Kominn með internet og serverinn kominn í gang

3. febrúar 2009 kl. - Helgi Hrafn

Þá er búið að tengja símanúmerið okkar og ADSLið komið í gang. Ég náði að tengja margmiðlunar serverinn okkar svipað og við höfðum hann í Stekkjartúni. Þar sem símatengin hérna í Asparholtinu eru RJ45 setti ég routerinn í rafmagnstöfluna og tengdi beint inn á hann, og dreifist  þá netið um húsið. Síðan tengi ég serverinn inn á netið og er með tvo TVIX flakkara sem lesa af servernum. Þar með er hægt spila það margmiðlunarefni sem er á servernum annars vegar í svefnherberginu og hinsvegar í stofunni.

Uppskriftin að þessu er svona:

  • 1 x Margmiðlunar server
  • 2x TVIX flakkarar
  • 1x Sjónvarp
  • 1x 19” Acer skjár með innbyggðum flakkara
  • 1x Speedtouch 585 router
  • nokkrir metrar af Cat5 köpplum

Margmiðlunar serverinn keyrir á Gentoo 2.6.26 með Samba, NFS, Apache, PHP, MySQL og torrentflux. Rouerinn er tengdur við símalínuna og síðan eru Cat5 kapplar tengdir í hann til að deila netinu. TVIX flakkararnir og serverinn eru tengdir inn á þetta sama net. Margmiðlunarserverinn deilir ákveðnum möppum með hjálp Samba og NFS, sem TVIX flakkararnir geta lesið. Annar flakkarinn er tengdur við sjónvarpið og hinn er tengdur við 19” skjáinn.

Ef þið viljið fá ítarlegri lýsingu á því hvenrig ég stilli þetta, þá endilega skiljið eftir athugasemdir. Ég gæti alveg hugsað mér að deila með lesendum config skránum og kannski lýsingamynd af uppsetningunni.

Þar til á morgun, takk í bili.

Deila með öðrum:
  • Facebook
  • Twitter
  • Digg
  • StumbleUpon
  • del.icio.us
  • Google Bookmarks
  • Tumblr
  • LinkedIn
  • email

Efnisorð: , , , , , , ,

Athugasemdir (2) við “Kominn með internet og serverinn kominn í gang”

  1. Hrafn segir:

    Þetta er algjör eðall!

    Held samt að þú sért algjörlega búinn að missa þig í þessu, sem er mjög jákvætt :D

    Kv,
    Hrafn

  2. Egill segir:

    Þetta er snilld ;)
    Ég nota kannski þessa uppskrift þegar að því kemur ;)

Skrifa athugasemd

/>

/>

Leyfilegt XHTML: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <strike> <strong> <pre lang="" line="" escaped="">