Færslur með efnisorðið ‘Twitter’

Fjallaði um Helginn á 9.9.9

9. september 2009 kl. - Helgi Hrafn

9.9.9Ég var meðal fyrirlesara á 9.9.9 – nýju samfélögin, nýju lögmálin, nýju tækifærin ráðstefnunni í Salnum í Kópavogi í dag. Þarna var fullt af flottum fyrirlesurum að fjalla um netsamfélögin og sumir að segja hvernig þeir eru að nota þau í dag. Ég átti upphaflega að vera fjórði fyrirlesarinn en skipti við Gunnar hjá Clara, þar sem hann þurfti að vera á fundi á sínum upphaflega tíma. Þannig ég var síðastur í röðinni. Það gaf mér tækifæri að twitta um gang mála á ráðstefnunni og var hastag-ið #999conf.

Ég lofaði að setja glærurnar mínar á netið og ég ákvað að setja líka inn textann sem ég skrifaði.

Helginn 999 texti

Helginn 999 glærur

Ummæli á Twitter:
@Gommit #1 #2 #3 #4
@gunniho og aftur
@andresjons og aftur
@aldakalda og aftur

Twitter í stað RSS (eða ATOM)

16. maí 2009 kl. - Helgi Hrafn

Twitter vs. RSS

Ég er farinn að nota Twitter frekar mikið. Fylgjast með því hvað félagarnir eru að gera, hér heima og úti í heimi. Ég er líka að fylgjast með því sem vissir bloggarar eru að skrifa, og að sjálfsögðu sumar fréttasíður sem ég les. Um daginn var ég að horfa á Diggnation og þar kom um upp skemmtileg pæling, “Að nota Twitter í stað RSS”.

Að sjálfsögðu hafa báðar þessar þjónustur ákveðin hlutverk. En fyrir einstakling sem er að fylgjast með fréttum á netinu, eða bloggurum héðan og þaðan, þá er tilvalið að nota frekar Twitter. En til þess þurfa fréttasíðurnar og bloggaranir að vera á Twitter og senda þangað efni þegar eitthvað nýtt kemur á vefinn þeirra.

RSS hefur sambærilegt hlutverk gagnvart einstaklingnum, að upplýsa lesandann þegar nýtt efni er komið á netið, en þar sem RSS getur veitt meiri upplýsingar en Twitter, þá held ég að það muni aldrei hverfa. Með RSS getur veitandinn leyft notandanum að komast í frekari upplýsingar, og til dæmis birt heila bloggfærslu. En á meðan Twitter býður bara upp á 140 stafi eða minna. Skemmtilegt að segja frá því að Twitter býður upp á RSS veitu af því sem hver notandi er að senda inn.

Mín niðurstaða er sú, að Twitter mun aldrei koma í stað RSS, einfaldlega vegna þess hvort um sig hefur ákveðnu hlutverki að gegna. Aftur á móti tel ég það upplagt fyrir fréttaveitur og bloggara að nýta sér Twitter til að koma sínu efni á framfarir. Ekki síður en að fréttafíklarnir og blogggleypirnir noti Twitter til að komast í það nýjasta sem fyrst.

Nú þegar eru Íslenskir fréttamiðlar farnir að nota Twitter

Hvað er Twitter
Twitter er örblogg samfélag þar sem skráðir meðlimir geta fylgjst með því hvað aðrir meðlimir eru að gera, eða skrifa um, í 140 stöfum eða minna. Sem skráður meðlimur getur þú fylgjst með hverjum sem er á Twitter einfaldlega með því að komast á Twitter síðu þess aðila og velja þar að fylgja honum. Síðan til þess að sjá hvað “vinir” þínir eru að senda inn ferðu á Twitter síðuna þína eða notar eitthvert af þeim fjölmörgu Twitter forritum sem eru í boði, sbr. http://twitter.com/downloads

ps. Þú getur fylgst með mér á Twitter, @harabanar

Twitter og Tumblr

7. febrúar 2009 kl. - Helgi Hrafn

Var að ganga frá svæðum mínum á Twitter og Tumblr.

Dagurinn á morgun verður tekið með ró. Við hjónin þurfum að hlaða batteríin fyrir næstu viku.