Fleiri að nota Wordpress
7. janúar 2009 kl. - Helgi HrafnHelgi Steinar, félagi minn er nú farinn að nota Wordpress.
Helgi Steinar, félagi minn er nú farinn að nota Wordpress.
Jæja, þá er mar kominn í borg óttans. Við hjónin erum s.s. í Rvk þessa dagana, Aníka er að byrja í skólanum og ég fer á nokkra fundi og svona. Síðan erum við líklega að fara að skoða íbúðir hérna í Rvk. Úps, missti ég þetta út úr mér. Já það getur verið að við hjónin séum að fara að flýja kreppuna á Akureyri í enn meiri kreppu í Rvk. En meira um það seinna.
btw. það var fljúgandi hálka á leiðinni og við sáum einn bíl fara út af í Skagafirði. Við þurftum að keyra frá botni Skagafjarðar að Varmahlíð á max 60km/klst, það var svo hált og blautt. Bíllinn skautaði bara í þessu færi.
Verðum í bandi.
Þetta finnst mér frekar kúl. Um leið og ég las um þetta sá ég not fyrir það í kerfinu sem ég er að smíða í vinnunni. Mæli með því að menn skoði þetta
jQuery Alert(), Confirm() and Prompt() Dialogs Replacements.
Við Aníka byrjuðum daginn á því að fara í Bónus að versla og svo þrifum við bílinn. Litum við hjá tengdó í L16 þar sem Aníka sótti kassa af gömlu dóti sem hún á. Svo fengum við Helgu, Binna og Dag í kvöldmat. Við elduðum ítalskar kjötbollur að hætti mömmu, með ristuðu baguete brauðu með osti.
Sem sagt, að öllu jöfnu góður sunnudagur sem fullkomnar þessa góðu helgi.
Ég lofaði að blogga á hverjum degi árið 2009, og þetta er nú þegar farið að vera erfitt. Aníka er búinn að vera að bögga mig á þessu í allan dag, segjandi hvað ég eigi mikið eftir af deginum til að geta skrifað eitthvað.
En við hjónin erum búin að hafa mjög góðan dag. Fengum okkur göngutúr út í Kaupang til að kaupa laugardagsnammi. Stubba fór með okkur og hún stóð sig alveg frábærtlega í bandi. Alveg þar til hún heyrði í rakettunum, þá fórum við að tosast á. Hún varð rosalega stressuð, en var ánægð þegar við vorum komin heim.
Ég er búinn að bæta við nokkrum viðbótum við Wordpress uppsetninguna. Ég rakst á síðu með færslu um 16 viðbætur sem er gott að hafa. Ég setti inn eftirfarandi:
1. Akismet
2. WordPress.com Stats
3. All in One SEO Pack
[..]
9. Google XML Sitemaps
[..]
13. Subscribe To Comments
Svo setti ég inn nokkra sem ég fann sjálfur
1. Gravatar – Birta Avatar frá gravatar.com með athugasemdum
2. NextGEN Gallery – Myndasafns viðbót
3. WP-Syntax – Lita kóða eftir forritunarmáli í blog færslum
Góða nótt í bili.
Ég tók mig til og þýddi einfalt wordpress útlit, Darwin. Ég til með að notast við þetta, svona til að byrja með. Aftur á móti langar mig að notast við Carrington Blog útlitið, en það eru fleiri skrár og flókarni uppsetning á Darwin. Ég er að vinna að þýðingu
Verðum í bandi.
Fyrst að það er nýtt ár gengið í garð hef ég ákveðið að hefja nýtt blogg. Ég hef hingað til notast við lítið vefkerfi sem ég hannaði á sínum tíma fyrir konuna mína, Aníku Lind, en ég hef ekki allann tímann í heiminum til að viðhalda því kerfi. Þannig ég hef ákveðið að notast við Wordpress.
Áramótaheiti mitt er að blogga á hverjum einasta degi þessa árs. Þetta geta verið alskonar færslur sem ég kem til með að skrifa um. Vinnuna, forritun, eitthvað á netinu, eða bara eitthvað sem mér dettur í hug. En það verður bara að koma í ljós.
En til að byrja með, Gleðilegt nýtt ár!