Hvað er Twitter

25. júlí 2009 kl. - Helgi Hrafn

Ég er oft á dag spurður

“Hvað er þetta Twitter?”

og svarið er alltaf það sama.

Örblogg samfélag þar sem þú velur að fylgjast með fólki, miðlum og öðru slíku til að fá skilaboð og tilkynningar um hvað er að gerast útí heimi eða hjá nánustu vinum.

Svo rakst ég á eitt kynningamyndband sem mér fannst sýna þetta best.

Allir að skrá sig á Twitter og fylgið mér, @harabanar

Deila með öðrum:
  • Facebook
  • Twitter
  • Digg
  • StumbleUpon
  • del.icio.us
  • Google Bookmarks
  • Tumblr
  • LinkedIn
  • email

Helginn – Nú hefst fjörið

1. júlí 2009 kl. - Helgi Hrafn

Ég og Helgi Steinar höfum tekið að okkur að stýra sjónvarpsþætti á netinu og verður hann birtur á Akureyri.net. Þátturinn heitir Helginn og við setjumst saman í sófann og förum yfir efni af Akureyri.net og annað skemmtilegt sem við finnum á internetinu. Nafnið kemur einfaldlega frá því að við heitum báðir Helgi og þættirnir verða vonandi birtir vikulega um helgar. Fyrsti þátturinn er þó sýndur á miðvikudegi til að hitta á skemmtilega dagsetningu, 1. júlí 2009, eða í dag. Næsti þáttur verður birtur um helgina 11. eða 12. júlí.

Fréttastjóri Akureyri.net fékk mig í viðtal á MSN daginn fyrir frumsýningu fyrsta þáttar og þá spurði hann mig hvernig þetta kom til.

“Hugmyndin kom upphaflega þegar ég sýndi Helga Steinari netþáttinn Diggnation og þá fengum við þá flugu í hausinn að gera video blog sjálfir. Höfum báðir verið í því að blogga og gefist upp á því, með löngum pásum. Síðan kom Örlygur Hnefill einhvern veginn inní umræðuna og blandaði þessu við Akureyri.net og stækkaði video bloggið yfir í stærri þátt á netinu. Eftir það var í raun varla snúið við, það var búið að panta hönnun á merki, myndatökumenn búnir að taka frá daga í upptökur og konurnar okkar búnað að panta sér tíma í nudd.” Eins og kemur fram á Akureyri.net

Í þessu sama viðtali spurði hann hvert planið væri með þáttinn, heimsfrægð eða dauði?

“Langar ekki öllum í frægð og frama? Okkur langar allavegana að koma með nýja sýn á málunum og vera ekki algjörlega stípaðir fyrir sjónvarpið. Fólk á eftir að taka eftir því að við töluð mikið í kross, endurtökum hvorn annan og gerum okkur að algjörum fíflum í fyrsta þættinum.”

Þetta er nefnilega málið, hvorugur okkar hefur verið fyrir framan myndavélina áður. Meira um það að við erum á bak við hana fram að þessu. Þetta verður allavegana mjög spennandi og skemmtilegt verkefni.

Endilega horfið á fyrsta þáttinn okkar Nú hefst fjörið á Akureyri.net/helginn og fylgist með á Facebook, YouTube og Twitter.

Deila með öðrum:
  • Facebook
  • Twitter
  • Digg
  • StumbleUpon
  • del.icio.us
  • Google Bookmarks
  • Tumblr
  • LinkedIn
  • email

Twitter í stað RSS (eða ATOM)

16. maí 2009 kl. - Helgi Hrafn

Twitter vs. RSS

Ég er farinn að nota Twitter frekar mikið. Fylgjast með því hvað félagarnir eru að gera, hér heima og úti í heimi. Ég er líka að fylgjast með því sem vissir bloggarar eru að skrifa, og að sjálfsögðu sumar fréttasíður sem ég les. Um daginn var ég að horfa á Diggnation og þar kom um upp skemmtileg pæling, “Að nota Twitter í stað RSS”.

Að sjálfsögðu hafa báðar þessar þjónustur ákveðin hlutverk. En fyrir einstakling sem er að fylgjast með fréttum á netinu, eða bloggurum héðan og þaðan, þá er tilvalið að nota frekar Twitter. En til þess þurfa fréttasíðurnar og bloggaranir að vera á Twitter og senda þangað efni þegar eitthvað nýtt kemur á vefinn þeirra.

RSS hefur sambærilegt hlutverk gagnvart einstaklingnum, að upplýsa lesandann þegar nýtt efni er komið á netið, en þar sem RSS getur veitt meiri upplýsingar en Twitter, þá held ég að það muni aldrei hverfa. Með RSS getur veitandinn leyft notandanum að komast í frekari upplýsingar, og til dæmis birt heila bloggfærslu. En á meðan Twitter býður bara upp á 140 stafi eða minna. Skemmtilegt að segja frá því að Twitter býður upp á RSS veitu af því sem hver notandi er að senda inn.

Mín niðurstaða er sú, að Twitter mun aldrei koma í stað RSS, einfaldlega vegna þess hvort um sig hefur ákveðnu hlutverki að gegna. Aftur á móti tel ég það upplagt fyrir fréttaveitur og bloggara að nýta sér Twitter til að koma sínu efni á framfarir. Ekki síður en að fréttafíklarnir og blogggleypirnir noti Twitter til að komast í það nýjasta sem fyrst.

Nú þegar eru Íslenskir fréttamiðlar farnir að nota Twitter

Hvað er Twitter
Twitter er örblogg samfélag þar sem skráðir meðlimir geta fylgjst með því hvað aðrir meðlimir eru að gera, eða skrifa um, í 140 stöfum eða minna. Sem skráður meðlimur getur þú fylgjst með hverjum sem er á Twitter einfaldlega með því að komast á Twitter síðu þess aðila og velja þar að fylgja honum. Síðan til þess að sjá hvað “vinir” þínir eru að senda inn ferðu á Twitter síðuna þína eða notar eitthvert af þeim fjölmörgu Twitter forritum sem eru í boði, sbr. http://twitter.com/downloads

ps. Þú getur fylgst með mér á Twitter, @harabanar

Deila með öðrum:
  • Facebook
  • Twitter
  • Digg
  • StumbleUpon
  • del.icio.us
  • Google Bookmarks
  • Tumblr
  • LinkedIn
  • email

Einn góður á fimmtudegi

19. mars 2009 kl. - Helgi Hrafn

Ég horfði gagnrýnum augum á konuna, sem ég hef verið giftur í 30 ár og sagði: “Heyrðu elskan, fyrir 30 árum áttum við ódýra íbúð, ódýran bíl, við sváfum á sófanum í stofunni, horfðum á 10 tommu svart/hvítt sjónvarp og á hverju kvöldi iðkaði ég bólfarir með viljugri 25 ára stelpu.”

Ég hélt áfram, “Núna á ég 80 milljóna hús, 15 milljóna bíl, rúm á stærð við skeiðvöll og 50 tommu flatskjá, en þarf að sætta mig við það á hverju kvöldi að fara í bólið með þreyttri 55 ára konu. Ég fæ ekki séð að þú hafir haldið í við þróunina hér.”

Ég verð að játa að ég á skynsama konu. Hún leit snöggvast á mig og sagði um leið: “Ekki vandamálið , drífðu þig bara út og finndu þér 25 ára viljuga stelpu. Ég sé um að þú fáir hitt aftur. Ódýra íbúð, bíldruslu og ódýrt svart/hvítt sjónvarp!” Eftir þessi 30 ár, veistu að ég meina það sem ég segi. Er konan mín ekki frábær? Grái fiðringurinn hvarf á einu andartaki!

Þessi brandari barst mér í tölvupósti í dag frá henni Hrefnu Hreinsdóttur.

Deila með öðrum:
  • Facebook
  • Twitter
  • Digg
  • StumbleUpon
  • del.icio.us
  • Google Bookmarks
  • Tumblr
  • LinkedIn
  • email

iPhone OS 3.0

17. mars 2009 kl. - Helgi Hrafn

Ég er þegar fallinn. ÉG hef ekki staðið mig nægilega vel þessa dagana varðand blog á dag árið 2009. Þetta varð mér mjög erfitt upp á síðkastið, einfaldlega vegna skorts á umræðuefnum. Lesendur síðunnar tóku heldur ekki þátt í því að koma með hugmyndir. Aftur á móti er ein hugmynd sem ég fékk þegar við hjónin fórum á Rizzo nokkuð góð. Það er að fara að skrifa pizzu gagnrýni. Við konan erum nokkuð dugleg í því að baka okkur pizzu hérna heima, sem og fara á pizzustaði út um allt. Líklega bara eins og margir aðrir. En þá datt mér í hug hvort mar ætti ekki að fara að skrifa um bestu pizzurnar. Kannski taka myndir og gefa þeim sneiðar (stjörnugjöf). :P

En að máli málanna. Í dag var kynning á nýjustu útgáfuna af iPhone stýrikerfinu, útgáfa 3.0.

iPhone OS 3.0 kynning

Meðal nýjunga eru:

  • In-App Purchasing: Leyfir þróun hugbúnaðar þar sem hægt er að kaupa hluti. Meðal hugmynda er kaup á dagblaða áskift, rafrænar bækur, aukahlutir og skref í lekjum.
  • Peer-to-Peer Connectivity: Leit að öðru tækjum sem keyra sama hugbúnað í gegnum Bonjour yfir þráðlaust eða Bluetooth. Mjög skemmtilegt fyrir tölvuleiki og líka nnan hugbúnað til að deila gögnum
  • Third-Party Accessory Apps: Framleiðendur aukabúnaðar geta forritað hugbúnað sem sem vinnur með vélbúnaðar aukahlutum
  • Push Notification: Í stað þess að keyra hugbúnað í bakgrunni og éta upp batteríið, notast við third-party server til að framkvæma push. Þetta hjálpar til dæmis með ábendingar og sendingar efnis frá forritum
  • Turn by Turn: Apple ætlar að leifa not á CoreLocation vegna turn-bu-turn GPS staðsetningu
  • Cut, Copy og Paste: Nothæft á milli forrita. Rista til að gera undo eða redo
  • Landscape keyboard: Hægt í öllum forritunum, líka Mail
  • MMS: Margmiðlunarskilaboð
  • Voice Memos: Taka upp minnisatriði, fyrirlestra og viðtöl
  • Spotlight Search: Leita í öllum hugbúnaði. Stýrikerfisleit frá Home skjámyndinni með því að renna til vinstri.
  • A2DP Bluetooth: Stuðningur fyrir bluetooth headsets.

Beta útgáfa er þegar aðgengileg öllum sem eru að þróa hugbúnað fyrir iPhone. Aftur á móti verður þessu uppfærsla fáanleg í sumar fyrir alla. Að sjálfsögðu verður stýrikerfið ókeypis fyrir iPhone eigendur en iPod Touch eigendur þurfa að borga 9,95 USD.

Aftur á móti furða menn sig á því af hverju verða ekki allir möguleikar uppfærslunar virkar fyrir fyrri tegundina af iPhone. Apple segir að vélbúnaður þess útgáfu stendur í vegi fyrir MMS stuðningi og stereo Bluetooth, til dæmis. En sem betur fer geta eigendur iPod Touch útgáfu tvö virkt Bluetooth möguleikann.

Heimildir: http://www.macrumors.com/2009/03/17/highlights-of-apples-iphone-os-3-0-preview-copy-and-paste-a2dp-mms-much-more/

Deila með öðrum:
  • Facebook
  • Twitter
  • Digg
  • StumbleUpon
  • del.icio.us
  • Google Bookmarks
  • Tumblr
  • LinkedIn
  • email

HK – KKF Þórir, 95 – 79

7. mars 2009 kl. - Helgi Hrafn

Í dag spilaði HK heimaleik gegn KKF Þórir. Fyrir leikinn voru HK og KKF jafnir á stigum, eða með 6 stig í neðsta og næst neðsta stæti. HK þó með betri markatölu. Ég mætti að sjálfsögðu á leikinn og skrifaði niður stöðuna eftir hvern leikhluta, nema 3ja, þar sem ég var að spila í þriðja og fjórða.

HK byrjuðu undir eftir fyrsta leikhluta, og hélt það aðeins áfram í örðum hluta. En, þegar annar leikhluti var aðeins kominn af stað vöknuðu HK menn til lífsins og fóru að skila góðum leik. Vörnin varð betri og fleiri stig í kladdann. Þetta hélt áfram í þriðja leikhluta og stækkaði bara bilið. KKF Þórir sá aldrei til sólar miða við framistöðu HK. Í fjórða leikhluta náði HK mesta forskotinu, eða 20 stigum.

Leikhlutarnir fóru svona

  1. HK 16 – 18 KKF
  2. HK 43 – 38 KKF (30 – 20)
  3. HK ?? – ?? KKF
  4. HK 95 – 79 KKF

Næsti leikur HK er sunnudaginn 15. mars aftur gegn KKF, en þá í Hagaskóla.

ps. Ef HK sigrar sína tvo síðustu leiki, gegn KKF og ÍG, og UMFÁ tapar sínum síðasta. Kemst HK í fjórða sæti í sínum riðli og þar með áfram í 8 liða úrslit. Síðasti leikur UMFÁ er einmitt gegn KKF núna á mánudaginn 9. mars. UMFÁ hefur nefnilega tapað þrem síðustu leikjum, gegn Leikni, HK og ÍG. Á meðan þeir sigruðu KKF á útivelli 78 – 99. Við krossleggjum alla fingur og tær.

Deila með öðrum:
  • Facebook
  • Twitter
  • Digg
  • StumbleUpon
  • del.icio.us
  • Google Bookmarks
  • Tumblr
  • LinkedIn
  • email

Tómt

6. mars 2009 kl. - Helgi Hrafn

.. hér er ekkert að sjá né lesa :(

Deila með öðrum:
  • Facebook
  • Twitter
  • Digg
  • StumbleUpon
  • del.icio.us
  • Google Bookmarks
  • Tumblr
  • LinkedIn
  • email

Lélegur þessa dagana

5. mars 2009 kl. - Helgi Hrafn

Mar er búinn að vera frekar lélegur að blogga þessa dagana. Ég vil byðja lesendur að senda mér tillögur að umræðuefni, eða einhverju sem ég get frætt fólk um.

Skrifið athugasemdir og ég skal vera í sambandi við ykkur.

Deila með öðrum:
  • Facebook
  • Twitter
  • Digg
  • StumbleUpon
  • del.icio.us
  • Google Bookmarks
  • Tumblr
  • LinkedIn
  • email

Apple New Laptop With No Keyboard

4. mars 2009 kl. - Helgi Hrafn

Jói, félagi minn, benti mér á þetta!

Deila með öðrum:
  • Facebook
  • Twitter
  • Digg
  • StumbleUpon
  • del.icio.us
  • Google Bookmarks
  • Tumblr
  • LinkedIn
  • email

Lélegt blog

3. mars 2009 kl. - Helgi Hrafn

Ég verð því miður að skrifa enn eitt lélegt blog. Það er ekkert spennandi að gerast þessa dagana. Mar vaknar, vinna, heim, borða, glápa, sofa. Síðan hefst þetta á ný! Nema þegar um mánudaga of fimmtudaga er að ræða, þá bætast við körfuboltaæfingar þarna á milli borða og glápa.

Þar til seinna .. takk í bili.

Deila með öðrum:
  • Facebook
  • Twitter
  • Digg
  • StumbleUpon
  • del.icio.us
  • Google Bookmarks
  • Tumblr
  • LinkedIn
  • email