Nokkur tips um Mail 3.5
30. janúar 2009 kl. - Helgi HrafnÉg ákvað að gefa Mail tækifæri á ný, aðalega vegna þess að mig langar að notast við Address bókina sem ég er búinn að ganga frá. Því ég samkeyri alltaf Address bókina við iPhone-inn minn. Núna get ég líka samkeyrt pósthólfin mín úr Mail yfir í iPhone-inn. Síðast en ekki síst kynntist ég skipulags forritinu Things og er farinn að nota það ótrúlega mikið. Það hefur þann möguleika tengja saman tölvupósta við viss verkefni, og margt margt fleira. (Skoðið endilega Screencast-ið)
Aftur á móti get ég líka sagt ykkur af hverju ég notaði ekki Mail frá upphafi. Það var vegna þess Mail 3.0 var ekki með nægilega góðan stuðning við stafasettin í tölvupóstunum sem ég var að fá. Ég fékk alltaf bara eitthvað bull, eða endalaus spurningarmerki (?). En í útgáfunni sem ég er að nota núna, útgáfa 3.5, þá virðist þetta vera allt í lagi.
Að lokum vil ég láta ykkur vita af nokkrum atriðum sem ég lærði meðal annars í dag.
- Nota flýti hnappana Cmd + Shift + D til að senda póst
- Til að skilgreina hvaða mappa í pósthólfinu á að vera fyrir Draft, Sent, Trash eða Junk. Þarftu að velja möppuna fara svo í Mailbox > Use this mailbox for > (velja svo hlutverk)
- Ef þú ert að nota IMAP með Gmail er gott að hafa [Gmail] sem rótin á pósthólfinu. (þetta notaði ég líka í Thunderbird)
- Opna Preferences ( Cmd + ; )
- Velja Accounts
- Velja pósthólfið
- Velja Advanced
- Setja [Gmail] í IMAP Path Prefix
- Vista
Þangað til á morgun, takk í bili.
Efnisorð: iPhone, Mail, Screencast, Things, Thunderbird
1. febrúar 2009 kl. 22:02
Fínt að fá svona gagnlegar upplýsingar, var að ná mér í /Things/, mér lýst vel á það og er aðeins farinn að prófa að nota það
1. febrúar 2009 kl. 22:26
Ég hef alldrei gefist upp á mail
1. febrúar 2009 kl. 23:40
@Egill: langaði þig að vera með okkur Helga Steinari og kaupa familypack réttindi fyrir Things? 5 leyfi á $75 ($15 leyfið). I stað þess að kaupa stakt leyfi á $50 :S
Verðum í bandi.
2. febrúar 2009 kl. 11:19
Já ég er til, er samt að spá í einu, núna er tölvan mín orðin rúmlega 4ára og ef ég skipti um tölvu fljótlega tapar maður þá forritinu? Nýja tölvan er náttúrulega með aðra IP tölu?
Heyrðu samt í mér áður en þú kaupir þetta.
2. febrúar 2009 kl. 11:22
Nei nei .. þú átt alltaf lykilinn
2. febrúar 2009 kl. 11:25
Þá máttu bara panta þetta og ég legg inn á þig.