Færslur með efnisorðið ‘Icelandic’

Villuleit á íslensku í Wordpress

9. febrúar 2010 kl. - Helgi Hrafn

Í kjölfar þess að ég tek þátt í þýðingu á Wordpress 2.9.1 með Axel Rafni og Victori Jónssyni ákvað ég að skoða möguleikann á því að fá íslenska villuleit í Wordpress ritillinn. Eins og allir vita sem vinna eitthvað með Wordpress þá notar það kerfi TinyMCE ritilinn. Svo mundi ég allt í einu að Mbl Bloggið notar TinyMCE og er með tengingu við Púka. Ég fékk að vita að það er vefþjónusta við Villupúkann hjá Frisk og ég er búinn að senda þeim fyrirspurn.

Á meðan ákvað ég að skoða aðra möguleika og komst að því að Spellchecker íbótin í TinyMCE kann að nota ASpell. Ég setti upp ASpell með stuðningi fyrir íslensku og breytti einfaldlega nokkrum stillingum og fékk þetta til að virka.

Í þessari færslu fer ég í gegnum þær breytingar sem þarf að gera.

(meira …)