Færslur með efnisorðið ‘Höfundarréttur’

Léleg vinnubrögð eða heiður?

27. nóvember 2009 kl. - Helgi Hrafn

Ég fékk aðra ábendingu um notkun myndar í leyfisleysi. Vinnufélagi minn Þorsteinn Ólafsson og kona hans fengu ábendingu um að mynd af vefsvæði tvíbura þeirra væri í þættinum Nýsköpun – Íslensk Vísindi. Í kringum 3:20 má sjá þessa mynd koma fram með öðru línuriti til hliðar.

aettartre-tv

Myndin sem um ræðir er mynd sem Þorsteinn og frú bjuggu til af ættartréi tvíbura þeirra. Aftur á móti skal hafa það í huga að undirliggjandi mynd af trénu er ekki eftir þau. Aðeins er um eftirvinnsluna að ræða. Það sem er athyglisvert við þetta atvik er hinsvegar að myndin er fyrst á myndaleit Google þegar leitað er að ættartré.

aettartre-google

Þannig nú spyr ég. Er um léleg vinnubrögð að hálfu RÚV (eða Lífsmyndar, fyrirtæki Valdimars Leifssonar) að ræða eða ættu þau Þorsteinn og Thelma að taka þessu sem heiður?

Hafa skal í huga að í þessu tilfelli er um heimildarþátt að ræða en ekki auglýsingu líkt og í grein minni Glæpur að stela Fangavaktinni, en ekki ljósmyndum?

Glæpur að stela Fangavaktinni, en ekki ljósmyndum?

11. nóvember 2009 kl. - Helgi Hrafn

Ég fékk ábendingu frá félaga mínum í dag um efni í næsta Helginn þátt. En mér fannst ég verða að skrifa um þetta fyrst. Þétta snýst um nýju jóla auglýsingu Stöðvar 2 og notkun þeirra á höfundarréttarvörðu efni í leyfisleysi.

Get the Flash Player to see the wordTube Media Player.

Í kringum 38 sekúndu er Gillz að gráta yfir sjónvarpinu og ef þið skoðið þetta atriði nánar má sjá fallegt jólaveður út um gluggan á bak við hann.

ZZ153946F7

Þessi fallega jólamynd er tekin af félaga mínum Hlyni Þór Jenssyni og hann er með þessa mynd á Flickr síðunni sinni. Ég er búinn að ræða við hann og fékk leyfi til að birta myndina hans hérna á vefnum mínum.

hlynurj-snjor

Ég setti þessar myndir saman í eina til að sýna þetta betur. Það sést greinilega á trjánum, húsinu, ljósastaurnum og bara öllu að þetta er myndin hans Hlyns.

hlynurj-snjor-stod2

Þetta finnst þeim hjá Stöð 2 í lagi, en það má ekki niðurhala Fangavaktinni? Það þarf eitthvað að skoða þessa siðferðis hugsun þeirra Stöð 2 manna.