Færslur með efnisorðið ‘Auglýsing’

Glæpur að stela Fangavaktinni, en ekki ljósmyndum?

11. nóvember 2009 kl. - Helgi Hrafn

Ég fékk ábendingu frá félaga mínum í dag um efni í næsta Helginn þátt. En mér fannst ég verða að skrifa um þetta fyrst. Þétta snýst um nýju jóla auglýsingu Stöðvar 2 og notkun þeirra á höfundarréttarvörðu efni í leyfisleysi.

Get the Flash Player to see the wordTube Media Player.

Í kringum 38 sekúndu er Gillz að gráta yfir sjónvarpinu og ef þið skoðið þetta atriði nánar má sjá fallegt jólaveður út um gluggan á bak við hann.

ZZ153946F7

Þessi fallega jólamynd er tekin af félaga mínum Hlyni Þór Jenssyni og hann er með þessa mynd á Flickr síðunni sinni. Ég er búinn að ræða við hann og fékk leyfi til að birta myndina hans hérna á vefnum mínum.

hlynurj-snjor

Ég setti þessar myndir saman í eina til að sýna þetta betur. Það sést greinilega á trjánum, húsinu, ljósastaurnum og bara öllu að þetta er myndin hans Hlyns.

hlynurj-snjor-stod2

Þetta finnst þeim hjá Stöð 2 í lagi, en það má ekki niðurhala Fangavaktinni? Það þarf eitthvað að skoða þessa siðferðis hugsun þeirra Stöð 2 manna.