Færslur með efnisorðið ‘Reykjavík’

Reykjavík og bensínlausir bílar

12. febrúar 2009 kl. - Helgi Hrafn

Hvað er málið með alla þessa bíla út í vegkanti þegar mar keyrur um stór Reykjavíkursvæðið. Ég er að sjá í það minnsta 3-4 bíla á leiðinni í og úr vinnu á daginn. Þetta eru ekkert eld gamlir bílar sem eru óökufærir. Sumir hverjir bara frekar nýlegir og fínustu bílar. Ekki lentu þeir í árekstri, því ekkert sést á þeim. Ég velti þessu fyrir mér, og held að bílarnir hljóta að vera bensínlausir.

Ég bara spyr. Nenna Reykvíkingar ekki að taka bensín?

Hjónin flytja á Álftanesið

11. janúar 2009 kl. - Helgi Hrafn

Jæja, þá er þetta er komið á hreint. Við hjónin erum komin með leigjendur að íbúðinni okkar í Stekkjartúni. Við erum einnig komin með íbúð á Álftanesinu sem við verðum í þetta tilrauna ár okkar í Reykjavík.

Svona er sem sagt sagan.

Aníka missti samninginn sinn á Passion á Akureyri. Kemst í skólann þessa önnina og fær samning á stofunni Salon Reykjavík. Þetta er sama stofa og hún vann á fyrir áramót, eða á síðustu önn. Aftur á móti er meistarinn þar, hann Arnar, tilbúinn að vera með Aníku lengur í starfi en bara samningstímann. Við settum þar með íbúðina okkar á leigu á mánudaginn 5. janúar og fengum strax svör. Íbúðin er nú leigð og við erum búin að vera að leita okkur að íbúð hér í borginni. Sem betur fer hafði ég samband við félaga minn Hannes Inga, sem er staddur í Edinburgh þessa dagana. Kemur þá í ljós að leigjendur að íbúðinni hans og Þóru, sögðu upp leigunni fyrir stuttu og væru tilbúin að losna sem fyrst. Við Aníka mætum á svæðið og skoðum íbúðina. Okkur leyst mjög vel á íbúðina og verðum þar frá 1. febrúar 2009 til 1. febrúar 2010, í minnsta lagi. Íbúðin þeirra er eins og smækkuð útgáfa af okkar. Á jarðhæð, sér inngangur, sólpallur, eitt svefnherbergi og rosa flott.

Nýja heimilsfangið okkar verður: Asparholt 2, 225 Álftanes.

Þá hefst íbúðarleitin

9. janúar 2009 kl. - Helgi Hrafn

Nú erum við hjónin búin að skanna interheiminn af íbúðum á stór Reykjavíkursvæðinu og búin að setja upp smá Excel skjal til að halda utan um þetta. Á morgun ætlum við að hringja í nokkra sem við fundum núna síðla kvölds. Eftir það ætlum við að skoða nokkrar.

Gangi okkur vel .. :D

Reykjavík here we come

6. janúar 2009 kl. - Helgi Hrafn

Jæja, þá er mar kominn í borg óttans. Við hjónin erum s.s. í Rvk þessa dagana, Aníka er að byrja í skólanum og ég fer á nokkra fundi og svona. Síðan erum við líklega að fara að skoða íbúðir hérna í Rvk. Úps, missti ég þetta út úr mér. Já það getur verið að við hjónin séum að fara að flýja kreppuna á Akureyri í enn meiri kreppu í Rvk. En meira um það seinna.

btw. það var fljúgandi hálka á leiðinni og við sáum einn bíl fara út af í Skagafirði. Við þurftum að keyra frá botni Skagafjarðar að Varmahlíð á max 60km/klst, það var svo hált og blautt. Bíllinn skautaði bara í þessu færi.

Verðum í bandi.