

Þetta finnst þeim hjá Stöð 2 í lagi, en það má ekki niðurhala Fangavaktinni? Það þarf eitthvað að skoða þessa siðferðis hugsun þeirra Stöð 2 manna.

Deila með öðrum:
  • Facebook
  • Twitter
  • Digg
  • StumbleUpon
  • del.icio.us
  • Google Bookmarks
  • Tumblr
  • LinkedIn
  • email

Efnisorð: , , , , ,

Athugasemdir (73) við “Glæpur að stela Fangavaktinni, en ekki ljósmyndum?”

  1. Tweets that mention Glæpur að stela Fangavaktinni, en ekki ljósmyndum? | Helgi Hrafn Halldórsson -- Topsy.com segir:

    [...] This post was mentioned on Twitter by Bjorgvin, Kristinn Sigurðsson. Kristinn Sigurðsson said: RT @bjorgvin via @harabanar: Glæpur að stela Fangavaktinni, en ekki ljósmyndum? http://helgi.me/pkd [...]

  2. Elísabet Ólafsdóttir segir:

    Það á hiklaust að kæra þetta.

  3. Lára Stefánsdóttir segir:

    Þetta er blátt áfram lygilegt!

  4. Olgeir Andrésson segir:

    Það byrjar vel jóla-andinn hjá stöð 2.

  5. dabbi segir:

    ég hvet hann til að fara alla leið með þetta mál, ég er áhugaljósmyndari sjálfur og ef ég lenti í þessu mundi ég ekki hika við það! ég get sagt með nokkri vissu að amk flestir áhugaljósmyndarar munu standa með honum í þessu máli enda er hreinn og beinn þjófnaður af hálfu 365 miðla að ræða.

  6. Sverrir Páll segir:

    Þetta er auðvitað fullkomlega siðlaust. Hins vegar er orðið svo algengt að fólk steli efni af vef að það er mjög erfitt að berjast gegn því. Höfundaréttur er því miður lítils virtur. Við reynum að berjast gegn þessu í skólunum og fá nemendur til að virða eignarrétt á myndum og texta, en það er því miður lítið hlustað á okkur nema kannski rétt í andartak og svo ekki meir

  7. Jón Ragnarsson segir:

    Bara senda þeim nokkur hundruð þúsund króna reikning. Síðan mega þeir semja um afslátt.

  8. Halldóra segir:

    Vá ekkert smá góður punktur. Fjölmiðlar eru ótrúlega skeytingalausir um höfundarétt. Fyrir nokkrum árum lenti einn af kennurunum mínum í því upp í Háskóla að mynd sem hún átti sjálf af henni og Philip Pullman rithöfundi var stolið ef heimasíðu hennar, hún klippt út af myndinni og hún birtist svo í einum af stóru dagblöðunum en þá var verið að skrifa grein um Pullman og þríleikinn hans. Alveg ótrúlegt. Í fyrsta lagi spurðu þeir ekki hvort þeir mættu nota myndina hennar og í öðru lagi klipptu þeir hana út!

    Kannski þegar dómstólar eru búnir að rétta yfir öllum morðingjunum, barnaníðingunum, nauðgurunum, bankahrunsvíkingunum, ofbeldismönnunum og öðrum hrottum og öll fangelsi í landinu eru sprungin með margra ára biðlista geta þeir farið að eltast við litla tölvunörda sem downloda Fangavaktinni tveimur mánuðum áður en þeir fá svo DVD-inn í jólagjöf!

  9. hildigunnur segir:

    Langt frá því eðlilegt, það þarf að láta vita af þessu. Það er alls ekki víst að Stöð 2 viti af því, væntanlega eru þau með auglýsingastofu sem gerir fyrir þau auglýsinguna, efast um að starfsmenn Stöðvar 2 hafi stolið þessu sjálfir.

  10. kristjan segir:

    Það er lítið mál að breyta þessu. Með vísun í dóm sem féll í vor gegn séð og heyrt (birtingi útgáfufélagi) þá er kveðið skýrt á um höfundaréttin.

    Það eina sem vantar uppá er að menn hætti að leyfa þessu að viðgangast og senda bara smánar reikninga eða segjast vera stoltir yfir því að láta stela frá sér.

    Kæra til lögreglu nógu oft og þetta mun brátt hverfa. En meðan menn yppta öxlum og segja að erfitt sé við að eiga gerist heldur ekki neitt.

    Hins vegar vantar meiri virðingu í þjóðfélagið almennt og hvernig á að endur ala upp heila kynslóð sem gengið hefur sjálf ala og ekki ber virðingu fyrir neinu er erfitt að átta sig á. Þó er unga fólkið í dag ekki verst

  11. kristjan segir:

    Hildigunnur:

    Sem birtandi auglýsinganna,eigandi þeirra og ábyrgðarmaður ber Stöð tvo ábyrgðina hver svo sem framleiddi auglýsingarnar. Þeir get hins vegar átt kröfu síðan á þá sem framleiddu.

  12. Heisús segir:

    Bara skondið, gott að predika yfir pöpulnum en stela svo sjálfir.

    Svo hafa nú útvarpsstöðvar 365 verið sérlega duglegar við að brúka lög í auglýsingar án tilskilinna leyfa… kallar maður þetta ekki að kasta steinum úr glerhúsi? :)

  13. Þorvaldur Sverrisson segir:

    Sæll Helgi, okkur þykir mjög leiðinlegt að þetta hafi gerst og enn verra að Stöð 2 sé kennt um. Auglýsingin er framleidd hjá okkur á Jónsson & Lemacks auglýsingastofu og fyrir mistök gleymdist að semja við höfund myndarinnar sem sést á bak við Þykka. Það er hárrétt að þetta er sama myndin og nú er búið að greiða Hlyni Þór fyrir notkun hennar eins og er eðlilegt og sjálfsagt.

    Svona auglýsing er flókin í vinnslu og búin til úr ótal pörtum sem oft eru klipptir inn og út á síðustu stundu svo það er alltaf hætta á yfirsjónum af þessu tagi. Ætlunin var sannarlega ekki að taka myndina ófrjálsri hendi, þetta einfaldlega gleymdist í tímapressu við að klára gripinn.

    Við biðjumst afsökunar á þessu og biðjum fólk jafnframt að beina reiði sinni að okkur, ekki Stöð 2, sem er algjörlega saklaus af þessum mistökum.

    Með jólakveðju frá Jónsson & Lemacks

  14. Lára Stefánsdóttir segir:

    Hvernig finnur maður mynd “óvart” á Flickr og hannar inn í heila auglýsingu og gerir þau “mistök” að gleyma að semja? Eru verkferlar ekki í lagi?

    Það var ótrúlega erfitt að koma auga á þetta og spurning hvort þetta sé iðkað í auglýsingabransanum? Þekkir einhver annar svona mál.

    Svo hafna ég því alfarið að einhver auglýsingastofa taki ábyrgðina af Stöð 2, þeir bera ábyrgð á því sem þeir birta.

  15. gummih segir:

    Haha, já – þeir ættu að breyta þessu slagorði sínu úr “Ódýrara að skemmta sér heima” yfir í “Ódýrara að skemmta sér heima með því að virða ekki höfundarétt!”

  16. Haraldur Helgi segir:

    Vá, þetta er eiginlega bara sorglegt. Maður veit hreinlega ekki hvað maður á að segja við þessu, svo gáttaður er maður…

  17. Þorvaldur Sverrisson segir:

    Kæra Lára: Maður finnur mynd ekki óvart á Flickr, heldur gleymist að ganga frá réttindamáli á þeirri mynd sem notuð er í endanlegri gerð. Þú mátt alveg gagnrýna verkferla hjá okkur, þetta á ekki að geta komið fyrir. En ég bið þig að fara varlega í að þjófkenna okkur eða auglýsingabransann í heild, mistök er eitt, þjófnaður annað. Varðandi ábyrgð Stöðvar 2 spyr ég: Bera þeir þá ábyrgð á hverri einustu auglýsingu sem birt er hjá þeim? Það er í sjálfu sér enginn munur á þessari auglýsingu og hverri annarri: framleiðandinn (auglýsingastofan) ber ábyrgð á að réttindamál séu í lagi og viðskiptavinurinn hefur lítið um það að segja, hvort sem hann er Stöð 2 eða einhver annar.

  18. Andrés Jóns · Stöð 2 stelur höfundarréttarvörðu efni segir:

    [...] Netverjinn og netsjónvarpsþáttastjórnandinn Helgi Hrafn Halldórsson böstar Stöð 2 á blogginu sínu í dag. [...]

  19. Sveinbjörn Pálsson segir:

    Lára – svona finnur þú óvart mynd á flickr og hannar inn í auglýsingu:

    Ég vinn einnig hjá umræddri auglýsingastofu. Ég er búinn að nota myndir af Flickr í þrjú ár eða svo. Vinnuferlið gengur þannig fyrir sig að ég finn til nokkrar myndir, prófa að nota þær, og ef við ákveðum að myndin sé notuð þá sendi ég póst á ljósmyndarann og býð honum að selja okkur afnotarétt á myndinni gegn standard greiðslu. Ef viðkomandi afþakkar boðið (sem hefur ekki gerst hingað til) þá eigum við yfirleitt 1-2 plan b myndir, og mailum þá á höfunda þeirra mynda með tilboð. Ég er búinn að gera þetta sirka fjórum sinnum.
    Yfirleitt notum við ekki Flickr þar sem að sérstakar sölusíður á ljósmyndum eins og Getty Images, Nordic Photos og iStockPhoto eru yfirleitt fljótlegri og einfaldari en að eiga í viðskiptum við einstaklinga, en þegar okkur vantar sérstakar íslenskar myndir þá er úrvalið oft ekki til staðar, og þá leitum við stundum til einstaklinga.

    Ég var ekki þáttakandi í þessu tiltekna verkefni þannig að ég veit ekki hvað gekk á í því, en ég veit sem er að eitthvað svona hefur ekki getað gerst á stofunni nema fyrir misskilning. Einhver hefur hreinlega gleymt að ganga frá þessu. Það tiðkast ekki hjá stórum auglýsingastofum að stela svona myndum, sérstaklega af íslendingum, það er bara níðingsskapur. Sanngjarnt verð á notkun á tilbúinni ljósmynd er lítill hluti af kostnaði á framleiðslu á svona auglýsingu, og það væri bara heimskulegt að stela svona vísvitandi.
    Það sem gerist samt yfirleitt, sérstaklega í sjónvarpsframleiðslu, er að ótal hlutir þurfa að gerast á sama tíma í lokaferlinu, sem eru yfirleitt tvær andvökunætur rétt fyrir birtingu. Þá er fjögura manna framleiðsluteymi að setja saman sirka 200 mismunandi element til að búa til þetta eina myndskeið. Og þarna hefur einhver gert mistök.

    Við vinnum með höfundarréttarvarið efni á hverjum degi, og að mér vitandi þá hefur eitthvað svona aldrei gerst áður í sjö ára sögu fyrirtækisins.

    Hvað varðar hlut Stöðvar 2 í málinu, þá kaupa þau af okkur tilbúnar auglýsingar. Þau vinna með okkur í hugmyndaferlinu, og samþykkja eða hafna endanlega útkomu, en þau treysta okkur fyrir vinnslunni. Það er bara common sense. Þú spyrð ekki hárgreiðslumanneskjuna þína hvort að sjampóið sé stolið í hvert skipti sem þú ferð í klippingu, er það?

    Að lokum vil ég taka fram að ég tala ekki fyrir hönd stofunar (eða stöð tvö).

  20. Sindri ká segir:

    Glæsilegt hjá þér Helgi að vekja athygli á þessu!

  21. Ólinn segir:

    Ber tengdur.net ábyrgð á hverju einasta efni sem dreift er þar?

    Ok, þannig að það er ekki tengdur.net sem er að brjóta lög heldur einstaklingarnir sem dreifa?

  22. Siggi segir:

    Veit einhver hvar er hægt að ná í Fangavaktina?

  23. Tryggvi segir:

    Hvað segja reglur um höfundarrétt um það að þessi auglýsing sé birt á þessari síðu – er það allt í lagi? Er þetta ekki að verða komið heilan hring?

  24. Helgi Hrafn segir:

    @Tryggvi: góð ábending. Auglýsingin er fengin af http://stod2.is, efst í hægra hliðardálki. Þar er auglýsingin birt almenningi og það er sjálfsagt að minni hálfu að segja til um hvaðan efnið er fengið. Ég tel það hér með gert.

  25. Elísabet Ólafsdóttir segir:

    Góð samskipti held ég að sé aðal málið hérna.

    Ef aðili grunar að sé verið að brjóta á honum þá ætti hann að fara til þess sem er að brjóta. Fyrsta hugmynd ætti alltaf að vera að við séum öll í sama liði og að þetta séu mistök þangað til brotavilji er sannaður. Ef Jónsson & Le´macks hefði ekki komið hingað inn, útskýrt og sagt okkur að gengið hefði verið frá greiðslu hefðu þetta geta orðið ljótar umræður um bæði auglýsingastofuna og Stöð 2.

    Ég fnæsti alveg yfir Stöð 2 en svo þegar Þorvaldur kom inn og útskýrði þá sá ég eftir athugasemdinni minni. Auðvitað á maður að skoða málið áður en maður öskrar á kæru. Ég biðst forláts…en Siggi + 1. Hvar fær maður Fangavaktina?

  26. Hlynur H segir:

    Ég verð að spyrja ykkur Sveinbjörn og Þorvaldur, fyrst að Stöð 2 er ekki ábyrgt fyrir birtingu á efni sem þeir keyptu af ykkur, hvernig stendur á því að tengdur.net eru þá ábyrgir fyrir því sem er deild á síðum þeirra?
    eða torrent.is ?? sama lögmál er það ekki ??
    Er ekki ólöglegt að kaupa þýfi sama hvaðan það er keypt?? ef því var STOLIÐ sem var gert í ykkar tilfelli, (þjófnaður er í flestum tilfellum bara einföld mistök , að sögn þeirra sem það stunda) hví er Stöð 2 þá ekki ábyrgt að hafa keypt þetta þýfi af ykkur ??
    Eru ekki ein lög yfir alla hérna á þessu litla landi ?? eða eru stóru fyrirtækin undanþegin ??
    Sjálfur ef ég væri nafni minn hann Hlynur Þór eða ef mynd hefði verið stolin af mér , þá hefði ég gert þetta af stærra máli, ég tel það ekki í lagi að stóru fyrirtækin troði á okkur litla manninum. En það er akkúrat það sem mér finnst þið og stöð 2 hafa gert með þessu athæfi. Hvort sem um “einföld mistök” sem þýðir í mínum skilningi bara einfaldlega ÞJÓFNAÐUR á verki þessa einstaklings.

  27. Hlynur H segir:

    @Elísabet Ólafsdóttir – ef þú telur að sanna þurfi brotavilja á Íslandi þá er ég ekki viss um að þú vitir hvernig réttakerfið virkar hérna. Brotavilja er erfitt að sanna, nóg er að sanna að vöru eða öðrum eignum hefur verið stolið eða dreift án samþykkis eiganda til að geta kallað það þjófnað. Það er nóg fyrir einstakling að kaupa stolna muni eða þýfi til að vera sekur um slíkt, hvort sem einstaklingurinn hafi ætlað að kaupa þýfi eður ey. tel ég sömu reglur hafnar yfir þessi 2 fyrirtæki!

  28. Helgi Hrafn segir:

    Það er gaman að sjá þetta vekur athygli. Ég hef verið á fullu í símanum í morgun og meðal annars búinn að eiga samtal við hann Friðrik Kaldal Ágústsson verkefnastjóra hjá Jónsson & Le’macks (JL) um að þetta mál er afgreitt. Þeir höfðu samband við Hlyn strax í morgun og komist að samkomulagi við hann. Þetta má einnig sjá í athugasemd Þorvalds Sverrissonar sem er titlaður Strategic planner hjá JL.

    Ég hef einnig ráðfært mig við aðila á sviði ljósmyndunar og fengið að vita að tilboð JL í noktun myndar Hlyns er góð.

    Þeir hjá JL eiga hrós skilið fyrir skjót vinnubrögð og það að hafa játað á sig mistökin. Aftur á móti vil ég benda mönnum á það sem almenningur sér; auglýsing frá Stöð 2, og þá finnst mér allt í lagi að nefna í þessari umræðu. En eins og Þorvaldur, Friðrik og Sveinbjörn benda á, þá er þetta ekki á ábyrgð Stöðvar 2, heldur framleiðanda auglýsingarinnar sem er Jónsson & Le’macks.

    Það eru allir mannlegir og auðvitað verða mistök. En ég vil líka að þessi umfjöllun fái réttmæta athygli og fólk geri sér grein fyrir því sem virðist viðgangast á netinu. Hvort sem þetta hafi verið ætlað verk hjá JL eður ei. En þeir tóku á málinu og að sjónarhóli allra sem koma að þessu er þetta talið afgreitt.

    ps. Ég vil líka benda fólki á að það ber að sjálfsögðu ábyrgð á sínum athugasemdum hér á síðunni. IP tölur og netföng eru skráð.

  29. Óli lögga segir:

    Í samhengi við þetta þá langar mig til að spurja hvort að Stöð 2 hafi fengið leyfi til að nota Keifer Southerland, Simon Cowell, Fólkið úr Greys Anatomy o.fl. til að birtast í dagskrárauglýsingunum sínum?

    Ég efast um að þeir hafi leyfi til að nota þetta fólk og ég stórefast að þeir hafi greitt þeim fyrir að birtast í auglýsingunum.

  30. Guðmundur segir:

    Óli, mér þykir líklegt að samningar Stöðvar 2 við framleiðendur úti feli í sér leyfi til að nota myndefni framleiðenda í kynningarskyni, a.m.k. að ákveðnu marki.

  31. Sindri ká segir:

    Það sem Óli lögga sagði.

  32. Aðalsteinn Kjartansson segir:

    Óli lögga: Þar sem Stöð 2 greiðir fyrir þættina sem þessar “klippur” voru teknar úr hljóta þeir að meiga nota efnið (sem þeir greiða fyrir) til þess að auglýsa það að þeir sýni umrædda þætti.

    Keifer Southerland, Simon Cowell o.fl. hafa svo fengið greiðslu fyrir að leika í sjónvarpsþáttunum, og samþykkt að þættirnir séu seldir erlendis og notaðir í kynningarefni fyrir þættina (frekar basic samningar). Því þarf Stöð 2 heldur ekki að greiða þeim sérstaklega fyrir.

  33. Óskar segir:

    Glæsilegt að koma með fella þá á eigin bragði. :-)

    …leiðinlegt að meistari Gillz lendi samt þarna á þessu mómenti

  34. Einar segir:

    3 Atriði finnst mér standa upp úr.

    1 Auglisingastofan stundar að taka höfundarvarið efni og prófa í auglisinga, ef það er svo notað þá segjast þeir hafa samband við eigendurna. Ef ég dowloda fangavaktinni og prófa að horfa á hana er það þá ekki glæpur? Ef ég hætti svo við að eiga hana og nota ekki til birtingar!

    2 Stofan stal efninu og notaði það þegar hinnsvegar glöggur einstakilingur sér það þá semur stofan, sennilega til að reyna að bjraga heiðri sínum og hugsanlege líka ódyrara en tapa málaferlum. Þeir stálu henni nú samt! Rét eins og ef einhver er gúffaður við þjófnað og greiðir síðan fyrir gripinn þá er hann samt þjófur í mínum bókum. Sátt hvort sem það er dómsátt eða ealmenn sátt án dóms, breytir ekki verknaðinum. Skaffar bara tjónþola bætur.

    3 Ábirgð stöðvar tvö á að birta stolna efnið er ekki merkilega. Gallin er bara sá að Stöð 2 hefur farið með offorsi gegn torrent síðum og öðru slíku, vegna þess að þar birta aðilar tengingar á höfundavarið efni. Höfundaréttarbrotið er hjá þriðja aðila rétt eins og myndaþjófnaðurinn fór ekki fram hjá stöð 2 heldur á auglýsingastofunni. rétt eins og með torrentsíðurnar sem stöð 2 lætur smáís elta.

    Fyrir utan að á stofunni er greinilega minna mál að stela erlendu höfundarvörðu efni en íslensku!
    Gilda ekki sömu löginn, er munurinn ekki bara minni líkur á að það komist upp um þá?

    Einar

  35. Óli lögga segir:

    Ég er alveg viss um að þeir megi nota brot og myndefni úr þáttunum í kynningarefni en ég er ekki viss um að það megi klippa leikarana úr þáttunum og nota á móti íslenskum leikurum. Eða í 10-11 auglýsingar á undan 24 eins og var gert við Keifer Southerland.

    Ég man einnig eftir máli þar sem lag með íslensku hljómsveitinni Benny Crespos var notað í upphafi þáttarins Bandið hans Bubba. Án þess að hljómsveitin hafi verið spurð að því.

    Ég er nú bara að velta þessu upp. Það væri gaman að vita hversu langt mega sjónvarpsstöðvar ganga í svona málum. Því ég veit að erlendar kynningadeildir eru yfirleitt mjög harðar á því hvernig nota má efni frá þeim og í hvaða samhengi.

  36. Tóti segir:

    Óli lögga, þegar ég var að vinna við dagskrárkynningar á Stöð 2 á síðustu öld voru samningar nokkuð skýrir um það hvað mætti gera við klippur úr þáttum.

    Það mátti nota þær í dagskrárkynningar, áskriftarsölu (almenna kynningu) og kostunarklippur. Allur þessi réttur var innifalinn. Ef Kiefer er notaður til að selja pylsur – alveg ótengt þættinum – þá er það brot. Annars ekki.

  37. Runar segir:

    varðandi niðurhali á þáttum eins og fangavaktinni…. þá ertu BÚINN AÐ BORGA fyrir hann, þótt þú sért ekki áskrifandi að stöð tvö.

    Ef þú hefur keypt þér einhvers konar tæki eða búnað til að taka upp stafrænt efni undan farin 15 ár, þá ertu búinn að borga 100kr fyrir hverja 240 mínutur sem viðkomandi búnaður getur geymt.

    það þýðir að ef þú hefur t.d 100Gb harðann disk, þá hefur þú borgað 7.000 krónur af verði disksins til STEF!

    úr höfundaréttarlögum:

    Höfundar verka, sem útvarpað hefur verið eða gefin hafa verið út á hljóðriti eða myndriti, eiga rétt á sérstöku endurgjaldi vegna upptöku verka þeirra til einkanota á bönd, diska, plötur eða aðra þá hluti, í hvaða formi sem er, sem taka má upp á hljóð og/eða myndir með hliðrænum eða stafrænum hætti. Enn fremur skal greiða endurgjald af tækjum sem einkum eru ætluð til slíkrar upptöku. Gjöld þessi skulu greidd hvort sem um innlenda eða innflutta framleiðslu er að ræða og hvílir skylda til að svara gjöldunum á innflytjendum og framleiðendum.
    Gjöld skv. 3. mgr. skulu nema:

    1.
    Af tækjum skal endurgjaldið vera 4% af innflutningsverði eða framleiðsluverði ef um innlenda framleiðslu er að ræða.
    2.
    Af böndum, diskum, plötum eða öðrum hlutum til upptöku hljóðs eingöngu skal gjaldið nema 35 kr.
    3.
    Af böndum, diskum, plötum eða öðrum hlutum til upptöku mynda, eftir atvikum ásamt hljóði, skal gjaldið nema 100 kr.
    4.
    Gjöld skv. 2. og 3. tölul. eru miðuð við að lengd flutningstíma sé allt að 180 mínútur fyrir hluti til hljóðupptöku og allt að 240 mínútur fyrir hluti til myndupptöku. Sé flutningstími lengri hækkar gjaldið hlutfallslega sem því nemur.

    Menntamálaráðherra setur nánari reglur um gjöld skv. 3. og 4. mgr., þar á meðal af hvaða hlutum og tækjum gjöldin skuli greidd. Lækka má fjárhæðir, sem greindar eru í 4. mgr., af böndum, diskum, plötum eða öðrum hlutum ef ætla má að einungis hluti þeirra sé ætlaður til upptöku skv. 3. mgr.
    Samtök höfundaréttarfélaga, þar með talin félög listflytjenda og framleiðenda, sjá um innheimtu á gjöldum skv. 3. mgr. og ráðstafa þeim. Samtökunum er heimilt að fela tollyfirvöldum innheimtu á gjöldum þeim sem innflytjendur skulu standa skil á. Samtökunum skulu settar samþykktir í samvinnu við menntamálaráðuneytið og eru þær háðar staðfestingu þess. Í samþykktunum skal meðal annars ákveða skiptingu tekna með aðildarfélögum og þar má einnig mæla fyrir um framlög til styrktar útgáfu hljóð- og myndrita.

  38. Hafsteinn Þórðarson segir:

    Ég vona svo innilega og heitt að hann Helgi Þór kæri Stöð 2.

  39. Elísabet Ólafsdóttir segir:

    Jack Bauer kyssti mig einu sinni.

  40. Lára Stefánsdóttir segir:

    Kæri Þorvaldur,

    ég þekki ekki vinnuferla og undraðist þá. Það má.

    Ég þjófkenndi engan.

    Átt þú við með fullyrðingum þínum að ég geti fengið auglýsingafyrirtæki að gera auglýsingu fyrir mig og gengið svo flautandi um bæinn og sagst ekkert hafa með hana að gera?

    Það er oft svo að yfirmaður veit ekki hvað gert er á vegum hans fyrirtækis eða stofnunar. Engu að síður eru stjórnendum greidd hærri laun en önnur vegna aukinnar ábyrgðar. Fúlt kannski, en launað sérstaklega. Sumir sækjast eftir því.

    Lára

  41. kristjan segir:

    Leitt þykir mér ef umræðan um höfundarréttarbrot ætlar að snúast upp í að í lagi sé að stela öðru efni eins og Rúnar gerir. Niðurhal hverskyns er ólöglegt og menn hafa ekki greitt fyrir það þó gjaldtaka sé af geisladiskum.

    í þessu er núannars ánægjulegt að menn skuli hafa náð saman þó svo mér þyki útskýringar auglýsingastofunar vera orð sem ég hef heyrt amk einu sinni á ári allan minn starfsferil sem ljósmyndari.

    Það ber þó að virða að hér er eitt fyrsta skipti sem ég man eftir að menn stökkva ekki upp á nef sér og reyna að ljúga sig út úr hlutunum heldur viðurkenna brot/mistök og ganga hreint og beint til verks.

    Sú athygli sem málið hefur vakið er góð og þörf því eins og ég hef skrifað á sjonarmid.com er þetta ekki einsdæmi og allt allt of mörg áþekk mál komið upp einvörðungu á þessu ári. Hvað þá öll hin.

    Stuldur á ljósmyndum er plága um þessar mundir og gegn þvi verður að vinna.

  42. Lára Stefánsdóttir segir:

    Takk Sveinbjörn fyrir greinargóða lýsingu á vinnuferli ykkar

    Lára

  43. kristjan segir:

    Til Þorvaldar og Láru get ég sagt þetta af fenginni ryenslu.

    Auglýsingastofa var fengin til að hanna útlit og setja upp heimasíðu fyrir fyrirtæki
    auglýsingastofan gerði það og notaði í útlitshönnunina myndir frá mér.
    útlitið var síðan sent til vefstofu sem óf vefinn
    vefstofan bætti um betur og þurrkaði (klúðurslega) út höfundaréttarmerkingar mínar
    vefurinn var settur í loftið.

    Ég átti engan kost annann þar sem ég vissi ekki hver vann verkið en að herja á fyrirtækið.
    Lögfræðingar (her þeirra frá fyrirtækinu) voru sammála mér í því að fyrirtækið bæri ábyrgð þar sem vefsíðan birtist í nafni fyrirtækisins. Þrefið stóð aðeins um upphæð á bótum sem þeir töldu sig geta endurheimt frá auglýsingstofu og svo auglýsingastofan frá netfyrirtækinu.
    þeir voru líka sammála því að fyrirtækið átti kröfu á auglýsingastofuna sem síðan átti kröfu á vefstofuna.

    þannig var það og er
    i þess nafni sem auglýsing eða annað birtist felst ábyrgðin á birtingu. Sá hinn sami getur svo átt skaðabótakröfu á þann sem vann verkið.

    í þessu tilviki stígur hins vegar auglýsingastofan beint inn og tekur á sig ábyrgðina strax. Forðar sér frá frekari skaða og leysir málið svo allir eru vonandi ánægðir. þar til næsta mál kemur upp.

  44. marvin ómarsson segir:

    já já já alger snild að láta ekki þessa menn komast upp með þetta. flott hjá ykkur drengir

  45. Habba segir:

    Heyr, heyr, Kristján!

  46. Frikki segir:

    Ein smá pæling.

    Nú var búið að nota myndina áður en leyfi fékks. Hvernig hefði málið endað ef að Hlynur hefði verið ótrúlega harður á því að það kostaði miklu meira en skynsamlega upphæð að nota myndirnar?

    Og varðandi viðbrögð auglýsingastofunnar. Hefðu þeir borgað ef þeir hefðu ekki verið nappaðir?

    Ég ætla að taka það fram samt sem áður að ég hef enga ástæðu til þess að halda að það sem hefur komið hérna fram frá starfsmönnum auglýsingastofunnar sé ekki satt en eins og Einar sagði hérna að ofan : “Rétt eins og ef einhver er gúffaður við þjófnað og greiðir síðan fyrir gripinn þá er hann samt þjófur í mínum bókum”. Sjálfur þekki ég einhverja aðila sem hafa lennt í svipuðu. Þess vegna sýður alltaf svolítið á mér þegar ég sé svona lagað.

    P.s. Smá gagnslaus fróðleikur (mjög lauslega eftir minni): Einhverntíma var hópur sálfræðinga sem ákváðu að sálgreina fyrirtæki eins og þau væru manneskjur. Ef ég man rétt þá kom í ljós að öll eða næstum öll fyrirtækin voru siðblind :)

  47. Grétar segir:

    Mér finnst þetta óttaleg histerí hjá ykkur og hálf hallærislegt að réttlæta stuld á fangavaktinni vegna þess að einhver auglýsingastofa gleymdi að borga höfundaréttargjöld.

    Allir þeir sem hafa prufað að vinna í einhvers konar myndvinnsluforritum vita það að stundum þarf að prufa fjölda mynda, áður en maður slumpar á þá réttu. Oft fer maður á flicker og leitar af jólamyndum, prufar þær og velur.

    Síðan þegar maður hefur valið þá rétt, talar maður við eigandan og spyr hann leyfis.
    Það virðist vera sem svo að í þessu tilfelli hafi auglýsingastofan verið að prufa myndir og eflaust gleymt að borga myndina þegar búið var að finna þá rétt.

    Það má vel vera að stofan hafi ætlað sér að reyna að fá þessa mynd frítt, en mér finnst það þá fekar skítt þar sem svona auglýsing kostar eflaust mun meira en nokkrir þúsundkallar til eiganda myndarinnar. En þar sem við vitum ekki betur, þá ætla ég ekki að vera með sleggjudóma í þessu máli.

    Það er auðvitað hallærislegt af henni að hafa gleymt að borga höfundarrétt og einstaklega vandræðalegt fyrir Stöð 2 þar sem þeir eru að hóta að kæra þá sem sóttu sér fangavaktina á jafningjanetum.

    En mér finnst allir aðilar hafa komið vel útúr þessu.
    - Auglýsingastofan svaraði snögglega og baðs afsökunar á mistökunum.
    - Vinur helga fékk greitt fyrir myndina og vonandi vel.
    - Helgi fær fullt af heimsóknum á síðuna sína og eflaust áhorfendur á þáttinn Helgin.
    - Og Stöð 2 endaði með fallega jólaauglýsingu í byrjun nóvember.
    - Netverjar fá mál til að tuða um.

    Síðan má alltaf deila um hvort að þjófa skattarnir sem renna til STEF séu réttlátir, eða þáttagerða-styrkir í formi skatta og hvort þeir réttlæti niðurhal á fangavaktinni.
    En það er allt annað mál og helst ekkert í hendur við þetta.

    Hér virðist hafa verið gerð mannleg mistök, hvar sem á færibandinu þau urðu.
    En ef þið ætlið að réttlæta “stuld” á þáttum í gegnum jafningja net, í guðana bænum finnið þá betra dæmi.
    Þetta er með öllu óskylt og er þeirri umræðu ekki til bóta.

  48. Margrét O. Leópoldsdóttir segir:

    Allt er gott sem endar vel segir einhversstaðar.

    En mig langar bara að segja að það er ekkert skrítið að þetta atvik vekji hörð viðbrögð.

    Fólk sem á góðar myndir á flickr verður allt of oft fyrir því að myndirnar þeirra dúkka upp á ótrúlegustu stöðum. Tíðni slíkra atvika er svo há að með ólíkindum er. Það er engin furða að fólk álykti sem svo að einhverstaðar sé eitthvað ekki í lagi.

    Ég verð einnig að segja að mér líkar ekki sá verkferill að auglýsingastofur sæki myndir á flickr og prófi þær og hafi ekki samband við höfundinn fyrr en ljóst er að myndin verði notuð. Ég veit ekki betur en að það sé ólöglegt að HALA NIÐUR tónlist, hvort sem þú notar hana eða ekki. Það er ólöglegt að hala niður tónlist, jafnvel til einkanota. Það sama ætti að eiga við um ljósmyndir.

    Tímaþröng er ekki góð afsökun fyrir mistökum. Úps ég gleymdi að borga er ekki boðlegt heldur. Það er barasta ekki “fullorðins” og þaðan af síður “faglegt”.

    Þó ber að fagna því að málið er leyst.

  49. Finnur segir:

    Sæl(l),

    gaman að lesa umræðuna hér! Ég er sammála því að það sé tilgangslaust að kalla þjófur þjófur í máli sem þessu, heldur tel ég að alfarsælast sé , að fenginni reynslu, að einfaldlega þakka viðkomandi aðila sýndan áhuga, senda kurteist bréf þar sem þakkað er fyrir viðskiptin og láta hóflegan og raunhæfan reikning fylgja. Með þessu gefst viðkomandi tækfæri á að sjá að sér og greiða fyrir afnotin í samræmi við notkunina á myndefninu. Hver veit nema að viðkomandi auglýsingastofa muni kaupa aftur mynd síðar meir af viðkomandi einstaklingi þegar tónninn er á jákvæðu nótunum þrátt fyrir að mistök eða hugsunaleysi hafi átt sér stað í upphafi.

    Við ákvörðun á afnotagjaldi er sniðugt að styðjast við síðu myndstefs, sjá: http://www.myndstef.is/Apps/WebObjects/Myndstef.woa/wa/dp?id=1000003

    Bestu kveðjur,

    Finnur

  50. Auðunn Níelsson segir:

    Allt sem Grétar sagði hérna á undan mér.

  51. Hlynur H segir:

    @Finnur, Nú verð ég að spyrja þig hvað þú notar til viðmiðunar í þessum orðum þínum? Ég hef unnið við dyravörslu og öryggisvörslu bæði í bænum og í fyrirtækjum með dýrar vörur sem og ódýrar.
    Þar var þetta einfalt ef viðkomandi var búinn að taka vöru og kominn fram fyrir kassa / öryggislínu þá er þetta þjófnaður, svo þá spyr ég hvar er öryggislínan í þessu tilfelli ?? er hún þar sem auglýsingafyrirtækið er búið að hala niður myndinni til prufu, þar sem búið er að framleiða auglýsinguna og myndin með í henni , þar sem búið er að bera auglýsinguna undir stjórn eða þar sem hún er komin í sýningu?? þetta er svaka verkferli, og þar datt engum í hug að kanna hvort öll leyfi hafi verið fengin ?

    Eins og ég nefndi í fyrri póst, í flestum tilfellum þar sem einhverju er rænt þá er viðkomandi ekki ræningi bara að gera mistök eða hugsunarleysi. Ég horfi þetta á þjófnað hvort sem um mistök eða hugsunarleysi var að ræða, viðkomandi vissi að hann mátti ekki nota viðkomandi mynd nema með leyfi án leyfis líkt og viðskiptavinur fer “óvart” út með vöru frá verslun!!

  52. Gunnar Ingi segir:

    Hér er mjög heitt málefni á ferð. Það er margt sem hefur komið fram hérna sem er áhugavert og ég er sérstaklega ánægður með að sjá að auglýsingastofan Jónsson & Lemacks viðurkennir sín mistök og leiðréttir þau. En það er rétt að þrátt fyrir að JL framleiði auglýsinguna þá ber Stöð 2 auðvitað ábyrgð í þessu máli því þeir bera ábyrgð á ÖLLU efni sem þeir sýna hvort sem þeir treysta framleiðanda efnisins eður ei. Þetta á við um alla birtingarmiðla, hvort sem um er að ræða útvarp, sjónvarp, blöð eða jafnvel heimasíður.

    Það er því miður rétt að mikið er um stuld á ljósmyndum á netinu, vonandi eitthvað sem úr má bæta með fræðslu. Mönnum gæti fundist það hræsni að við sem netsamfélag finnst að mestu í lagi að ná í þætti og efni af ýmsum torrent síðum en ekki rétt að stela ljósmyndum. En það er bara þannig að við erum að passa uppá litla manninn.

    Stefgjöldin eru svo annað mjög áhugavert umræðuefni sem kom upp og mætti alveg ræða betur á réttum vetfangi. Sérstaklega þar sem við erum búin að greiða fyrir býsna margt þegar það kemur útá markað og ætlast sé til þess að við borgum fyrir það aftur.
    Mér finnst samt gaman að benda mönnum á að þrátt fyrir þennan “gífurlega stuld”, sem á sér víst stað á internetinu á öllu þessu efni, þá hefur sala á DVD aukist undanfarin ár. Fólk er núna að sjá þætti sem það langar að eiga sem það hefði kannski aldrei uppgötvað sökum þess að þættirnir voru sýndir á sama “time slot” og uppáhalds þátturinn þeirra. Staðreyndin virðist vera sú að fólk kaupir það sem því líkar vel við. Dreifing efnis hefur aukist til muna, þá sérstaklega til landa þar sem “lókal” sjónvarpsstöðvar hefðu alls ekki keypt sýningarréttinn.
    En allt er gott sem endar vel. Umræðan komin af stað, Hlynur fékk greitt fyrir myndina sína, Helgi verður “frægari” ;) og aldrei þessu vant er umræðan á siðsamlegum nótum (sem í netheiminum er alls ekki sjálfsagður hlutur)

  53. karl segir:

    Bara svona svo það sé að hreinu. Það er EKKI ólöglegt að hala niður efni, það er hins vegar ólöglegt að dreifa því. „Gallinn“ við BitTorrent tæknina, sem er mest notuð í dag, er sá að þetta tvennt helst í hendur.

    Hins vegar hefur ekki verið að sjá á sölutölum síðustu missera að þetta hafi komið mikið niður á t.d. vaktarþáttunum.

    Í gegnum tíðina hafa samtök höfundarréttarhafa allt vælt yfir því nýjasta hverju sinni, seguluböndum, vídeóspólum, cd, dvd etc.

    Skrýtið hvað þeir virðast alltaf berja hausnum í steininn í staðinn fyrir að vinna með nýjungunum!

  54. Höfundarréttur og Stöð 2 | How to be Good segir:

    [...] færsla um Stöð 2 og höfundarrétt, umræðurnar sem spinnast útfrá færslunni eru ekki síður [...]

  55. Finnur segir:

    Margrét segir:

    Ég verð einnig að segja að mér líkar ekki sá verkferill að auglýsingastofur sæki myndir á flickr og prófi þær og hafi ekki samband við höfundinn fyrr en ljóst er að myndin verði notuð. Ég veit ekki betur en að það sé ólöglegt að HALA NIÐUR tónlist, hvort sem þú notar hana eða ekki. Það er ólöglegt að hala niður tónlist, jafnvel til einkanota. Það sama ætti að eiga við um ljósmyndir.

    Margrét, ef það væri ólöglegt að hlaða niður myndir þá hefðum við enga möguleika á að vafra um netið og skoða þær. Þú skoðar ekki myndir eða annað efni á vefnum án þess að hlaða viðkomandi efni niður, ef viðkomandi mynd hleðst ekki niður í vélina þína þá getur þú einfaldlega ekki séð hana (Vafrinn er með eintak af myndinni í möppu hjá sér). Þú kemst því ekki hjá því að vera með eintak í vélinni hvort sem að þér líkar það betur eða verr.

    Hlynur, að sama skapi, varan (ljósmyndin) er þegar komin heim til mín við það eitt að ég skoða hana, þess vegna finnst mér samlíking við dyravörslu í verslun ekki eiga við. Kúnninn fær í raun vöruna heim til sín endurgjaldslaust en svo á hann auðvitað að ganga frá leyfi og greiðslu ef hann hyggst notfæra sér vöruna í öðrum tilgangi en að bara skoða hana óbreytta heima sjá sér prívat og persónulega.

    Mér finnst það frábært ef að auglýsingastofur eða aðrir aðilar vilja nota myndirnar mínar (Gerist allt of sjaldan) og í þeim málum sem ég þekki til þá eru þær afar fljótar að leiðrétta mistök þegar myndir eru notaðar án þess að leyfismál séu frágengin fyrirfram. Hins vegar finnst mér það afar pirrandi að þegar ýmis samtök og háskólakennarar (allir á góðum launum) eru að betla frí afnot af myndum. Bara að svara svara slíkum póstum tekur tíma, hvað þá að finna myndir, og senda í fullri upplausn endurgjaldslaust á viðkomandi aðila tekur einnig dýrmætan tíma (Svo ekki sé minnst á sjálfa myndatökuna, úrvinnsluna og birtinguna). Það er eins og mörgum finnst það bara sjálfsagt að þeir sem taka ljósmyndir vinni frítt.

  56. Hlynur H segir:

    @Finnur, reyndar í þessu tilfelli þá ertu að tala um cache á vafranum, að myndin vistist sjálfkrafa þar.
    Vandinn er sá í tilfellu auglýsingastofunnar og st2 er sá að þeir nýttu myndina án tilskilinna leyfa og hófu sýningu án tilskilinna leyfa.
    Þetta með dyravörsluna var bara til að leggja áherslu á að ég hef verið við ýmsa öryggisvinnu.
    En þegar þú tekur vöru í verslun og er kominn með hana fram fyrir öryggislínu hvort sem það er óvart eður ey, þá telst það til þjófnaðar og er kært í lang flest öll tilfelli. Svo hvar er þetta öðruvísi ?? geturðu ekki útskýrt það eða ertu bara að fara í hringi með þetta?

  57. Simmi segir:

    Ætli þeir hafi ekki bara fengið samþykki frá framleiðendum How I Met Your Mother til þess að byrta þetta….

  58. Finnur segir:

    Sæll Hlynur,

    vissulega má kalla möppuna í vafranum “cache” en það breytir ekki þeirri staðreynd að viðkomandi efni er sótt yfir í viðkomandi tölvu til þess að hægt sé að skoða hana. Varan (myndin) fer með þessum hætti alla leið heim til manns, yfir allar öryggislínur sem maður kann að setja sér.

    Ég er auðvitað sammála þeirri staðreynd að þegar höfundaréttarvarið efni er notað í óleyfi þá er það vitaskuld þjófnaður, um það er ekki deilt. Hins vegar er verið að deila um viðbrögðin við slöppum vinnubrögðum hjá auglýsingastofunni, hvort eigi að hlaupast upp til handa og fóta og kæra þegar handvömm eiga sér stað eða hvort að taka eigi á uppákomunni með jákvæðum hætti og einfaldlega senda reikning á ábyrgðaraðila. Í þessu tilviki hefði ég sent Stöð 2 reikninginn og látið Stöð 2 um að rekja málið og láta þá rukka “sökudólginn”.

    Hugsanlega mætti líkja þetta við kúnna sem labbar inn í verslun, nær sér í kókómjólk og drekkur hana í búðinni og ætlar sér svo að greiða vöruna við kassa með því að framvísa tómu fernunni ásamt öðrum vörum sem hann hefur keypt. Þar mætti í raun starfsmaður á kassa, með réttu, kalla á öryggisvörð og láta kæra viðkomandi kúnna fyrir þjófnað enda hefur hann neytt vörunar án þess að greiða fyrir hana fyrirfram. Í reynd kippir sér starfsmaðurinn á kassa ekkert yfir þessu heldur lætur kúnnann einfaldlega greiða fyrir vöruna þótt þegar sé búið að neyta hennar.

    Ég tel mig ekki vera að fara í hringi með þetta mál, heldur er ég bara að benda á að þetta mál er ekki bara svart og hvítt heldur eru viðskipti manna á milli í grunninum samvinna og best er að leita lausnar á samvinnugrundvelli þegar hallað er á einhvern í umræddum viðskiptum. Ef niðurstaða fæst ekki, þá neyðist maður til að fara í hart og jafnvel kæra enda er maður með fyrirfram gjörunnið mál enda er hin ólöglega birting augljóslega rækilega skjalfest.

  59. Hlynur H segir:

    “Hugsanlega mætti líkja þetta við kúnna sem labbar inn í verslun, nær sér í kókómjólk og drekkur hana í búðinni og ætlar sér svo að greiða vöruna við kassa með því að framvísa tómu fernunni ásamt öðrum vörum sem hann hefur keypt. Þar mætti í raun starfsmaður á kassa, með réttu, kalla á öryggisvörð og láta kæra viðkomandi kúnna fyrir þjófnað enda hefur hann neytt vörunar án þess að greiða fyrir hana fyrirfram. Í reynd kippir sér starfsmaðurinn á kassa ekkert yfir þessu heldur lætur kúnnann einfaldlega greiða fyrir vöruna þótt þegar sé búið að neyta hennar.”

    Þarna ertu með allt aðra samlíkingu, þeir voru ekki að ganga að kassanum, þeir voru komnir frá kassanum útúr bygginguni og útí bíl áður en þeir voru gripnir fyrir þjófnaðinn.

    Í þessu tilfelli hefði ég bara einfaldlega beðið þá um að fjarlægja myndina mína , ég get ímyndað mér kostnaðinn við það… hvort sem ég hefði verið að fá einhverja aura fyrir myndina þá er kostnaðurinn við vinnuna margfalt meiri.

  60. Finnur segir:

    Sæll Hlynur,

    Í kókómjólksamlíkingunni hefur viðkomandi gengið enn lengra en að hlaupa úti í bíl, hann er þegar búinn að eyða vörunni og ef sölumaðurinn hefði móðgast og ekki viljað eiga í viðskiptum við kúnnann þá hefði kúnninn ekki einu sinni getað skilað vörunni enda er hún endanlega horfin.

    Þú segir að í þessu tilviki hefði þú beðið auglýsingastofuna að fjarlægja myndina og í framhaldi af því bakað henni auka vinnu og fyrirhöfn. Í raun tapa þá allir. Þú færð engar greiðslur og auglýsingastofan þarf að vinna hluta af vinnunni upp á nýtt. Hvað vinnst eiginlega með því? Það er nokkuð ljóst að hvorki Stöð 2 né viðkomandi auglýsingastofa muni nokkurn tímann vilja eiga í viðskiptum við þig í framtíðinni. Viðskipti byggjast á samvinnu og maður þarf að hugsa málið ögn lengra en að refsa harkalega fyrir einstaka afglöp.

  61. Salvör segir:

    Það hefði verið sniðugra hjá þeim sem gerðu þessa auglýsingu að leita í flickr aðeins að efni sem er með by-2.0 höfundarrétti, efni þar sem myndhöfundur hefur gefið leyfi til að nota það í ýmis konar endurblöndun:
    http://www.flickr.com/creativecommons/by-2.0/

    Ég vil vekja athygli á hve höfundarréttarlög og hefðbundinn höfundarréttur varðandi myndefni er hamlandi fyrir sköpun. Eins og er þá eru þessi mál í svo mikilli steik að eina skynsama leiðin fyrir skólakerfið (ég vinn þar) og opinbera aðila og aðila sem ekki hafa mikið fé er að sniðganga sem mest efni með hefðbundnum höfundarrétti.

    Það þarf hins vegar að vera einhver mekanismi sem gerir fýsilegt fyrir atvinnumenn í ljósmyndum að gefa myndir sínar út undir opnum höfundarleyfum.

    Annars er ég með umræðu um þetta á blogginu mínu, sjá hérna.

  62. elva segir:

    finnur, eg efast um að þetta fyrirtæki muni nýta sér íslenskar myndir aftur eftir að þetta komst upp, sérstaklega ekki við þennan aðila fyrst hann eða vinir hans voru svo glöggir að koma auga á þetta.
    Kæmi mér ekkert á óvart ef þeir væru ekki að borga á þessum erlendu síðum heldur.

    Þó verð ég að vera sammála þeim sem sögðu að það væri full langt gengið að fara réttlæta niðurhali á fangavaktinni út af þessu.

    En þó verð ég nú að spyrja hví sum ykkar eru svona æst í að verja þetta fyrirtæki, sérstaklega eftir það sem hefur átt sér stað hérna í samfélaginu, þaaað er blessaðans bankahrun sem enginn vil taka ábyrgð á, annað en það að þetta hafi nátturulega verið “mistök í ferlinu”. Er það ekki alltaf þannig þegar fólk eða fyrirtæki eru gómuð við stuld eða svik? Alltaf einhver blessaðans mistök sem verða. ég verð að segja að ég er orðin ansi þreytt á þessu svari.

    Þeir mega þó eiga það að þeir viðurkenndu mistökin en þó ekki fyrr en upp um þá komst. Það má svo sem deila um þetta fram og til baka, það verða alltaf einhverjir með og á móti

  63. Áki segir:

    það væri alveg jafn bjánalegt hjá ykkur að kæra þetta og það er hjá smáís að kæra downloadendur. Við búum á íslandi ekki í bandaríkjunum

  64. Þáttur #019 – Betra seint en aldrei | Helginn segir:

    [...] Glæpur að stela Fangavaktinni, en ekki ljósmyndum? [...]

  65. Ari Kristinn Gunnarsson segir:

    Sveinbjörn Pálsson skrifaði

    “Vinnuferlið gengur þannig fyrir sig að ég finn til nokkrar myndir, prófa að nota þær…”

    Myndunum er semsagt niðurhalið án tilskilinna leyfa frá höfundarrétthafa ?

  66. Finnur segir:

    Ari,

    hvernig skoðar þú myndir á netinu án þess að hlaða þær niður? Spyrð þú ávallt rétthafa um leyfi fyrst? Við það eitt að sjá myndir á heimasíðum þá ertu búinn að hlaða myndunum niður í tölvuna þína.

  67. Helgi Hrafn segir:

    Finnur, það átta sig allir á því að niðurhalið sem vafrinn þarf að gera til þess að geta birt myndirnar er ekki eins og þegar áðili vistar myndina sér til noktunar, vinnslu eða birtingar á öðru formi.

    Jú auðvitað þarf vafrinn að hafa þetta einhverstaðar á vélinni til birtingar, en í all flestum vöfrum í dag er limit á þessari geymslu (cache), eða þessu er jafnvel hent þegar vafranum er lokað næst.

    Til dæmis er Firefox sem ég er að nota stilltur á 50MB. Það er alveg heill haugur af myndum, en ég er ekkert að fletta í gegnum möppuna sem vafrinn geymir þetta í mér til dunds og gaman.

  68. Finnur segir:

    Sæll Helgi Hrafn,

    Ég er ekki svo viss um að allir átti sig á því hvernig vafrar virka í tölvum, að efnið sé hlaðið niður þótt viðkomandi geri sér ekki far um að vista það sérstaklega. Fæstir notendur tölva hafa nokkurn áhuga á því hvernig tölvur virka í raun og veru.

    það breytir ekki þeirri staðreynd að myndin er kominn í tölvuna þína og ef fólk er ekki að stilla þetta hjá sér þá er algengt að allt geymist í um 20 daga og plássið er oft stillt á að allt að 1024 MB.

    Ég skil ekki þessa viðkvæmni um að fólk sé að vista viðkomandi myndir (fyrir utan í möppuna í viðkomandi vafra) og jafnvel föndra með þær. Hvað er þetta öðruvísi og þetta fólk er klippa niður myndir í tímaritum og líma í úrklippubók?

    Auðvitað á maður svo að fá leyfi rétthafa ef maður ætlar að svo að láta öðrum efnið í té, hvort sem maður gerir það með því að dreifa því, birta það, selja það, gefa það og svo framvegis.

  69. Einar segir:

    Í raun snýst þetta frekar um pirring vegna framferðis stöð 2 stef og Smáís.
    þar eru menn og oftast karkkar eltir uppi og stiplaðir glæpamenn fyrir að sækja uppáháldtónlistina sína.
    Gert að greiða allskins tolla og gjöld til að “bæta” höfundum hugsanlega tap! Flestum finnast þau gjöld ósangjörn og framferði smáis skitlegt og eykur það ekki líkurnar á að menn hugsi sig tvisvar um þegar lag er fjölfaldað!

    Hinnsvegar að skoða mynd í vafra líkara því að hlusta á lag í youtube.
    Sé ekki glæpinn vi það.

    Hinnsvegar að hlaða myndum niður og fitla við þær, skoða og prófa í öðrum forritum er í mínum huga líkt ag hlaða lagi niður og skella því í ipoad til frekari skoðunar.
    Smáis keppist við að kalla slíkt glæp. Flestum öðrum finnst það svona takmarkaður krimmaháttur þegar þú hvort sem er ert að borga fyrir það í tollum og gjöldum.

    Ef menn hinnsvegar hlaða mynd niður setja í framleiðslu og selja þá finns mér það eins og að hlaða niður plötu brenna og selja og það finnst mér glæpur.
    En hér finnst notendum það nokkuð sjálfsagt og greiða svo bara fyrir það, eftirá ef þeir eru gúffaðir.
    Ekki fallegt.

    En í raun og veru snýst þráðurinn því um tvöfalt siðferði.

    Það er meira en stigsmunur á að hlaða niður lögum til egin notkunar og að hlaða niður efni og selja!
    það er eðlismunur.

    E.Har

  70. kristjan segir:

    Til að fyrirbyggja (eyða) miskilningi varðandi niðurhal þá verða menn að gera sér grein fyrir því að ljósmyndari setur mynd á netið með það fyrir augum að sýna hana almenningi og eða til þess að myndnotendur hafi aðgang að henni. í flestum ef ekki öllum tilvikum gera þeir sér grein fyrir því að myndin fer í skamtíma minni tölvu sem á að virka eins og skamtímaminni heilans. Staldrar stutt við.

    Flestir þeir sem einnig hafa atvinnu (eða hliðartekjur) af sölu mynda vita einnig að auglýsingastofur sem og ýmsir aðrir myndnotendur sækja myndir og nota sem prufur (layout). Það er allt gott og gilt svo framarlega sem hægt er að treysta því að ekki verði síðan mistök í framhaldsferlinu og “gleymist” að sækja um frekari leyfi.

    í tilviki prentgripa þarf oftar en ekki að sækja um leyfi og fá um leið útgáfu af efninu sem er miðuð við að standast slíkar gæðakröfur. Í tilviki netvinnslu og smá mynda þá duga stundum netmyndir.

    Það er því ekkert óeðlilegt per se ef einhver sækir myndir. Það er hluti af þjónustu sem myndseljendur veita að menn geti sót myndir til skissugerðar enda getur slíkt orðið til að auka sölu.

    Hvað varðar orð Salvarar hér að ofan þá dæma þau sig sjálf og skilningur hennar á myndum og myndnotkun fyrir neðan allar hellur og með ólíkindum að manneskja innan háskólasamfélagsins skuli veitast að myndhöfundum eins og hún gerir bæði hér og á bloggi sínu. Og enn sérkennilegra í ljósi herferðar hennar sjálfrar á hendur aðilum fyrir “endurvinnslu” verka.

    Það er ekki til neitt það kerfi sem gerir myndhöfundum hagstætt að gefa sjálfkrafa myndir sýnar. Slíkt skilar engu til myndhöfundar og allt tal um annað er útópískt lygasamfélag. Slíkt er byggt upp til að plata unga myndhöfunda í það ferli að gefa frá sér verk sín og fer sem eldur um sinu um netheima núna ýmist í formi CC, eða samkeppna alskonar sem hafa í skilmálum sínum að rífa af mönnum höfundarétt.

    Mynd frá myndhöfundi er endanlegt verk. Alveg eins og tónverk og önnur verk. Þó túlka megi tónlist í flutningi er slíkt ekki hægt með myndir nema í því samhengi sem þær byrtast. Myndir eru ekki “framleiddar” sem kubbar til að byggja með. Myndverk eru loka útgáfa af sköpunarferli höfundar og í hans huga endanleiki útkomunnar.

    Vilji menn sjá verkið öðru vísi þá er þeim heimilt að byggja nýtt verk á slíkum grunni með sínum útúrdúrum en til þess verða þeir hinir sömu líka að byrja á grunninum ekki byggja á verki annarra né ræna þeirri þekkingu sem þeir hafa öðlast. Hafi menn ekki færni til að byggja grunninn verða menn að sættast við það og byggja grunn og verk á þann máta sem kunnáttan leyfir.

  71. Margrét O. Leópoldsdóttir segir:

    “Margrét, ef það væri ólöglegt að hlaða niður myndir þá hefðum við enga möguleika á að vafra um netið og skoða þær. Þú skoðar ekki myndir eða annað efni á vefnum án þess að hlaða viðkomandi efni niður, ef viðkomandi mynd hleðst ekki niður í vélina þína þá getur þú einfaldlega ekki séð hana (Vafrinn er með eintak af myndinni í möppu hjá sér). Þú kemst því ekki hjá því að vera með eintak í vélinni hvort sem að þér líkar það betur eða verr.”

    Finnur, Helgi Hrafn svarar þessu í raun fyrir mig:

    “Finnur, það átta sig allir á því að niðurhalið sem vafrinn þarf að gera til þess að geta birt myndirnar er ekki eins og þegar áðili vistar myndina sér til noktunar, vinnslu eða birtingar á öðru formi.

    Jú auðvitað þarf vafrinn að hafa þetta einhverstaðar á vélinni til birtingar, en í all flestum vöfrum í dag er limit á þessari geymslu (cache), eða þessu er jafnvel hent þegar vafranum er lokað næst.”

    Finnur mér finnst sérkennilegt að þú gerir ráð fyrir því að fólk sé svo vitlaust að vita ekki að vafrarinn geymir afrit af því sem þú skoðar á netinu. Auðvitað á ég ekki við þesskonar niðurhal, enda þekki ég nú engan sem fer í cache til að ná sér í gögn og nota þau þaðan.

    Þú skilur heldur ekki í því að eigendur ljósmynda með fullan höfundarrétt skuli vera viðkvæmir fyrir því að verið sé að nota myndirnar þeirra án leyfis, þó það sé bara til einkanota. Af hverju að gera slíkt í óleyfi þegar hægt er að gera það með leyfi. Ég hef margoft fengið óskir um slíkt og nánast undantekninga laust veitt leyfi fyrir slíkri notkun. Það var mjög einfallt og fljótlegt fyrir viðkomandi.

    Þetta snýst um að bera virðingu fyrir vinnu og verkum annarra.

  72. Finnur segir:

    Sæl Margrét,

    allt sem þú bendir á hef þegar skrifað um og ætla ég ekki að endurrita skrif mín hér.

    Eitt verð ég þó að taka fyrir; þú segir:

    ,,Þú skilur heldur ekki í því að eigendur ljósmynda með fullan höfundarrétt skuli vera viðkvæmir fyrir því að verið sé að nota myndirnar þeirra án leyfis, þó það sé bara til einkanota”

    Vil í þessu samhengi bara taka undir það sem Kristján segir: ,,Flestir þeir sem einnig hafa atvinnu (eða hliðartekjur) af sölu mynda vita einnig að auglýsingastofur sem og ýmsir aðrir myndnotendur sækja myndir og nota sem prufur (layout). Það er allt gott og gilt svo framarlega sem hægt er að treysta því að ekki verði síðan mistök í framhaldsferlinu og “gleymist” að sækja um frekari leyfi.”

    Sem sagt, flestir atvinnumenn í greininni gera ráð fyrir að myndir eru vistaðar, jafnvel unnið með þær en síðan er auðvitað haft samband við rétthafa til að ganga frá afnotaréttinum.

    Ef ekki er haft samband, þá er vitaskuld verið að brjóta á manni, um það hef ég aldrei deilt um.

    Ég hef oftar en einu sinni lent í að myndir séu stolnar af mér, jafnvel notaðar í auglýsingaherð hjá virtum fyrirtækjum eða til kynningar og er ég auðvitað ósáttur við slíkt og hef gengið á eftir greiðslum í sumum tilvikum. Ég sé einnig auðveldlega hverjir endurbirta án leyfis mínar myndir á vefsíðum sínum, því að þeir eru ekki bara að stela myndinni heldur einnig bandvíddinni.

    Ég verð þó að viðurkenna að ég hef aldrei fengið beiðni frá neinum aðila þar sem óskað er eftir leyfis að fá smella á “save as” á einhverri mynd á heimasíðu minni og vista í einhverja möppu hjá sér þannig að viðkomandi geti skoðað myndina prívat og persónulega án þessa að aðrir sjá til (Sem sagt til einkanota). fengi ég slíkan póst myndi ég ekki nenna að smella á reply.

    Ég fæ þó stundum pósta frá til dæmis Háskólakennurum sem vilja nota myndir mínar frítt og sendi ég þeim þá einfaldlega verðlista um hæl.

    Margrét, þú segir einnig:
    ,,Finnur mér finnst sérkennilegt að þú gerir ráð fyrir því að fólk sé svo vitlaust að vita ekki að vafrarinn geymir afrit af því sem þú skoðar á netinu. Auðvitað á ég ekki við þesskonar niðurhal, enda þekki ég nú engan sem fer í cache til að ná sér í gögn og nota þau þaðan.”

    Það er nú kannski málið, fólk veit ekki af þessu Cache (Þessari möppu) því ferð það vitaskuld ekki í hana til að sækja efni.
    Vafrinn er nú samt alltaf að kíkja á þetta cache þegar þú ferð aftur á sömu síðu svo að tölvan þurfi ekki að sækja allt efnið yfir netið upp á nýtt. En flest það fólk sem ég þjónusta hefur ekki hugmynd um cache í vafra og hversu mikið pláss það er að nýta af harða diskinum. Ég lendi margsinnis í því að hreinsa umrætt Cache hjá fólki og getur það tekið margar mínútur að tæmast, magnið er það mikið og er að fullu aðgengilegt.

  73. Léleg vinnubrögð eða heiður? | Helgi Hrafn Halldórsson segir:

    [...] að í þessu tilfelli er um heimildarþátt að ræða en ekki auglýsingu líkt og í grein minni Glæpur að stela Fangavaktinni, en ekki ljósmyndum? Deila með [...]

Skrifa athugasemd

/>

/>

Leyfilegt XHTML: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <strike> <strong> <pre lang="" line="" escaped="">