Sarpur fyrir ‘Vefsíðugerð’ flokkinn

Íslensku vefverðlaunin 2009

12. febrúar 2010 kl. - Helgi Hrafn

Samtök vefiðnaðarinsÞeir sem lásu bloggið mitt fyrir ári síðan vita að ég fékk tækifæri til að vera í dómnefnd íslensku vefverðlaunanna það árið en gat ekki tekið þátt vegna flutninga til Reykjavíkur. Ég gagnrýndi einnig harðlega þá vefi sem dómnefnd tilnefndi til úrslita það árið. En í ár fékk ég annað tækifæri og sat í dómnefnd meðal sjö annara úrvals dómara á sviði vefiðnaðar, þau voru:

Sigurvegarar íslensku vefverðlaunanna eru:

Ég er mjög ánægður með þessar niðurstöðurnar og það er greinilegt að þessi verðlaun eru að stækka. Á ráðstefnunni sem var á vegum SVEF um markaðsetningu á netinu og afhenginu verðlaunanna í dag var hátt í 150 manns, og var þessi hátið rosalega flott. Í lokin vil þakka stjórn SVEF kærlega fyrir mig og í leiðinni óska sigurvegurum innilega til hamingju.

Bætt við eftir birtingu – Ég spjallaði meðal annars við Gunnar Hómlsteinn í dag og honum fannst kominn tími til þess að íslensku vefverðlaunin hafi sérstakann flokk fyrir vefforrit. Sem dæmi má nefna Vaktarinn, Raunveruleikurinn.is, Herstjórinn og fleiri forrit. Þessu er ég sammála og vona að stjórn SVEF fari í málið.

Deila með öðrum:
  • Facebook
  • Twitter
  • Digg
  • StumbleUpon
  • del.icio.us
  • Google Bookmarks
  • Tumblr
  • LinkedIn
  • email

Villuleit á íslensku í Wordpress

9. febrúar 2010 kl. - Helgi Hrafn

Í kjölfar þess að ég tek þátt í þýðingu á Wordpress 2.9.1 með Axel Rafni og Victori Jónssyni ákvað ég að skoða möguleikann á því að fá íslenska villuleit í Wordpress ritillinn. Eins og allir vita sem vinna eitthvað með Wordpress þá notar það kerfi TinyMCE ritilinn. Svo mundi ég allt í einu að Mbl Bloggið notar TinyMCE og er með tengingu við Púka. Ég fékk að vita að það er vefþjónusta við Villupúkann hjá Frisk og ég er búinn að senda þeim fyrirspurn.

Á meðan ákvað ég að skoða aðra möguleika og komst að því að Spellchecker íbótin í TinyMCE kann að nota ASpell. Ég setti upp ASpell með stuðningi fyrir íslensku og breytti einfaldlega nokkrum stillingum og fékk þetta til að virka.

Í þessari færslu fer ég í gegnum þær breytingar sem þarf að gera.

(meira …)

Deila með öðrum:
  • Facebook
  • Twitter
  • Digg
  • StumbleUpon
  • del.icio.us
  • Google Bookmarks
  • Tumblr
  • LinkedIn
  • email

Nokkur tips um Mail 3.5

30. janúar 2009 kl. - Helgi Hrafn

Ég ákvað að gefa Mail tækifæri á ný, aðalega vegna þess að mig langar að notast við Address bókina sem ég er búinn að ganga frá. Því ég samkeyri alltaf Address bókina við iPhone-inn minn. Núna get ég líka samkeyrt pósthólfin mín úr Mail yfir í iPhone-inn. Síðast en ekki síst kynntist ég skipulags forritinu Things og er farinn að nota það ótrúlega mikið. Það hefur þann möguleika tengja saman tölvupósta við viss verkefni, og margt margt fleira. (Skoðið endilega Screencast-ið)

Aftur á móti get ég líka sagt ykkur af hverju ég notaði ekki Mail frá upphafi. Það var vegna þess Mail 3.0 var ekki með nægilega góðan stuðning við stafasettin í tölvupóstunum sem ég var að fá. Ég fékk alltaf bara eitthvað bull, eða endalaus spurningarmerki (?). En í útgáfunni sem ég er að nota núna, útgáfa 3.5, þá virðist þetta vera allt í lagi.

Að lokum vil ég láta ykkur vita af nokkrum atriðum sem ég lærði meðal annars í dag.

  1. Nota flýti hnappana Cmd + Shift + D til að senda póst
  2. Til að skilgreina hvaða mappa í pósthólfinu á að vera fyrir Draft, Sent, Trash eða Junk. Þarftu að velja möppuna fara svo í Mailbox > Use this mailbox for > (velja svo hlutverk)
  3. Ef þú ert að nota IMAP með Gmail er gott að hafa [Gmail] sem rótin á pósthólfinu. (þetta notaði ég líka í Thunderbird)
    1. Opna Preferences ( Cmd + ; )
    2. Velja Accounts
    3. Velja pósthólfið
    4. Velja Advanced
    5. Setja [Gmail] í IMAP Path Prefix
    6. Vista

Þangað til á morgun, takk í bili.

Deila með öðrum:
  • Facebook
  • Twitter
  • Digg
  • StumbleUpon
  • del.icio.us
  • Google Bookmarks
  • Tumblr
  • LinkedIn
  • email

Íslensku vefverðlaunin 2008

27. janúar 2009 kl. - Helgi Hrafn

Vefirnir í úrslit vegna íslensku vefverðlaunanna voru tilkynnt í gær, eða þann 26. janúar 2009. Mér finnst hræðilegt að sjá hversu margir af sömu vefunum og hafa verið áður, eru aftur með núna. Aftur á móti finnst mér enn verra að aðeins einn vefur stenst HTML eða XHTML staðalinn sem þeir segjast fara eftir. Ég skoðaði bara forsíðurnar, en sjáið;

Besti sölu- og þjónustuvefurinn

Besti fyrirtækjavefurinn

Besti vefur í almannaþjónustu

Besti afþreyingarvefurinn

Besta útlit og viðmót

Besti einstaklingsvefurinn

Deila með öðrum:
  • Facebook
  • Twitter
  • Digg
  • StumbleUpon
  • del.icio.us
  • Google Bookmarks
  • Tumblr
  • LinkedIn
  • email

Dómnefnd vefverðlaunanna 2008

20. janúar 2009 kl. - Helgi Hrafn

Samtök VefðnaðarinsÉg fékk tölvupóst í dag frá gjaldkera SVEF, þar sem mér var boðið að sitja í dómnefnd vefverðlaunanna 2008. Kristján, vinnufélagi minn, tilnefndi mig í þessa dómnefnd.

Ég hefði svo verið til í að sitja í nefndinni, en þar sem nefndin þarf að koma saman næsta laugardag til að útnefna 5 vefi í hverjum flokki, þá kemst ég ekki. Því við hjónin erum að fara að pakka niður þessa sömu helgi. Ég fékk líka að vita það eru um 50 vefir í hverjum flokki, sem hver dómari þarf að skoða með gagnrýnu hugafari fyrir laugardaginn. Þannig þetta er þokkaleg vinna fyrir fundinn. Ég hefði svo verið til í þetta.

Þangað til á morgun .. heyrumst.

Deila með öðrum:
  • Facebook
  • Twitter
  • Digg
  • StumbleUpon
  • del.icio.us
  • Google Bookmarks
  • Tumblr
  • LinkedIn
  • email