Færslur með efnisorðið ‘Time machine’

Kveikja á network timemachine backup, hluti 2

28. febrúar 2009 kl. - Helgi Hrafn

Ég skrifaði um um það hvernig kveikja skal á þeim möguleika að velja Network share disk sem afritunarstaður fyrir Time Machine á Mac um daginn.

defaults write com.apple.systempreferences TMShowUnsupportedNetworkVolumes 1

Ég lenti í bölvuðu veseni með þetta og var að fá villuskilaboðin “The backup disk image could not be created”,

Time Machine error

en þá rakst ég á http://roncox.org/7 og http://roncox.org/21.

Þar er sagt frá því að einhver uppfærslan á Leopard kom í veg fyrir að að það er hægt að notast við network drif með Time Machine, líklegast 10.5.2 miða við leitarniðurstöðurnar sem ég fékk. En lausnin er einföld, einfaldlega útbúa “backup disk image” á tölvunni hjá þér og síðan afrita það yfir á network drifið.

Heiti skráarinnar sem er útbúin saman stendur af heiti vélarinnar, MAC addressunni á Ethernet kortinu (án tvípunktanna) og svo .sparsebundle í endann. Vélin mín heitir H3mac, og við skulum segja að MAC addressan er 005673efd54e. Þar með yrði heitið á skránni hjá mér H3mac_005673efd54e.sparsebundle. Til að sjá MAC addressuna er einfaldast að fara í System Preferences, velja þar Network, velja svo Ethernet í vinstri valmyndinni, smella svo á Advanced, og velja svo flipan Ethernet.

MAC address

Myndin hans Rons frá http://roncox.org/12

Til að útbúa þessa skrá síðan (H3mac_005673efd54e.sparsebundle) þarf að opna Terminal og nota forritið hdiutil. Skipunin sem ég notaði er ekki alveg eins og Rons þar sem ég vildi gefa upp hversu stór skráin á að vera.

hdiutil create -size 185g -fs HFS+J -type SPARSEBUNDLE -volname "Backup of H3mac" H3mac_005673efd54e.sparsebundle

Síðan afritaði ég þessa skrá yfir á network drifið.

mv H3mac_005673efd54e.sparsebundle /Volumes/h3macbackup/

Þar með var þetta komið, og ég setti afritunina í gang.

Time Machine running

Annað

1. Ég reikna með að fólk kunni að útbúa network drif til að notast við þetta. Annars er er ég að notast við network drif á margmiðlunar þjóninum mínum. Þar er ég með nóg af plássi fyrir þetta. Sá þjónn keyrir Gentoo 2.6.26-r4 og notast ég við Samba aðalega fyrir gagnageymslu og margmiðlunarboxin, NFS til að spila HD efni á margmiðlunarboxinu í stofunni, og núna AFP fyrir afritunarplássið fyrir Mac Book Pro vélina mína.

2. Ég reikna líka með því að fólk kunni að tengjast network drifum á Mac. :P Opna Finder, velja Go, velja Connect to Server. Þar er síðan skrifuð inn slóðin til að tengjast drifinu. Ef það er yfir Samba er það smb://SERVER/SHARE_NAME, ef það er AFP er það afp://SERVER/SHARE_NAME. SERVER getur verið IP tala þjónins eða heiti.

Kveikja á network timemachine backup

26. febrúar 2009 kl. - Helgi Hrafn

Ég lenti í því í dag að einn harðdiskurin hjá mér “dó”. En þegar ég skoðaði þetta nánar þá komst ég að því að SATA stýringin sem þessi diskur var tengdur við, var dauð. Þannig ég fékk mér nýja og tengdi allt á ný. Ekkert sérstakt við það, svo sem. Nema hvað að diskurinn sem ég hélt að væri dauður innihélt allar ljósmyndir fjölskyldunnar, og ég var ekki búinn að afrita tvö síðustu árin. Nú er ég búinn að ganga frá því.

Aftur á móti fór ég að skoða mig um á netinu, þar sem mér datt í hug að athuga hvort hægt væri að notast við Time Machine á Mac yfir samba share. Þá rakst ég á þessa blogg færslu http://blog.xemantic.com/2008/04/timemachine-backups-on-smb-share.html

Lausnin er einfaldlega að kveikja á möguleikanum með því að keyra skipunina hér fyrir neðan í terminal;

defaults write com.apple.systempreferences TMShowUnsupportedNetworkVolumes 1

og þá er hægt að velja til dæmis samba shared diska til að vera Time machine backup diskurinn.