Sarpur fyrir nóvember, 2009

Léleg vinnubrögð eða heiður?

27. nóvember 2009 kl. - Helgi Hrafn

Ég fékk aðra ábendingu um notkun myndar í leyfisleysi. Vinnufélagi minn Þorsteinn Ólafsson og kona hans fengu ábendingu um að mynd af vefsvæði tvíbura þeirra væri í þættinum Nýsköpun – Íslensk Vísindi. Í kringum 3:20 má sjá þessa mynd koma fram með öðru línuriti til hliðar.

aettartre-tv

Myndin sem um ræðir er mynd sem Þorsteinn og frú bjuggu til af ættartréi tvíbura þeirra. Aftur á móti skal hafa það í huga að undirliggjandi mynd af trénu er ekki eftir þau. Aðeins er um eftirvinnsluna að ræða. Það sem er athyglisvert við þetta atvik er hinsvegar að myndin er fyrst á myndaleit Google þegar leitað er að ættartré.

aettartre-google

Þannig nú spyr ég. Er um léleg vinnubrögð að hálfu RÚV (eða Lífsmyndar, fyrirtæki Valdimars Leifssonar) að ræða eða ættu þau Þorsteinn og Thelma að taka þessu sem heiður?

Hafa skal í huga að í þessu tilfelli er um heimildarþátt að ræða en ekki auglýsingu líkt og í grein minni Glæpur að stela Fangavaktinni, en ekki ljósmyndum?

iPhone stríð á Íslandi

24. nóvember 2009 kl. - Helgi Hrafn

iphone-3gsNú er það komið á hreint að Síminn og Nova hafa bæst í hóp söluaðila iPhone á Íslandi. Hingað til hefur það aðeins verið Sigurður Þór, sem rekur iPhone.is, sem hefur útvegað Íslendingum iPhone síma frá Ítalíu. Um daginn bættist ELKO í hópinn og í dag voru það Síminn og NOVA.

ELKO auglýsti iPhone á 159.995 (iPhone 3GS 16GB) og um leið lækkaði Sigurður Þór verðskránna hjá sér í 149.995 og bætti við ári í ábyrgð. Hingað til hafði hann aðeins boðið upp á eins árs ábyrgð eins og fengin á Ítalíu. Samkvæmt fréttatilkynningu Símans er verðið hjá þeim 156.900 og einni klukkustund seinna trompaði NOVA þetta með því að bjóða besta verðið hér á landi, eða 139.900. Nú er spurning hvort einhverjir lækki sig enn frekar. En ef útreikningurinn á verðlagningunni hans Sigurðar er skoðuð, sést að kostnaðarverðið hjá honum er 145.284. Það er því ólíklegt að hann lækki sig frekar.


619 + 15 = 634
634 * 184,06 = 116694,04
116694,04 * 1,245 = 145284,0798

En fyrst að síma fyrirtækin eru farin að selja iPhone, er spurning hvort þeir útvegi iPhone notendum ekki samþykktan prófíl sem setja má upp til að virkja Tethering möguleikann hér á landi. Þegar kveikt er á Tethering í iPhone er hægt að nota hann sem 3G pung í gegnum USB eða Bluetooth. Þessi möguleiki var kynntur þegar iPhone OS 3.0 kom út, en varð óvirkur í 3.1 hjá iPhone notendum hjá ósamþykktum síma fyrirtækjum. En nú er upplagt fyrir okkur iPhone notendur að herja á innlenda söluaðila til að fá þennan möguleika samþykktan hjá okkar síma fyrirtækjum.

iPhone 3GS í ELKO

15. nóvember 2009 kl. - Helgi Hrafn

iPhone ELKOÉg fékk þær fréttir í dag að ELKO er farið að taka við forpöntunum á iPhone 3GS 16GB. Það er sem sagt loksins farið að selja iPhone í verslunum hér á landi. Hingað til hefur þetta verið í höndum Sigurðar Þórs sem rekur iPhone.is, en þar uppfyllir hann aðeins eins árs ábyrgð. Nú getur þú fengið símann með tveggja ára ábyrgð frá ELKO.

Skv. vefsíðu ELKO eru þetta aflæstir símar sem hingað til hafa alltaf verið dýrari en þeir læstu. Verðið er heldur ekkert út úr kortinu miða við verðskránna á iPhone.is. En fyrir auka ár í ábyrgð fyrir 10.000 er þess virði. Reyndar var verðmunurinn upphaflega um 3.000, en Sigurður er kominn með tilboðsverð uppá 149.995 á móti 159.995 í ELKO.

En það er ein spurning sem ég velti fyrir mér. Ætli þetta sé gert með vitund Apple Inc? Hingað til hafa það alltaf verið símafyrirtækin sem hafa fengið endursölurétt.

Glæpur að stela Fangavaktinni, en ekki ljósmyndum?

11. nóvember 2009 kl. - Helgi Hrafn

Ég fékk ábendingu frá félaga mínum í dag um efni í næsta Helginn þátt. En mér fannst ég verða að skrifa um þetta fyrst. Þétta snýst um nýju jóla auglýsingu Stöðvar 2 og notkun þeirra á höfundarréttarvörðu efni í leyfisleysi.

Get the Flash Player to see the wordTube Media Player.

Í kringum 38 sekúndu er Gillz að gráta yfir sjónvarpinu og ef þið skoðið þetta atriði nánar má sjá fallegt jólaveður út um gluggan á bak við hann.

ZZ153946F7

Þessi fallega jólamynd er tekin af félaga mínum Hlyni Þór Jenssyni og hann er með þessa mynd á Flickr síðunni sinni. Ég er búinn að ræða við hann og fékk leyfi til að birta myndina hans hérna á vefnum mínum.

hlynurj-snjor

Ég setti þessar myndir saman í eina til að sýna þetta betur. Það sést greinilega á trjánum, húsinu, ljósastaurnum og bara öllu að þetta er myndin hans Hlyns.

hlynurj-snjor-stod2

Þetta finnst þeim hjá Stöð 2 í lagi, en það má ekki niðurhala Fangavaktinni? Það þarf eitthvað að skoða þessa siðferðis hugsun þeirra Stöð 2 manna.