Banika.net komið í Wordpress
13. janúar 2009 kl. - Helgi HrafnJamm .. það er lítið að segja þessa dagana. Brjálað að gera í vinnunni vegna ársuppgjörs og kynbótamatsútreikninga í nautgriparæktinni. Svo var körfuboltaæfing á Dalvík í kvöld. Mjög góð æfing, hægt að lesa nánar um hana á dalvik.bloggar.is.
Aftur á móti má segja frá því að Aníka Lind er farin að nota Wordpress líka, eins og við Helgi Steinar. Næstur á lista er Egill Thoroddsen, en þar sem það var verið að fjölga í fjölskyldunni hans þá hefur hann afsökun fyrir því að vera ekki byrjaður.
Góða nótt ..
Efnisorð: Körfubolti, Wordpress
14. janúar 2009 kl. 13:06
saknisakn!
14. janúar 2009 kl. 23:09
Ég bíð spenntur eftir wordpress En eins og þú segir þá er nú nóg nóttin og maður að snúast í allt öðrum hlutum þessa dagana