Sarpur fyrir febrúar, 2009

Stjarnan – Þór Ak

8. febrúar 2009 kl. - Helgi Hrafn

Við hjónin fórum á körfuboltaleik Stjörnunnar – Þór Akureyri. Ég var búinn að vera í sambandi við Jón Orra, einn leikmann Þórsaranna, um að ég mundi mæta á leikina þeirra hérna í borginni.

Þessi leikur var rosalega spennandi á köflum. Að undanskildum fyrsta leikhluta hafði Stjarnan alltaf yfirhöndina í leiknum. Þór náði samt að jafna nokkrum sinnum, en Stjarnarn gaf þá bara í á ný. Að mínu mati voru Þórsarar að reyna við 3gja stiga skot af allt of löngu færi, og náðu svo of fáum sóknarfráköstum. Á meðan Stjarnan setti niður hverja 3gja stiga körfuna. En þegar ég skoða tölfræðina á kki.is sé ég að bæði liðin voru með 14 3gja stiga körfur, en Stjarnar með 48,3% nýtni og Þór með 40%. Baráttuandinn í Þórsurum dugði ekki til sigurs í þessum leik, og heimamenn sigruðu með 14 stiga mun. Lokatölurnar voru Stjarnan 110 – 96 Þór.

Þetta tap er sjöunda tap Þórsaranna í röð og eru menn orðnir hræddir við fall í deildinni.

Koma svo Þórsarar!

Stjarnan - Þór

Twitter og Tumblr

7. febrúar 2009 kl. - Helgi Hrafn

Var að ganga frá svæðum mínum á Twitter og Tumblr.

Dagurinn á morgun verður tekið með ró. Við hjónin þurfum að hlaða batteríin fyrir næstu viku.

Burt með saltið á vegum borgarinnar

6. febrúar 2009 kl. - Helgi Hrafn

(skrifað 7. feb 2009)

Við hjónin fórum snemma að sofa í gærkvöldi, þess vegna bloggaði ég ekki fyrir gærdaginn.

Aftur á móti fór ég að þrífa bílinn í dag (7. feb) þar sem bíllinn var að verða alhvítur af salti, og við eigum dökk gráann Subaru Legacy. Mér finnst algjör viðbjóður að hafa þetta á götunum og fæ verk í magann í hvers sinn sem ég keyri í polla eða það skettist eitthvað á bílinn. Bílinn verður ógeðslegur og ekki nóg með að bíllinn verður þakinn í þessu, heldur nær þetta að setjast í allar helstu króka og kima.

Mér finnst að saltið ætti að fara að vegum og nota eigi mölina eins og á Akureyri.

Hérna er góð grein eftir Sverrir Pál Erlendsson um salt noktun á Akureyri

Saltaður bíll

Þetta er ekki bíllinn okkar. Myndin er fengin af netinu, héðan.

iPodar til sölu

5. febrúar 2009 kl. - Helgi Hrafn

Sælir, við hjónin höfum tvo iPoda til sölu. Ég setti af stað söluþræði á Maclantic.com.

  1. iPod Touch 16Gb 1gen – SELT
  2. iPod Nano 4Gb 1gen – SELT

Endilega skoðið þetta ef þið hafið áhuga.

ps. ef þið hafið ekki aðgang inn á Maclantic þá getið þið sent mér tpóst á helgih@gmail.com eða skrifað athugasemd hérna við þessa færslu.

Körfubolti með UMFÁ

4. febrúar 2009 kl. - Helgi Hrafn

Ég mætti á körfuboltaæfingu með Ungmennafélagi Álftaness (UMFÁ) í kvöld. Ég verð nú að segja að þetta eru stífari æfingar en það sem maður hefur verið að stunda með Dalvíkur hópnum. Æfingin er 1 klst og 50mín. Í upphafi voru það 100 skota skotæfing, síðan 13 manna hraðaupphlaup, hlaupa 2svar sinnum að hálfum og svo heilan völl, með 20 armbeygjum og 20 maga á milli.

Eftir þetta tók “alvarinn” við hjá liðinu og ég var “hvíldur”. Ég skildi það ósköp vel þar sem liðið er að keppa í annari deildinni og það þarf að halda liðsmönnum við efnið. Þar sem mætingin var nokkuð góð (18 manns), þá spiluðu þeir með 3x 5 manna lið inná, þar sem sitt hvort liðið var í vörn og þriðja liðið spilar sókn á milli karfa. Ef sóknin skorar fær hún að halda áfram í sókn, annars er skipt. Á sama tíma þarf vörnin að skipta út manni ef sóknin skorar. Þegar spilað var maður á mann, þurfti sá varnarmaður sem átti að dekka þann sem skorar að fara út af. Svo má ekki gleyma því að fyrsta liðið í 7 sigrar, og hin liðin þurfa taka suicide. Að lokum oru svo spilaðir tveir leikir.

Gaman að þessu, spurning hvort maður fái að æfa með þeim restina af vetrinum. :D

Kominn með internet og serverinn kominn í gang

3. febrúar 2009 kl. - Helgi Hrafn

Þá er búið að tengja símanúmerið okkar og ADSLið komið í gang. Ég náði að tengja margmiðlunar serverinn okkar svipað og við höfðum hann í Stekkjartúni. Þar sem símatengin hérna í Asparholtinu eru RJ45 setti ég routerinn í rafmagnstöfluna og tengdi beint inn á hann, og dreifist  þá netið um húsið. Síðan tengi ég serverinn inn á netið og er með tvo TVIX flakkara sem lesa af servernum. Þar með er hægt spila það margmiðlunarefni sem er á servernum annars vegar í svefnherberginu og hinsvegar í stofunni.

Uppskriftin að þessu er svona:

  • 1 x Margmiðlunar server
  • 2x TVIX flakkarar
  • 1x Sjónvarp
  • 1x 19” Acer skjár með innbyggðum flakkara
  • 1x Speedtouch 585 router
  • nokkrir metrar af Cat5 köpplum

Margmiðlunar serverinn keyrir á Gentoo 2.6.26 með Samba, NFS, Apache, PHP, MySQL og torrentflux. Rouerinn er tengdur við símalínuna og síðan eru Cat5 kapplar tengdir í hann til að deila netinu. TVIX flakkararnir og serverinn eru tengdir inn á þetta sama net. Margmiðlunarserverinn deilir ákveðnum möppum með hjálp Samba og NFS, sem TVIX flakkararnir geta lesið. Annar flakkarinn er tengdur við sjónvarpið og hinn er tengdur við 19” skjáinn.

Ef þið viljið fá ítarlegri lýsingu á því hvenrig ég stilli þetta, þá endilega skiljið eftir athugasemdir. Ég gæti alveg hugsað mér að deila með lesendum config skránum og kannski lýsingamynd af uppsetningunni.

Þar til á morgun, takk í bili.

Hvernig tengi ég RJ45 vegg tengi

2. febrúar 2009 kl. - Helgi Hrafn

Sæl, ég dagset þessa færslu sem 2. feb 2009 þar sem ég er ennþá netlaus í Asparholtinu.

Aftur á móti fór ég að ganga frá nettengingum í Asparholtinu, þar sem íbúðin hefur Rj45 tengi í veggnum, líkt og íbúðin okkar í Stekkjartúninu. Mig langar að ganga þannig frá öllu að routerinn verði bara inní rafmagnstöflunni og tengi símalínuna beint í hann. En þegar ég var búinn að ganga frá hausunum á kaplana sem liggja inní herbergi og tengja þá við routerinn (samt án þess að vera með síma), þá kemur ekkert samband. Þá opnaði ég dósina í veggnum og sá að vírarnir voru vitlaust tengdir. En ég kann ekki að tengja þetta RÉTT. Þú spyrð þig kannski hvenrig ég sá samt að þetta væri vitlaust. Jú, vegna þess að það eru litir á hverjum vír og merkingar á dósinni, og þeir gengu ekki saman. Þá spyrð þú þig líka, af hvejru tengdi ég þetta ekki bara rétt. Jú, vegna þess að hvítlituðu víranir gengu heldur ekki saman.

En ég er búinn að skoða aðeins á netinu og er búinn að komast að því að ég verð bara að prufa mig áfram og nota þetta sem fyrirmynd.

Eitt mjög stutt

1. febrúar 2009 kl. - Helgi Hrafn
  • Við hjónin erum flutt á Álftanesið
  • Ferðin gékk vel
  • Stubba kom með flugi og það virðist sem deifilyfin hafi ekkert gert, hún virsti bara sprækari
  • Pabbi, Guðbjörg og Hilmar hjálpuðu við að tæma flutningabílinn. Gékk hratt fyrir sig – Takk fyrir hjálpina
  • Við Aníka erum dauðþreytt eftir langann dag, þannig við erum farinn að sooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooo … sjitt, sofnaði á lyklaborðið.

GN .. z z z Z Z Z ! !