.. og ennþá minna á mánudegi
26. janúar 2009 kl. - Helgi HrafnVakna, strætó, vinna, skutla Aníku á flugvöllinn, vinna áfram, versla í Bónus, heim, borða, sofna yfir fréttum, vakna aftur, horfa smá á imbann, fara svo að sofa.
Góða nótt
Vakna, strætó, vinna, skutla Aníku á flugvöllinn, vinna áfram, versla í Bónus, heim, borða, sofna yfir fréttum, vakna aftur, horfa smá á imbann, fara svo að sofa.
Góða nótt
.. jamm, það gerðist lítið í dag. Vi ðhjóninn héldum áfram að pakka, sem var aðalega bara baðherbergið. Svo gékk ég frá bókhaldinu okkar í möppur. Það á það til að staflast upp 6 mánuði aftur í tíma, eða svo. Eftir öll erfiðin fórum við hjónin í ljós og svo fengum við sunnudagsteikina hjá mömmu og pabba á Þelamörk, lambalæri og meðþví.
Fleira er ekki í fréttum ..
Vid hjónin erum búin að vera að pakka í allan dag. Fórum med 13 kassa í geymslu hjá vinnunni og kláruðum að pakka geymslunni. Aníka kláraði reyndar að pakka öllu eldhúsinu á föstudaginn, nú er bara notast við pappadiska og plastglös. Við eigum ekki mikið eftir, þurfum að redda okkur nokkrum kössum í viðbót til að klára þetta síðasta. Gerum það á morgun, þangað til, heyrumst!
Félagi minn, Pálmar, sendi mér áhugaverðan hlekk um daginn. Greinin er um forrit fyrir iPhone op hjálpar skyttum að miða. Kíkið á þetta.
ps. Greinin er á Dönsku
Nú eru nokkrir farnir að nota Wordpress í kringum mig. Hver og einn þeirra er líka með notanda á Wordpress.com/Wordpress.org til að fá hjá þeim API lykill vegna tölfræði upplýsinga sem er hægt að komast í, og líka til að notast með Akismet. Með þessu öllu saman verður til notandi á vefsíðunni Gravatar.com. Gravatar stendur fyrir globally recognized avatar (Wikipedia hlekkur). Á þessari síðu eru notendur með einskonar prófíl mynd sem tengist netfanginu þeirra. Þær síður sem notast svo við þjónustuna sem Gravatar.com býður upp á, birta þessa prófíl mynd. Til dæmis á síðunni minni og Aníku þá birtast myndir lesenda við athugasemdirnar sem þeir skrifa.
Til þess að nýta sér þessa þjónust þarft þú sem lesandi einfaldlega að stofna þér aðgang á Gravatar.com. Þetta eru nokkur skref að fara í gegnum.
Þið sem eruð að skrifa athugasemdir á vefinn hjá mér, endilega að stofna svona aðgang og þá kemur mynd af ykkur með athugasemdinni.
Takk í bili.
Þetta fór alltaf í taugarnar á mér, því ég nota lítið iPhoto. Ég vil þar með deila með ykkur hvernig slökkva skal á þessu.
Gjöriði svo vel
ps. Þetta virkar líka með stafrænum myndavélum, iPod og kortalesurum.
Eg setti upp Wordpress forrit ur AppStore og er ad prufa ad blogga ur simanum. Eg skrifa vonandi innihalds meira blog i kvold. Litid buid ad gerast i dag annad en ad vakna og fara i sturtu.
Heyrumst ..
Ég fékk tölvupóst í dag frá gjaldkera SVEF, þar sem mér var boðið að sitja í dómnefnd vefverðlaunanna 2008. Kristján, vinnufélagi minn, tilnefndi mig í þessa dómnefnd.
Ég hefði svo verið til í að sitja í nefndinni, en þar sem nefndin þarf að koma saman næsta laugardag til að útnefna 5 vefi í hverjum flokki, þá kemst ég ekki. Því við hjónin erum að fara að pakka niður þessa sömu helgi. Ég fékk líka að vita það eru um 50 vefir í hverjum flokki, sem hver dómari þarf að skoða með gagnrýnu hugafari fyrir laugardaginn. Þannig þetta er þokkaleg vinna fyrir fundinn. Ég hefði svo verið til í þetta.
Þangað til á morgun .. heyrumst.
Enn eitt lagið sem ég fíla, þetta kemur mér í gang á morgnana
Já, það snjóaði sko mikið í gær. Ég var ný búinn að fá Túnþökusölu Kristins til að moka bílaplanið hjá okkur, reyndar á miðvikudaginn. En mér er sama, óþarfi að moka einu sinni í viku.
Í gær fengum við Stubba Guðrúnu Soffíu í heimsókn. Hún var búinn að biðja mig að redda sér hugbúnaði í tölvuna, og það er nú yfirleitt ekki vandamálið. Aftur á móti er hún með Windows Vista, og ég kann ekkert á það. Fékk tölvuna hennar ekki til þess að tala við serverinn minn heima. Endaði með því að brenna hugbúnaðinn á DVD disk, því ég átti ekki nógu stórann USB lykil. En DVD diskurinn varð eitthvað bilaður þannig að við redduðum þessu öðru vísi.
Guðrún skutlaði okkur svo til Sverrir Páls, þar fengum við pönnukökur og við Svp spjölluðum um heima og geima. Ætli það séu ekki að nálgast 2 ár síðan við Svp settumst niður og ræðum málin. Eftir kaffispjallið ákváðum við að kíkja aðeins í tölvurnar okkar, og fórum að spá í vefinn hans. Sverrir fannst Wordpress rosalega spennandi, þannig að við erum líkleg að flytja vefinn hans líka yfir. Svp bauð svo upp á ljúffengt grænmetislasagna og svo reyndum við að uppfæra iPod Touch-inn hans. Þegar við komumst að því að við urðum bara að kaupa nýjustu uppfærsluna, og vorum búnir að fá skilaboðin um að íslenskt VISA kort virkar ekki í Apple Store USA. Gáfumst við upp. Ég ætla bara að redda honum iTunes gjafakorti. Þá fær hann inneign á aðganginn sinn og getur farið að versla sér tónlist, sjónvarpsþætti, bíómyndir og hugbúnað í iPodinn.
Eftir heimsóknina löbbuðum við Stubba heim, og þegar heim var komið vorum við ÖLL í snjó. Stubba með köggla upp á bak og ég í frosnum buxum. Almennt séð, góður dagur.