iPhone 3GS í ELKO

15. nóvember 2009 kl. - Helgi Hrafn

iPhone ELKOÉg fékk þær fréttir í dag að ELKO er farið að taka við forpöntunum á iPhone 3GS 16GB. Það er sem sagt loksins farið að selja iPhone í verslunum hér á landi. Hingað til hefur þetta verið í höndum Sigurðar Þórs sem rekur iPhone.is, en þar uppfyllir hann aðeins eins árs ábyrgð. Nú getur þú fengið símann með tveggja ára ábyrgð frá ELKO.

Skv. vefsíðu ELKO eru þetta aflæstir símar sem hingað til hafa alltaf verið dýrari en þeir læstu. Verðið er heldur ekkert út úr kortinu miða við verðskránna á iPhone.is. En fyrir auka ár í ábyrgð fyrir 10.000 er þess virði. Reyndar var verðmunurinn upphaflega um 3.000, en Sigurður er kominn með tilboðsverð uppá 149.995 á móti 159.995 í ELKO.

En það er ein spurning sem ég velti fyrir mér. Ætli þetta sé gert með vitund Apple Inc? Hingað til hafa það alltaf verið símafyrirtækin sem hafa fengið endursölurétt.

Deila með öðrum:
  • Facebook
  • Twitter
  • Digg
  • StumbleUpon
  • del.icio.us
  • Google Bookmarks
  • Tumblr
  • LinkedIn
  • email

Athugasemdir (2) við “iPhone 3GS í ELKO”

  1. Þáttur #019 – Betra seint en aldrei | Helginn segir:

    [...] iPhone 3GS í ELKO [...]

  2. Helgi Hrafn Halldórsson segir:

    iPhone stríð á Íslandi…

    Nú er það komið á hreint að Síminn og Nova hafa bæst í hóp söluaðila iPhone á Íslandi. Hingað til hefur það aðeins verið Sigurður Þór, sem rekur iPhone.is, sem hefur útvegað Íslendingum iPhone síma frá Ítalíu. Um daginn bættist ELKO í hópinn og í dag v…

Skrifa athugasemd

/>

/>

Leyfilegt XHTML: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <strike> <strong> <pre lang="" line="" escaped="">