iPhone OS 3.0
17. mars 2009 kl. - Helgi HrafnÉg er þegar fallinn. ÉG hef ekki staðið mig nægilega vel þessa dagana varðand blog á dag árið 2009. Þetta varð mér mjög erfitt upp á síðkastið, einfaldlega vegna skorts á umræðuefnum. Lesendur síðunnar tóku heldur ekki þátt í því að koma með hugmyndir. Aftur á móti er ein hugmynd sem ég fékk þegar við hjónin fórum á Rizzo nokkuð góð. Það er að fara að skrifa pizzu gagnrýni. Við konan erum nokkuð dugleg í því að baka okkur pizzu hérna heima, sem og fara á pizzustaði út um allt. Líklega bara eins og margir aðrir. En þá datt mér í hug hvort mar ætti ekki að fara að skrifa um bestu pizzurnar. Kannski taka myndir og gefa þeim sneiðar (stjörnugjöf).
En að máli málanna. Í dag var kynning á nýjustu útgáfuna af iPhone stýrikerfinu, útgáfa 3.0.
Meðal nýjunga eru:
- In-App Purchasing: Leyfir þróun hugbúnaðar þar sem hægt er að kaupa hluti. Meðal hugmynda er kaup á dagblaða áskift, rafrænar bækur, aukahlutir og skref í lekjum.
- Peer-to-Peer Connectivity: Leit að öðru tækjum sem keyra sama hugbúnað í gegnum Bonjour yfir þráðlaust eða Bluetooth. Mjög skemmtilegt fyrir tölvuleiki og líka nnan hugbúnað til að deila gögnum
- Third-Party Accessory Apps: Framleiðendur aukabúnaðar geta forritað hugbúnað sem sem vinnur með vélbúnaðar aukahlutum
- Push Notification: Í stað þess að keyra hugbúnað í bakgrunni og éta upp batteríið, notast við third-party server til að framkvæma push. Þetta hjálpar til dæmis með ábendingar og sendingar efnis frá forritum
- Turn by Turn: Apple ætlar að leifa not á CoreLocation vegna turn-bu-turn GPS staðsetningu
- Cut, Copy og Paste: Nothæft á milli forrita. Rista til að gera undo eða redo
- Landscape keyboard: Hægt í öllum forritunum, líka Mail
- MMS: Margmiðlunarskilaboð
- Voice Memos: Taka upp minnisatriði, fyrirlestra og viðtöl
- Spotlight Search: Leita í öllum hugbúnaði. Stýrikerfisleit frá Home skjámyndinni með því að renna til vinstri.
- A2DP Bluetooth: Stuðningur fyrir bluetooth headsets.
Beta útgáfa er þegar aðgengileg öllum sem eru að þróa hugbúnað fyrir iPhone. Aftur á móti verður þessu uppfærsla fáanleg í sumar fyrir alla. Að sjálfsögðu verður stýrikerfið ókeypis fyrir iPhone eigendur en iPod Touch eigendur þurfa að borga 9,95 USD.
Aftur á móti furða menn sig á því af hverju verða ekki allir möguleikar uppfærslunar virkar fyrir fyrri tegundina af iPhone. Apple segir að vélbúnaður þess útgáfu stendur í vegi fyrir MMS stuðningi og stereo Bluetooth, til dæmis. En sem betur fer geta eigendur iPod Touch útgáfu tvö virkt Bluetooth möguleikann.
Efnisorð: iPhone, iPhone OS 3.0, MMS, Pizza
18. mars 2009 kl. 20:28
Er þetta rétt – eða er verið að gera málið flókið – eða er þetta kannski brandari eins og lyklaborðslausa tölvan sem er svo sein að það myndi enginn nota hana?