Villuleit á íslensku í Wordpress
9. febrúar 2010 kl. - Helgi HrafnÍ kjölfar þess að ég tek þátt í þýðingu á Wordpress 2.9.1 með Axel Rafni og Victori Jónssyni ákvað ég að skoða möguleikann á því að fá íslenska villuleit í Wordpress ritillinn. Eins og allir vita sem vinna eitthvað með Wordpress þá notar það kerfi TinyMCE ritilinn. Svo mundi ég allt í einu að Mbl Bloggið notar TinyMCE og er með tengingu við Púka. Ég fékk að vita að það er vefþjónusta við Villupúkann hjá Frisk og ég er búinn að senda þeim fyrirspurn.
Á meðan ákvað ég að skoða aðra möguleika og komst að því að Spellchecker íbótin í TinyMCE kann að nota ASpell. Ég setti upp ASpell með stuðningi fyrir íslensku og breytti einfaldlega nokkrum stillingum og fékk þetta til að virka.
Í þessari færslu fer ég í gegnum þær breytingar sem þarf að gera.
1. Setja upp ASpell
Minn vefþjónn keyrir á Gentoo þannig ég setti upp ASpell með því að keyra eftirfarandi
LINGUAS="en is no" emerge -atv aspell
Þetta fer að sjálfsögðu eftir því hvernig stýrikerfi er á vefþjóninum þínum. Væri gaman að heyra hvað þú þarft að fara í gegnum.
2. Breyta wp-include/js/tinymce/plugins/spellchecker/config.php
Breyta þarf hvaða vél á að fara í gegnum textann. Sjálfgefið er GoogleSpell, en við viljum hafa PSpellShell. Það þarf einfaldlega að commenta út eina línu og setja comment á aðra.
// General settings //$config['general.engine'] = 'GoogleSpell'; //$config['general.engine'] = 'PSpell'; $config['general.engine'] = 'PSpellShell'; //$config['general.remote_rpc_url'] = 'http://some.other.site/some/url/rpc.php';
Gott er að ganga úr skugga um að PSpellShell stillingarnar séu réttar. Í mínu tilfelli eru þær svona:
// PSpellShell settings $config['PSpellShell.mode'] = PSPELL_FAST; $config['PSpellShell.aspell'] = '/usr/bin/aspell'; $config['PSpellShell.tmp'] = '/tmp';
3. Búa til my_languages í functions.php í þemunni sem er í notkun
Til að bæta íslensku við (eða yfirskrifa) sem tungumál til að villuleita, þarf að gera filter fall og virkja það rétt. Heiti þessa falls getur verið hvað sem er, en það sama heiti þarf þá að nota þegar kallað er á add_filter. Þetta þarf að gera í functions.php skránnig sem er í möppunni sem inniheldur allar skrár fyrir þemuna sem er í notkun. Ef sú skrá er ekki til þarf að búa hana til fyrst og halda svo áfram.
function my_languages($str) { // Bæta við $str .= ',Czech=cz'; // Yfirskrifa $str = '+Islenska=is,English=en,Norsk=no'; return $str; } add_filter( 'mce_spellchecker_languages', 'my_languages' );
Sjálfgefinn strengur sem kemur inní fallið er:
'+English=en,Danish=da,Dutch=nl,Finnish=fi,French=fr,German=de,Italian=it,Polish=pl,Portuguese=pt,Spanish=es,Swedish=sv'
4. Prufa
Þá er bara að prufa að búa til nýja færslu og sjá hvaða tungumál koma í listann og jafnvel að láta villuleita.
Auka
Fyrir þá sem ekki hafa tækifæri á því að setja upp ASpell á vefþjóninum sínum, þá er ég að skoða þann möguleika að vera með XML-RPC server fyrir þá sem vilja. Hvort sem það verður með hjálp Villupúka frá Frisk eða með mínum eigin sem mundi nota ASpell. Þá ætti allt að vera eins mena skref 2.
Efnisorð: ASpell, Frisk, Friðrik Skúlason, Gentoo, Icelandic, Íslenska, Púki, Spellchecker, TinyMCE, Villuleit, Villupúki, Wordpress
9. febrúar 2010 kl. 12:04
Glæsilegt, virkar eins og skot =)
Ég að vísu nota Debian og því var skipunin í fyrsta þrepinu: apt-get install aspell-is sem kallar þá á öll dep ef þau eru þá einhver. =)
9. febrúar 2010 kl. 12:16
[...] langaði að benda fólki á þessa færslu hjá honum Helga sem fjallar um það hvernig það er hægt að virkja spellchecker í Wordpress [...]
9. febrúar 2010 kl. 16:18
[...] This post was mentioned on Twitter by Helgi Hrafn, Axel Benediktsson. Axel Benediktsson said: RT @harabanar: Villuleit á íslensku í Wordpress http://bit.ly/cLyS5n #Wordpress #Spellchecker [...]
10. febrúar 2010 kl. 12:08
Töff stöff. Ætla að prófa þetta á nokkrum vefum sem ég er búinn að setja upp.
10. febrúar 2010 kl. 21:18
Jedúdda mía. Ég týndi þér í skrefi 1. Frábær árangur hjá mér
Ég ætla samt að harka mig í gegnum þetta og þetta mun takast! Ég skal! Getur einhver aðeins leiðbeint mér með það að setja eitthvað upp á netþjóninum? Skref 2 og 3 ættu svo ekki að vera vandamál. Með fyrirfram þökk…
12. febrúar 2010 kl. 23:59
@Rosastef Hefur þú aðgang til þess að gera breytingar á vefþjóninum “þínum”?
14. febrúar 2010 kl. 20:44
Er mikið mál að græja þetta með hýsingu frá Stefnu?
17. febrúar 2010 kl. 20:23
brillian framtak, ég þarf að nota þýðinguna ykkar við tækifæri
26. febrúar 2010 kl. 14:56
Halló Helgi! Það veit ég ekki. Hvernig aðgang þarf ég?
10. nóvember 2010 kl. 00:00
Nice, ég ætla að henda þessu á bloggið mitt, ekki veitir af.
11. janúar 2011 kl. 23:41
[...] hef svo sem vitað um leiðbeiningar hvernig er hægt að setja upp yfirlestur í WordPress, en hef þó ekki prófað að setja þetta upp hjá [...]