Kveikja á network timemachine backup

26. febrúar 2009 kl. - Helgi Hrafn

Ég lenti í því í dag að einn harðdiskurin hjá mér “dó”. En þegar ég skoðaði þetta nánar þá komst ég að því að SATA stýringin sem þessi diskur var tengdur við, var dauð. Þannig ég fékk mér nýja og tengdi allt á ný. Ekkert sérstakt við það, svo sem. Nema hvað að diskurinn sem ég hélt að væri dauður innihélt allar ljósmyndir fjölskyldunnar, og ég var ekki búinn að afrita tvö síðustu árin. Nú er ég búinn að ganga frá því.

Aftur á móti fór ég að skoða mig um á netinu, þar sem mér datt í hug að athuga hvort hægt væri að notast við Time Machine á Mac yfir samba share. Þá rakst ég á þessa blogg færslu http://blog.xemantic.com/2008/04/timemachine-backups-on-smb-share.html

Lausnin er einfaldlega að kveikja á möguleikanum með því að keyra skipunina hér fyrir neðan í terminal;

defaults write com.apple.systempreferences TMShowUnsupportedNetworkVolumes 1

og þá er hægt að velja til dæmis samba shared diska til að vera Time machine backup diskurinn.

Deila með öðrum:
  • Facebook
  • Twitter
  • Digg
  • StumbleUpon
  • del.icio.us
  • Google Bookmarks
  • Tumblr
  • LinkedIn
  • email

Efnisorð: , ,

Ein athugasemd við “Kveikja á network timemachine backup”

  1. Kveikja á network timemachine backup, hluti 2 | Helgi Hrafn Halldórsson segir:

    [...] skrifaði um um það hvernig kveikja skal á þeim möguleika að velja Network share disk sem afritunarstaður fyrir Time Machine á Mac um [...]

Skrifa athugasemd

/>

/>

Leyfilegt XHTML: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <strike> <strong> <pre lang="" line="" escaped="">