Góð helgi að baki
1. mars 2009 kl. - Helgi HrafnNú er enn ein helgin að baki og það má segja það sé farið að styttast í sumarið. Það var rosalega gott veður í gær, sól og blíða.
Mamma útskrifaðist í gær úr meistaranáminu sínu úr Háksóla Íslands. Ég vil nota tækifærið og óska henni til hamingju með þennan merka áfanga hjá sér. Síðan má ekki gleyma því að pabbi átti líka afmæli í síðasta mánuði, til hamingju með afmlið pabbi! (ég gleymdi ekki afmælinu hans, ég hringdi í hann á afmælisdaginn sinn líka). Hann varð hvorki meira né minna en 50 ára þann 14. febrúar. Þau héldu mjög fína veislu í gær, þar sem þau skelltu partíinu saman í eitt og leigðu sal hérna í borginni og buðu vinum og vandamönnum. Eftir veisluna héldum við fjölskyldan, amma úr Mýró og amma og afi úr Miðtúni á Lækjabrekku í mat, Humarsúpa, lambakjöt og sorbet. Mjög góður matur og hugguleg stemning þetta kvöld.
Í dag vorum við hjónin að mestu í leti, allavegana Aníka. Ég skrapp þó á körfuboltaleik, Leiknir – HK, þar sem HK stein lá fyrir Leiknismönnum, 94 – 57. Eftir leikinn fór ég svo heim og tók þátt í letinni á sófanum.
Sem sagt, mjög góð helgi
Efnisorð: Afmæli, HK, Körfubolti
2. mars 2009 kl. 01:17
jamm.. þetta var frábær helgi ástin mín.. en ætlaru ekkert að segja rækjusöguna? haha…
farðu svo að sofa krakki!
2. mars 2009 kl. 15:43
Fluttur suður og strax búinn að gleyma þínu gamla liði Þór Ak… Sem eru núna á gríðarlegri sigurgöngu, 2 sigurleikir í röð! Á ekki að kíkja á leikinn á sunnudagskvöldið?
2. mars 2009 kl. 15:53
@Hrafn: Flottir .. ég gleymi ykkur seint. Djöfull er þetta flott hjá ykkur. Þurftu greinilega að losa ykkur við Cedric fyrr. Shit, það hefði samt alveg mátt hafa hann með líka
102 – 105 gegn Tindastól, það er flott. Ég hefði verið til í að sjá þennan leik, þar sem ég sá einmitt heimaleikinn ykkar gegn þeim.
140 – 66 gegn Skallagrím, Já sæll !! Bara rúllað yfir þá Ekki einu sinni KR náði svona stórum sigri á þeim (117 – 50).
FLOTTIR!
ps. auðvitað mæti ég í DHL höllina þegar þið mætið KR sunnudaginn 8. mars.
3. mars 2009 kl. 09:30
Uss, Breiðablik þurfti að drullast til að vinna Stjörnuna í gær! Stjarnan er algjörlega búin að ræpa á sig eftir að þeir unnu bikarinn. Var bent á áhugaverða staðreynd um daginn, Stjörnunni tókst að verða bikarmeistari en hefur samt í sögu félagsins eingöngu unnið 2 úrvalsdeildarlið í bikarkeppni. Geri aðrir betur…
En sigur Breiðablik gerir þetta bara ennþá meira spennandi. Við viljum lenda í þriggja liða keppni. Ef við, Tindastóll og FSU erum öll með 14 stig í lok tímabils þá föllum við ekki. Þannig að leikurinn gegn ÍR er möst leikur, eins og allir aðrir þessa dagana
Kveðja,
Hrafn