UMFÁ – HK, 68 – 70
23. febrúar 2009 kl. - Helgi HrafnÉg mætti á annar deildar leik UMFÁ – HK í kvöld. Þið sem hafið verið að lesa bloggið mitt eitthvað vitið að ég mætti á æfingu hjá UMFÁ þar sem við búum hérna rétt hjá íþróttahúsi Álftaness. Annars hef ég verið að spila körfubolta á mánudögum og fimmtudögum með HK.
Leikurinn var mjög spennandi og eftir fyrsta leikhluta virtist sem HK ætlaði að taka þetta. En í örðum leikhluta tóku UMFÁ menn almennilega á því og náðu að vera tveimur stigum yfir í hálfleik. Þriðji leikhluti var jafn spennandi og sá annar þar sem HK náði að snúa þessu við og var tveimur stigum yfir eftir þann leikhluta. Í fjórða og síðasta leikhluta héldust liðin í hendur, hvað stigin varðar. UMFÁ náði að jafna nokkrum sinnum, en aldrei að fara framúr HK. Þegar 8,9 sekúndur voru eftir af leiknum og 1 sekúnda eftir af skotklukku HK, átti HK innkast. HK missti boltann og leikmaður UMFÁ náði hraðarupphlaupi að körfu HK, en klúðraði einföldu layupi. HK náði frákastinu og þá voru um 3 sekúndur eftir af leiknum og tíminn rann út. HK sigraði með tveggja stiga mun.
Lokatölur UMFÁ 68 – 70 HK, og leikhlutarnir fóru svona:
- 16 – 21
- 22 – 15
- 11 – 15
- 19 – 19
Efnisorð: HK, Körfubolti, UMFÁ
24. febrúar 2009 kl. 09:59
SÆLL! Háspenna á nesinu! Hver var svona heppinn að klúðra þessu? Hefði viljað sjá hann taka þrist og reyna við sigurinn Hvernig er annars borgarlífið að fara með þig?
24. febrúar 2009 kl. 10:09
Jamm rosalega skemmtilegur leikur. Ég sat bara á bekknum hjá HK sem áhorfandi, ég var ekki á leikskrá þar sem ég mætti ekki á æfingar í síðustu viku. Var að vinna á Hvanneyri á manudeginum og þurfti að vinna frameftir á fimmtudeginum
Borgarlífið er að fara vel í okkur. Annars vorum við hjónin að spjalla, og vorum sammála um það að undirmeðvitundinn segir manni að við séum að flytja aftur norður til Akureyrar 1. feb 2010. En það er varla hægt að segja til um það strax.
24. febrúar 2009 kl. 10:30
Ég er viss um að þú hefðir troðið þessu…..
En við verðum tilbúnir fyrir þig í febrúar. Er ekki spurning um að heimasíðan verði klár þá?
24. febrúar 2009 kl. 10:36
@Ingi T Auðvitað hefði ég troðið þessu! Hvernig spyrðu
Ég mun mæta sprækur til leiks með ykkur þegar við flytjum norður á ný. Hvenær sem það verður. En eigum við ekki að stefna að þessu með vefsíðuna fyrir félagið?