Hvernig tengi ég RJ45 vegg tengi

2. febrúar 2009 kl. - Helgi Hrafn

Sæl, ég dagset þessa færslu sem 2. feb 2009 þar sem ég er ennþá netlaus í Asparholtinu.

Aftur á móti fór ég að ganga frá nettengingum í Asparholtinu, þar sem íbúðin hefur Rj45 tengi í veggnum, líkt og íbúðin okkar í Stekkjartúninu. Mig langar að ganga þannig frá öllu að routerinn verði bara inní rafmagnstöflunni og tengi símalínuna beint í hann. En þegar ég var búinn að ganga frá hausunum á kaplana sem liggja inní herbergi og tengja þá við routerinn (samt án þess að vera með síma), þá kemur ekkert samband. Þá opnaði ég dósina í veggnum og sá að vírarnir voru vitlaust tengdir. En ég kann ekki að tengja þetta RÉTT. Þú spyrð þig kannski hvenrig ég sá samt að þetta væri vitlaust. Jú, vegna þess að það eru litir á hverjum vír og merkingar á dósinni, og þeir gengu ekki saman. Þá spyrð þú þig líka, af hvejru tengdi ég þetta ekki bara rétt. Jú, vegna þess að hvítlituðu víranir gengu heldur ekki saman.

En ég er búinn að skoða aðeins á netinu og er búinn að komast að því að ég verð bara að prufa mig áfram og nota þetta sem fyrirmynd.

Deila með öðrum:
 • Facebook
 • Twitter
 • Digg
 • StumbleUpon
 • del.icio.us
 • Google Bookmarks
 • Tumblr
 • LinkedIn
 • email

Athugasemdir (2) við “Hvernig tengi ég RJ45 vegg tengi”

 1. Hlynur segir:

  Heppinn að rafvirkinn sem tengdi þetta í upphafi ákvað ekki að hafa bara einn kapal raðtengdan inn á allar dósirnar. Þá geturðu tengt síma í hvaða tengil sem er (notar bláa parið 4/5) og EINA tölvu við router sem myndi nota GRÆNA og APPELSÍNUGULA parið. Það er orðið alltof algengt að rafvirkja tengi þetta þannig.
  Ef tölvusambandið virkar ekki þá er mjög líklegt að græna og appelsínugula parið sé víxlað öðru hvoru megin (crossover).

 2. Helgi Hrafn segir:

  Jamm .. ég reyni alltaf að fara eftir TIA-568B. Skoðaði svo inní dósina betur kvöldið eftir og komast að því að þetta var alveg í lagi. Litaskilgreiningarnar voru bara í takt við sitt hvorn staðalinn. Svo skoðaði ég hausana sem ég setti á kaplana í töflunni, þá hafði ég snúið þessu alveg við, s.s. raðað TIA-568B litaröðinni öfugt. :P

Skrifa athugasemd

/>

/>

Leyfilegt XHTML: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <strike> <strong> <pre lang="" line="" escaped="">