Pizza og hangs

12. janúar 2009 kl. - Helgi Hrafn

Gærdagurinn var ágætur. Kom náttúrulega heim til Akureyrar frá því að vera í Reykjavík í nokkra daga. Fór svo beint í vinnuna þar til mamma kom með Stubbu. Síðan hittumst við Helgi Steinar, fengum okkur pizzu og tölvuðumst aðeins.

Einfaldur og góður dagur :P

Deila með öðrum:
  • Facebook
  • Twitter
  • Digg
  • StumbleUpon
  • del.icio.us
  • Google Bookmarks
  • Tumblr
  • LinkedIn
  • email

Hjónin flytja á Álftanesið

11. janúar 2009 kl. - Helgi Hrafn

Jæja, þá er þetta er komið á hreint. Við hjónin erum komin með leigjendur að íbúðinni okkar í Stekkjartúni. Við erum einnig komin með íbúð á Álftanesinu sem við verðum í þetta tilrauna ár okkar í Reykjavík.

Svona er sem sagt sagan.

Aníka missti samninginn sinn á Passion á Akureyri. Kemst í skólann þessa önnina og fær samning á stofunni Salon Reykjavík. Þetta er sama stofa og hún vann á fyrir áramót, eða á síðustu önn. Aftur á móti er meistarinn þar, hann Arnar, tilbúinn að vera með Aníku lengur í starfi en bara samningstímann. Við settum þar með íbúðina okkar á leigu á mánudaginn 5. janúar og fengum strax svör. Íbúðin er nú leigð og við erum búin að vera að leita okkur að íbúð hér í borginni. Sem betur fer hafði ég samband við félaga minn Hannes Inga, sem er staddur í Edinburgh þessa dagana. Kemur þá í ljós að leigjendur að íbúðinni hans og Þóru, sögðu upp leigunni fyrir stuttu og væru tilbúin að losna sem fyrst. Við Aníka mætum á svæðið og skoðum íbúðina. Okkur leyst mjög vel á íbúðina og verðum þar frá 1. febrúar 2009 til 1. febrúar 2010, í minnsta lagi. Íbúðin þeirra er eins og smækkuð útgáfa af okkar. Á jarðhæð, sér inngangur, sólpallur, eitt svefnherbergi og rosa flott.

Nýja heimilsfangið okkar verður: Asparholt 2, 225 Álftanes.

Deila með öðrum:
  • Facebook
  • Twitter
  • Digg
  • StumbleUpon
  • del.icio.us
  • Google Bookmarks
  • Tumblr
  • LinkedIn
  • email

Hver íbúðin flottari en hin

10. janúar 2009 kl. - Helgi Hrafn

Íbúðarrúturinn okkar í dag var svolítið sérstakur. Ég ætla nú ekki að fara að nefna heimilisföng og annað slíkt hér. En við skoðuðum fimm íbúðir í dag, fjórar þeirra í Hafnafirði og það var einmitt þar sem hver íbúðin var fallegri en hin. Endaði rúnturinn rosalega flottum stað með geðveikt flottu útsýni.

Það verður spennandi að sjá hvar við endum. :P

To be continued ..

Deila með öðrum:
  • Facebook
  • Twitter
  • Digg
  • StumbleUpon
  • del.icio.us
  • Google Bookmarks
  • Tumblr
  • LinkedIn
  • email

Þá hefst íbúðarleitin

9. janúar 2009 kl. - Helgi Hrafn

Nú erum við hjónin búin að skanna interheiminn af íbúðum á stór Reykjavíkursvæðinu og búin að setja upp smá Excel skjal til að halda utan um þetta. Á morgun ætlum við að hringja í nokkra sem við fundum núna síðla kvölds. Eftir það ætlum við að skoða nokkrar.

Gangi okkur vel .. :D

Deila með öðrum:
  • Facebook
  • Twitter
  • Digg
  • StumbleUpon
  • del.icio.us
  • Google Bookmarks
  • Tumblr
  • LinkedIn
  • email

Brjálað að gera

8. janúar 2009 kl. - Helgi Hrafn

Nóg er að gerast í vinnunni þessa dagana. Hvað Bændasamtökin varðar erum við að keyra alskonar uppgjör varðandi skýrsluhaldið í Huppu, til að geta gefið út tölur varðandi ársuppgjörið. En líka vegna þess að það þarf að fara að reikna kynbótaeinkunir. Nú eru ekki margir sem vita hvað ég er að tala um, en ég get sagt ykkur að þetta eru alskonar keyrslur sem þarf að keyra til að lagfæra gögn og annað slíkt.

Verðum í bandi, minns er farinn að sofa.

Deila með öðrum:
  • Facebook
  • Twitter
  • Digg
  • StumbleUpon
  • del.icio.us
  • Google Bookmarks
  • Tumblr
  • LinkedIn
  • email

Fleiri að nota Wordpress

7. janúar 2009 kl. - Helgi Hrafn

Helgi Steinar, félagi minn er nú farinn að nota Wordpress.

Deila með öðrum:
  • Facebook
  • Twitter
  • Digg
  • StumbleUpon
  • del.icio.us
  • Google Bookmarks
  • Tumblr
  • LinkedIn
  • email

Reykjavík here we come

6. janúar 2009 kl. - Helgi Hrafn

Jæja, þá er mar kominn í borg óttans. Við hjónin erum s.s. í Rvk þessa dagana, Aníka er að byrja í skólanum og ég fer á nokkra fundi og svona. Síðan erum við líklega að fara að skoða íbúðir hérna í Rvk. Úps, missti ég þetta út úr mér. Já það getur verið að við hjónin séum að fara að flýja kreppuna á Akureyri í enn meiri kreppu í Rvk. En meira um það seinna.

btw. það var fljúgandi hálka á leiðinni og við sáum einn bíl fara út af í Skagafirði. Við þurftum að keyra frá botni Skagafjarðar að Varmahlíð á max 60km/klst, það var svo hált og blautt. Bíllinn skautaði bara í þessu færi.

Verðum í bandi.

Deila með öðrum:
  • Facebook
  • Twitter
  • Digg
  • StumbleUpon
  • del.icio.us
  • Google Bookmarks
  • Tumblr
  • LinkedIn
  • email

jQuery Alert(), Confirm() and Prompt() Dialogs Replacements

5. janúar 2009 kl. - Helgi Hrafn

Þetta finnst mér frekar kúl. Um leið og ég las um þetta sá ég not fyrir það í kerfinu sem ég er að smíða í vinnunni. Mæli með því að menn skoði þetta :P

jQuery Alert(), Confirm() and Prompt() Dialogs Replacements.

Deila með öðrum:
  • Facebook
  • Twitter
  • Digg
  • StumbleUpon
  • del.icio.us
  • Google Bookmarks
  • Tumblr
  • LinkedIn
  • email

.. og þægilegur sunnudagur

4. janúar 2009 kl. - Helgi Hrafn

Við Aníka byrjuðum daginn á því að fara í Bónus að versla og svo þrifum við bílinn. Litum við hjá tengdó í L16 þar sem Aníka sótti kassa af gömlu dóti sem hún á. Svo fengum við Helgu, Binna og Dag í kvöldmat. Við elduðum ítalskar kjötbollur að hætti mömmu, með ristuðu baguete brauðu með osti.

Sem sagt, að öllu jöfnu góður sunnudagur sem fullkomnar þessa góðu helgi.

Deila með öðrum:
  • Facebook
  • Twitter
  • Digg
  • StumbleUpon
  • del.icio.us
  • Google Bookmarks
  • Tumblr
  • LinkedIn
  • email

Þægilegur laugardagur

3. janúar 2009 kl. - Helgi Hrafn

Ég lofaði að blogga á hverjum degi árið 2009, og þetta er nú þegar farið að vera erfitt. Aníka er búinn að vera að bögga mig á þessu í allan dag, segjandi hvað ég eigi mikið eftir af deginum til að geta skrifað eitthvað. :P

En við hjónin erum búin að hafa mjög góðan dag. Fengum okkur göngutúr út í Kaupang til að kaupa laugardagsnammi. Stubba fór með okkur og hún stóð sig alveg frábærtlega í bandi. Alveg þar til hún heyrði í rakettunum, þá fórum við að tosast á. Hún varð rosalega stressuð, en var ánægð þegar við vorum komin heim.

Ég er búinn að bæta við nokkrum viðbótum við Wordpress uppsetninguna. Ég rakst á síðu með færslu um 16 viðbætur sem er gott að hafa. Ég setti inn eftirfarandi:

1. Akismet
2. WordPress.com Stats
3. All in One SEO Pack
[..]
9. Google XML Sitemaps
[..]
13. Subscribe To Comments

Svo setti ég inn nokkra sem ég fann sjálfur
1. Gravatar – Birta Avatar frá gravatar.com með athugasemdum
2. NextGEN Gallery – Myndasafns viðbót
3. WP-Syntax – Lita kóða eftir forritunarmáli í blog færslum

Góða nótt í bili.

Deila með öðrum:
  • Facebook
  • Twitter
  • Digg
  • StumbleUpon
  • del.icio.us
  • Google Bookmarks
  • Tumblr
  • LinkedIn
  • email