Sarpur fyrir ‘Tæki og tól’ flokkinn

iPhone stríð á Íslandi

24. nóvember 2009 kl. - Helgi Hrafn

iphone-3gsNú er það komið á hreint að Síminn og Nova hafa bæst í hóp söluaðila iPhone á Íslandi. Hingað til hefur það aðeins verið Sigurður Þór, sem rekur iPhone.is, sem hefur útvegað Íslendingum iPhone síma frá Ítalíu. Um daginn bættist ELKO í hópinn og í dag voru það Síminn og NOVA.

ELKO auglýsti iPhone á 159.995 (iPhone 3GS 16GB) og um leið lækkaði Sigurður Þór verðskránna hjá sér í 149.995 og bætti við ári í ábyrgð. Hingað til hafði hann aðeins boðið upp á eins árs ábyrgð eins og fengin á Ítalíu. Samkvæmt fréttatilkynningu Símans er verðið hjá þeim 156.900 og einni klukkustund seinna trompaði NOVA þetta með því að bjóða besta verðið hér á landi, eða 139.900. Nú er spurning hvort einhverjir lækki sig enn frekar. En ef útreikningurinn á verðlagningunni hans Sigurðar er skoðuð, sést að kostnaðarverðið hjá honum er 145.284. Það er því ólíklegt að hann lækki sig frekar.


619 + 15 = 634
634 * 184,06 = 116694,04
116694,04 * 1,245 = 145284,0798

En fyrst að síma fyrirtækin eru farin að selja iPhone, er spurning hvort þeir útvegi iPhone notendum ekki samþykktan prófíl sem setja má upp til að virkja Tethering möguleikann hér á landi. Þegar kveikt er á Tethering í iPhone er hægt að nota hann sem 3G pung í gegnum USB eða Bluetooth. Þessi möguleiki var kynntur þegar iPhone OS 3.0 kom út, en varð óvirkur í 3.1 hjá iPhone notendum hjá ósamþykktum síma fyrirtækjum. En nú er upplagt fyrir okkur iPhone notendur að herja á innlenda söluaðila til að fá þennan möguleika samþykktan hjá okkar síma fyrirtækjum.

Deila með öðrum:
 • Facebook
 • Twitter
 • Digg
 • StumbleUpon
 • del.icio.us
 • Google Bookmarks
 • Tumblr
 • LinkedIn
 • email

iPhone 3GS í ELKO

15. nóvember 2009 kl. - Helgi Hrafn

iPhone ELKOÉg fékk þær fréttir í dag að ELKO er farið að taka við forpöntunum á iPhone 3GS 16GB. Það er sem sagt loksins farið að selja iPhone í verslunum hér á landi. Hingað til hefur þetta verið í höndum Sigurðar Þórs sem rekur iPhone.is, en þar uppfyllir hann aðeins eins árs ábyrgð. Nú getur þú fengið símann með tveggja ára ábyrgð frá ELKO.

Skv. vefsíðu ELKO eru þetta aflæstir símar sem hingað til hafa alltaf verið dýrari en þeir læstu. Verðið er heldur ekkert út úr kortinu miða við verðskránna á iPhone.is. En fyrir auka ár í ábyrgð fyrir 10.000 er þess virði. Reyndar var verðmunurinn upphaflega um 3.000, en Sigurður er kominn með tilboðsverð uppá 149.995 á móti 159.995 í ELKO.

En það er ein spurning sem ég velti fyrir mér. Ætli þetta sé gert með vitund Apple Inc? Hingað til hafa það alltaf verið símafyrirtækin sem hafa fengið endursölurétt.

Deila með öðrum:
 • Facebook
 • Twitter
 • Digg
 • StumbleUpon
 • del.icio.us
 • Google Bookmarks
 • Tumblr
 • LinkedIn
 • email

iPhone OS 3.0

17. mars 2009 kl. - Helgi Hrafn

Ég er þegar fallinn. ÉG hef ekki staðið mig nægilega vel þessa dagana varðand blog á dag árið 2009. Þetta varð mér mjög erfitt upp á síðkastið, einfaldlega vegna skorts á umræðuefnum. Lesendur síðunnar tóku heldur ekki þátt í því að koma með hugmyndir. Aftur á móti er ein hugmynd sem ég fékk þegar við hjónin fórum á Rizzo nokkuð góð. Það er að fara að skrifa pizzu gagnrýni. Við konan erum nokkuð dugleg í því að baka okkur pizzu hérna heima, sem og fara á pizzustaði út um allt. Líklega bara eins og margir aðrir. En þá datt mér í hug hvort mar ætti ekki að fara að skrifa um bestu pizzurnar. Kannski taka myndir og gefa þeim sneiðar (stjörnugjöf). :P

En að máli málanna. Í dag var kynning á nýjustu útgáfuna af iPhone stýrikerfinu, útgáfa 3.0.

iPhone OS 3.0 kynning

Meðal nýjunga eru:

 • In-App Purchasing: Leyfir þróun hugbúnaðar þar sem hægt er að kaupa hluti. Meðal hugmynda er kaup á dagblaða áskift, rafrænar bækur, aukahlutir og skref í lekjum.
 • Peer-to-Peer Connectivity: Leit að öðru tækjum sem keyra sama hugbúnað í gegnum Bonjour yfir þráðlaust eða Bluetooth. Mjög skemmtilegt fyrir tölvuleiki og líka nnan hugbúnað til að deila gögnum
 • Third-Party Accessory Apps: Framleiðendur aukabúnaðar geta forritað hugbúnað sem sem vinnur með vélbúnaðar aukahlutum
 • Push Notification: Í stað þess að keyra hugbúnað í bakgrunni og éta upp batteríið, notast við third-party server til að framkvæma push. Þetta hjálpar til dæmis með ábendingar og sendingar efnis frá forritum
 • Turn by Turn: Apple ætlar að leifa not á CoreLocation vegna turn-bu-turn GPS staðsetningu
 • Cut, Copy og Paste: Nothæft á milli forrita. Rista til að gera undo eða redo
 • Landscape keyboard: Hægt í öllum forritunum, líka Mail
 • MMS: Margmiðlunarskilaboð
 • Voice Memos: Taka upp minnisatriði, fyrirlestra og viðtöl
 • Spotlight Search: Leita í öllum hugbúnaði. Stýrikerfisleit frá Home skjámyndinni með því að renna til vinstri.
 • A2DP Bluetooth: Stuðningur fyrir bluetooth headsets.

Beta útgáfa er þegar aðgengileg öllum sem eru að þróa hugbúnað fyrir iPhone. Aftur á móti verður þessu uppfærsla fáanleg í sumar fyrir alla. Að sjálfsögðu verður stýrikerfið ókeypis fyrir iPhone eigendur en iPod Touch eigendur þurfa að borga 9,95 USD.

Aftur á móti furða menn sig á því af hverju verða ekki allir möguleikar uppfærslunar virkar fyrir fyrri tegundina af iPhone. Apple segir að vélbúnaður þess útgáfu stendur í vegi fyrir MMS stuðningi og stereo Bluetooth, til dæmis. En sem betur fer geta eigendur iPod Touch útgáfu tvö virkt Bluetooth möguleikann.

Heimildir: http://www.macrumors.com/2009/03/17/highlights-of-apples-iphone-os-3-0-preview-copy-and-paste-a2dp-mms-much-more/

Deila með öðrum:
 • Facebook
 • Twitter
 • Digg
 • StumbleUpon
 • del.icio.us
 • Google Bookmarks
 • Tumblr
 • LinkedIn
 • email

Kominn með internet og serverinn kominn í gang

3. febrúar 2009 kl. - Helgi Hrafn

Þá er búið að tengja símanúmerið okkar og ADSLið komið í gang. Ég náði að tengja margmiðlunar serverinn okkar svipað og við höfðum hann í Stekkjartúni. Þar sem símatengin hérna í Asparholtinu eru RJ45 setti ég routerinn í rafmagnstöfluna og tengdi beint inn á hann, og dreifist  þá netið um húsið. Síðan tengi ég serverinn inn á netið og er með tvo TVIX flakkara sem lesa af servernum. Þar með er hægt spila það margmiðlunarefni sem er á servernum annars vegar í svefnherberginu og hinsvegar í stofunni.

Uppskriftin að þessu er svona:

 • 1 x Margmiðlunar server
 • 2x TVIX flakkarar
 • 1x Sjónvarp
 • 1x 19” Acer skjár með innbyggðum flakkara
 • 1x Speedtouch 585 router
 • nokkrir metrar af Cat5 köpplum

Margmiðlunar serverinn keyrir á Gentoo 2.6.26 með Samba, NFS, Apache, PHP, MySQL og torrentflux. Rouerinn er tengdur við símalínuna og síðan eru Cat5 kapplar tengdir í hann til að deila netinu. TVIX flakkararnir og serverinn eru tengdir inn á þetta sama net. Margmiðlunarserverinn deilir ákveðnum möppum með hjálp Samba og NFS, sem TVIX flakkararnir geta lesið. Annar flakkarinn er tengdur við sjónvarpið og hinn er tengdur við 19” skjáinn.

Ef þið viljið fá ítarlegri lýsingu á því hvenrig ég stilli þetta, þá endilega skiljið eftir athugasemdir. Ég gæti alveg hugsað mér að deila með lesendum config skránum og kannski lýsingamynd af uppsetningunni.

Þar til á morgun, takk í bili.

Deila með öðrum:
 • Facebook
 • Twitter
 • Digg
 • StumbleUpon
 • del.icio.us
 • Google Bookmarks
 • Tumblr
 • LinkedIn
 • email