Stjarnan – Þór Ak
8. febrúar 2009 kl. - Helgi HrafnVið hjónin fórum á körfuboltaleik Stjörnunnar – Þór Akureyri. Ég var búinn að vera í sambandi við Jón Orra, einn leikmann Þórsaranna, um að ég mundi mæta á leikina þeirra hérna í borginni.
Þessi leikur var rosalega spennandi á köflum. Að undanskildum fyrsta leikhluta hafði Stjarnan alltaf yfirhöndina í leiknum. Þór náði samt að jafna nokkrum sinnum, en Stjarnarn gaf þá bara í á ný. Að mínu mati voru Þórsarar að reyna við 3gja stiga skot af allt of löngu færi, og náðu svo of fáum sóknarfráköstum. Á meðan Stjarnan setti niður hverja 3gja stiga körfuna. En þegar ég skoða tölfræðina á kki.is sé ég að bæði liðin voru með 14 3gja stiga körfur, en Stjarnar með 48,3% nýtni og Þór með 40%. Baráttuandinn í Þórsurum dugði ekki til sigurs í þessum leik, og heimamenn sigruðu með 14 stiga mun. Lokatölurnar voru Stjarnan 110 – 96 Þór.
Þetta tap er sjöunda tap Þórsaranna í röð og eru menn orðnir hræddir við fall í deildinni.
Koma svo Þórsarar!