Reykjavík og bensínlausir bílar
12. febrúar 2009 kl. - Helgi HrafnHvað er málið með alla þessa bíla út í vegkanti þegar mar keyrur um stór Reykjavíkursvæðið. Ég er að sjá í það minnsta 3-4 bíla á leiðinni í og úr vinnu á daginn. Þetta eru ekkert eld gamlir bílar sem eru óökufærir. Sumir hverjir bara frekar nýlegir og fínustu bílar. Ekki lentu þeir í árekstri, því ekkert sést á þeim. Ég velti þessu fyrir mér, og held að bílarnir hljóta að vera bensínlausir.
Ég bara spyr. Nenna Reykvíkingar ekki að taka bensín?
13. febrúar 2009 kl. 15:53
Bílarnir eru ekki bensínlausir. Eftir því sem tíminn líður muntu sjá að þeir safnast venjulega á sömu staðina. Þetta eru staðirnir þar sem lögreglan fylgist með hraða- og ölvunarakstri. Nema þeir sem eru í miðbænum, þeim er bara illa lagt.
13. febrúar 2009 kl. 16:27
@Borgar: Þú segir nokkuð. Við konan vorum einmitt að velta þessu fyrir okkur. Okkur fannst hraða- og ölvunarakstur svo fjarstætt, þar sem sumum bílunum er komið fyrir um hábjartann dag. En hvað vitum við, Sveitalubbarnir að norðann