Stjarnan – Þór Ak
8. febrúar 2009 kl. - Helgi HrafnVið hjónin fórum á körfuboltaleik Stjörnunnar – Þór Akureyri. Ég var búinn að vera í sambandi við Jón Orra, einn leikmann Þórsaranna, um að ég mundi mæta á leikina þeirra hérna í borginni.
Þessi leikur var rosalega spennandi á köflum. Að undanskildum fyrsta leikhluta hafði Stjarnan alltaf yfirhöndina í leiknum. Þór náði samt að jafna nokkrum sinnum, en Stjarnarn gaf þá bara í á ný. Að mínu mati voru Þórsarar að reyna við 3gja stiga skot af allt of löngu færi, og náðu svo of fáum sóknarfráköstum. Á meðan Stjarnan setti niður hverja 3gja stiga körfuna. En þegar ég skoða tölfræðina á kki.is sé ég að bæði liðin voru með 14 3gja stiga körfur, en Stjarnar með 48,3% nýtni og Þór með 40%. Baráttuandinn í Þórsurum dugði ekki til sigurs í þessum leik, og heimamenn sigruðu með 14 stiga mun. Lokatölurnar voru Stjarnan 110 – 96 Þór.
Þetta tap er sjöunda tap Þórsaranna í röð og eru menn orðnir hræddir við fall í deildinni.
Koma svo Þórsarar!
Efnisorð: Körfubolti, Stjarnan, Þór
9. febrúar 2009 kl. 10:40
jamm, þetta var góður leikur. Þórsararnir hefðu mátt hanga aðeins betur í Stjörnunni undir lokin, en það gekk ekki alveg upp.
9. febrúar 2009 kl. 13:16
Helvítis fokking fokk, það er eiginlega það eina sem hægt er að segja um þennan leik!
9. febrúar 2009 kl. 13:20
@Aníka: Jamm, það var rosalega spennandi þegar síðasti leikhlutinn var hálfnaður, þá munaði bara nokkrum stigum á að Þórsararnir náðu að jafna á ný. En þá fóru Þórsararnir að missa menn út af vegna villna.
@Hrafn: Hvar varst þú? Er það satt sem ég heyri að þú sért með brjósklos, og bakið er að drepa þig?
11. febrúar 2009 kl. 09:01
Fréttir af andláti mínu eru stórlega ýktar Hinsvegar er bakið í einhverju rugli, fór samt á fyrstu æfinguna í nærri 2 vikur í gær og bakið hélt. Sem er jákvætt, haha. Þitt nýja lið stóð sig ekki nægilega vel í gær, fórstu á leikinn?
11. febrúar 2009 kl. 11:05
Nei, ég mætti ekki á leikinn. Ég vissi ekki einu sinni af leiknum. Ég er ekki enn búinn að heyra í Gísla, sko.
En leikurinn var spilaður í næsta húsi við mig. Ég hefði betur átt að mæta, mar