Færslur með efnisorðið ‘Bíó’

Konunglegur konudagur

22. febrúar 2009 kl. - Helgi Hrafn

Dagurinn í dag byrjaði bara eins og síðstu sunnudagar hjá okkur hjónunum hérna í borginni. Við að hanga í stofunni og horfa á hvern sjónvarpsþáttinn á fætur öðrum, sem við höfum ekki náð að horfa á í vikunni. En í tilefni af konudeginum fékk Aníka að velja sér bíómynd að fara á, og varð He’s Just Not That Into You í Luxus sal í Smárabíó fyrir valinu. Sú mynd var bara fínasta chick flick, ég hlóg meira að segja nokkrum sinnum.

Þar til á morgun, takk í bili.