Hýsingaraðili að flytja vefi á milli þjóna
27. febrúar 2009 kl. - Helgi HrafnEftir að hafa hjálpað Bjögga, vefstjóra Maclantic, að færa Maclantic.com yfir á vefþjóna hjá MediaTemple, og svo þaðan aftur yfir á Fasthost. Kom í ljós að Fasthost ákvað að færa vefina hans Bjögga, og líklega aðra líka, á milli þjóna hjá sér án þess að ganga frá DNS færslum alemennilega. Bjöggi fékk bara allt í einu tölvupósti sem sagði að hýsingin hafi verið flutt og ætti ekki að vera truflun fyrir hann. En, auðvitað var það ekki svo einfalt. Fullt, fullt af liði sá ekki vefinn á nýju IP tölunni. Ég sá tildæmis vefinn ekki þegar ég kom heim þar sem DNS færslur áttu enn eftir að uppfærast.
Mér fannst þetta bara svo hræðilega ílla gert af þeim án þess að láta vita, og hvað þá að ganga ekki betur frá eftir sig. Til dæmis með því að lækka TTL löngu fyrir breytingu á DNS og gera síðan breytinguna og þá tekur hún fyrr gildi út um allan heim.
Allavegana, Maclanic.com er núna Maclantic.is og er hýst hér á landi.
Efnisorð: Fasthost, Hýsing, Maclantic, MediaTemple
2. mars 2009 kl. 09:35
Hvað segiru.. var mediatemple eitthvað í ruglinu líka?
2. mars 2009 kl. 12:54
@Elfar: MySql grunnurinn sem Bjöggi fékk hjá MT var að kúka á sig. Kannski hefur þetta eitthvað með þjónustuna sem hann valdi, en hann prufaði Grid-Service. CPanel-inn hjá MT er rosalega flottur og þægilegt að vinna með hann. Aftur á móti var þetta hræðilega slow og MySql-inn að skila endalausum villum. Sem og póst sendingar frá spjallinu voru að klikka líka.
Þess vegna fór hann með þetta til Fasthost á ný. En daginn eftir gerðu Fasthost svo innanhús flutning sem leiddi til þess að notendur sáu ekki vefinn vegna DNS uppfærslan hafði ekki tekið gildi