Færslur með efnisorðið ‘Bílar’

Reykjavík og bensínlausir bílar

12. febrúar 2009 kl. - Helgi Hrafn

Hvað er málið með alla þessa bíla út í vegkanti þegar mar keyrur um stór Reykjavíkursvæðið. Ég er að sjá í það minnsta 3-4 bíla á leiðinni í og úr vinnu á daginn. Þetta eru ekkert eld gamlir bílar sem eru óökufærir. Sumir hverjir bara frekar nýlegir og fínustu bílar. Ekki lentu þeir í árekstri, því ekkert sést á þeim. Ég velti þessu fyrir mér, og held að bílarnir hljóta að vera bensínlausir.

Ég bara spyr. Nenna Reykvíkingar ekki að taka bensín?

Burt með saltið á vegum borgarinnar

6. febrúar 2009 kl. - Helgi Hrafn

(skrifað 7. feb 2009)

Við hjónin fórum snemma að sofa í gærkvöldi, þess vegna bloggaði ég ekki fyrir gærdaginn.

Aftur á móti fór ég að þrífa bílinn í dag (7. feb) þar sem bíllinn var að verða alhvítur af salti, og við eigum dökk gráann Subaru Legacy. Mér finnst algjör viðbjóður að hafa þetta á götunum og fæ verk í magann í hvers sinn sem ég keyri í polla eða það skettist eitthvað á bílinn. Bílinn verður ógeðslegur og ekki nóg með að bíllinn verður þakinn í þessu, heldur nær þetta að setjast í allar helstu króka og kima.

Mér finnst að saltið ætti að fara að vegum og nota eigi mölina eins og á Akureyri.

Hérna er góð grein eftir Sverrir Pál Erlendsson um salt noktun á Akureyri

Saltaður bíll

Þetta er ekki bíllinn okkar. Myndin er fengin af netinu, héðan.