Nota prófíl mynd frá Gravatar

22. janúar 2009 kl. - Helgi Hrafn

Nú eru nokkrir farnir að nota Wordpress í kringum mig. Hver og einn þeirra er líka með notanda á Wordpress.com/Wordpress.org til að fá hjá þeim API lykill vegna tölfræði upplýsinga sem er hægt að komast í, og líka til að notast með Akismet. Með þessu öllu saman verður til notandi á vefsíðunni Gravatar.com. Gravatar stendur fyrir globally recognized avatar (Wikipedia hlekkur). Á þessari síðu eru notendur með einskonar prófíl mynd sem tengist netfanginu þeirra. Þær síður sem notast svo við þjónustuna sem Gravatar.com býður upp á, birta þessa prófíl mynd. Til dæmis á síðunni minni og Aníku þá birtast myndir lesenda við athugasemdirnar sem þeir skrifa.

Til þess að nýta sér þessa þjónust þarft þú sem lesandi einfaldlega að stofna þér aðgang á Gravatar.com. Þetta eru nokkur skref að fara í gegnum.

  1. Fara á http://en.gravatar.com/site/signup/
  2. Skrá netfangið sem á að nota
  3. Fara í pósthólfið á valda netfanginu og staðfesta skránignuna
  4. Skrá kenninafn þitt og velja þér lykilorð
  5. Þá er aðgangurinn kominn, og ekkert eftir nema að velja myndina sem þú vilt nota

Þið sem eruð að skrifa athugasemdir á vefinn hjá mér, endilega að stofna svona aðgang og þá kemur mynd af ykkur með athugasemdinni.

Takk í bili.

Deila með öðrum:
  • Facebook
  • Twitter
  • Digg
  • StumbleUpon
  • del.icio.us
  • Google Bookmarks
  • Tumblr
  • LinkedIn
  • email

Efnisorð: , ,

Athugasemdir (4) við “Nota prófíl mynd frá Gravatar”

  1. Egill segir:

    Núna ætti að koma mynd af mér með þessari athugasemd, ef þetta dót virkar.

  2. Egill segir:

    Nei virkaði ekki, þarf þetta einhvern tíma til að virka? Ég er a.m.k. búinn að setja inn mynd inn á Gravatar og notaði sama email-ið og skráð er þar.

  3. Egill segir:

    Íííííhhaaa þetta virkar :o )

  4. Helgi Hrafn segir:

    Helduru að ég sé eitthvað að bulla þegar ég blogga :D

Skrifa athugasemd

/>

/>

Leyfilegt XHTML: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <strike> <strong> <pre lang="" line="" escaped="">