31. janúar 2009 kl. - Helgi Hrafn
Við hjónin erum búin ad pakka öllu okkar i flutningabíl og Súbbann, afhenda lyklana ad íbúðinni og borða síðustu máltíðina á Þelamörk.
Ég vil nota tækifæið og þakka þeim sem mættu og hjálpuðu okkur kærlega fyrir.
Ég skal skrifa innihalds meira blogg þegar við fáum internet í borginni.
Vistað í Blog, Blog á dag 2009 | Engar athugasemdir »
30. janúar 2009 kl. - Helgi Hrafn
Ég ákvað að gefa Mail tækifæri á ný, aðalega vegna þess að mig langar að notast við Address bókina sem ég er búinn að ganga frá. Því ég samkeyri alltaf Address bókina við iPhone-inn minn. Núna get ég líka samkeyrt pósthólfin mín úr Mail yfir í iPhone-inn. Síðast en ekki síst kynntist ég skipulags forritinu Things og er farinn að nota það ótrúlega mikið. Það hefur þann möguleika tengja saman tölvupósta við viss verkefni, og margt margt fleira. (Skoðið endilega Screencast-ið)
Aftur á móti get ég líka sagt ykkur af hverju ég notaði ekki Mail frá upphafi. Það var vegna þess Mail 3.0 var ekki með nægilega góðan stuðning við stafasettin í tölvupóstunum sem ég var að fá. Ég fékk alltaf bara eitthvað bull, eða endalaus spurningarmerki (?). En í útgáfunni sem ég er að nota núna, útgáfa 3.5, þá virðist þetta vera allt í lagi.
Að lokum vil ég láta ykkur vita af nokkrum atriðum sem ég lærði meðal annars í dag.
- Nota flýti hnappana Cmd + Shift + D til að senda póst
- Til að skilgreina hvaða mappa í pósthólfinu á að vera fyrir Draft, Sent, Trash eða Junk. Þarftu að velja möppuna fara svo í Mailbox > Use this mailbox for > (velja svo hlutverk)
- Ef þú ert að nota IMAP með Gmail er gott að hafa [Gmail] sem rótin á pósthólfinu. (þetta notaði ég líka í Thunderbird)
- Opna Preferences ( Cmd + ; )
- Velja Accounts
- Velja pósthólfið
- Velja Advanced
- Setja [Gmail] í IMAP Path Prefix
- Vista
Þangað til á morgun, takk í bili.
Efnisorð: iPhone, Mail, Screencast, Things, Thunderbird
Vistað í Blog, Blog á dag 2009, Hjálp, Vefsíðugerð | Athugasemdir (6) »
29. janúar 2009 kl. - Helgi Hrafn
Jæja .. síðasta körfubolta æfingin mín með Körfuboltafélagi Dalvíkur var í kvöld. Þetta var góð æfing, með góðri mætingu. Aftur á móti kemur Aníka fyrir hádegi á morgun og þá verður farið í það að klára helstu mál fyrir flutninga. Svo byrjar þetta á laugardaginn, því þá kemur flutningabílinn og við fyllum á hann. Síðan er ekið suður á sunnudaginn og flutt inn.
Þetta verður ekki mikið lengra hjá mér í dag. Maður er svo bissí þessa dagana. Allir að ná á manni svona “rétt áður en maður flytur”.
Takk í bili.
Efnisorð: Asparholt, flytja, Körfubolti
Vistað í Blog, Blog á dag 2009 | Athugasemdir (2) »
28. janúar 2009 kl. - Helgi Hrafn
Þorsteinn, vinnufélagi minn, sendi mér þessa grein. Mig langar að sýna ykkur.
What You Need to Know About jQuery 1.3
Efnisorð: jQuery
Vistað í Blog, Blog á dag 2009, Forritun | Engar athugasemdir »
27. janúar 2009 kl. - Helgi Hrafn
Vefirnir í úrslit vegna íslensku vefverðlaunanna voru tilkynnt í gær, eða þann 26. janúar 2009. Mér finnst hræðilegt að sjá hversu margir af sömu vefunum og hafa verið áður, eru aftur með núna. Aftur á móti finnst mér enn verra að aðeins einn vefur stenst HTML eða XHTML staðalinn sem þeir segjast fara eftir. Ég skoðaði bara forsíðurnar, en sjáið;
Besti sölu- og þjónustuvefurinn
Besti fyrirtækjavefurinn
Besti vefur í almannaþjónustu
Besti afþreyingarvefurinn
Besta útlit og viðmót
Besti einstaklingsvefurinn
Efnisorð: SVEF, Vefverðlaun
Vistað í Blog, Blog á dag 2009, Vefsíðugerð | Athugasemdir (13) »
26. janúar 2009 kl. - Helgi Hrafn
Vakna, strætó, vinna, skutla Aníku á flugvöllinn, vinna áfram, versla í Bónus, heim, borða, sofna yfir fréttum, vakna aftur, horfa smá á imbann, fara svo að sofa.
Góða nótt
Vistað í Blog, Blog á dag 2009 | Engar athugasemdir »
25. janúar 2009 kl. - Helgi Hrafn
.. jamm, það gerðist lítið í dag. Vi ðhjóninn héldum áfram að pakka, sem var aðalega bara baðherbergið. Svo gékk ég frá bókhaldinu okkar í möppur. Það á það til að staflast upp 6 mánuði aftur í tíma, eða svo. Eftir öll erfiðin fórum við hjónin í ljós og svo fengum við sunnudagsteikina hjá mömmu og pabba á Þelamörk, lambalæri og meðþví.
Fleira er ekki í fréttum ..
Vistað í Blog, Blog á dag 2009 | Engar athugasemdir »
24. janúar 2009 kl. - Helgi Hrafn
Vid hjónin erum búin að vera að pakka í allan dag. Fórum med 13 kassa í geymslu hjá vinnunni og kláruðum að pakka geymslunni. Aníka kláraði reyndar að pakka öllu eldhúsinu á föstudaginn, nú er bara notast við pappadiska og plastglös. Við eigum ekki mikið eftir, þurfum að redda okkur nokkrum kössum í viðbót til að klára þetta síðasta. Gerum það á morgun, þangað til, heyrumst!
Vistað í Blog, Blog á dag 2009 | Ein athugasemd »
23. janúar 2009 kl. - Helgi Hrafn
Félagi minn, Pálmar, sendi mér áhugaverðan hlekk um daginn. Greinin er um forrit fyrir iPhone op hjálpar skyttum að miða. Kíkið á þetta.
ps. Greinin er á Dönsku
Vistað í Blog, Blog á dag 2009, Forritun | Engar athugasemdir »
22. janúar 2009 kl. - Helgi Hrafn
Nú eru nokkrir farnir að nota Wordpress í kringum mig. Hver og einn þeirra er líka með notanda á Wordpress.com/Wordpress.org til að fá hjá þeim API lykill vegna tölfræði upplýsinga sem er hægt að komast í, og líka til að notast með Akismet. Með þessu öllu saman verður til notandi á vefsíðunni Gravatar.com. Gravatar stendur fyrir globally recognized avatar (Wikipedia hlekkur). Á þessari síðu eru notendur með einskonar prófíl mynd sem tengist netfanginu þeirra. Þær síður sem notast svo við þjónustuna sem Gravatar.com býður upp á, birta þessa prófíl mynd. Til dæmis á síðunni minni og Aníku þá birtast myndir lesenda við athugasemdirnar sem þeir skrifa.
Til þess að nýta sér þessa þjónust þarft þú sem lesandi einfaldlega að stofna þér aðgang á Gravatar.com. Þetta eru nokkur skref að fara í gegnum.
- Fara á http://en.gravatar.com/site/signup/
- Skrá netfangið sem á að nota
- Fara í pósthólfið á valda netfanginu og staðfesta skránignuna
- Skrá kenninafn þitt og velja þér lykilorð
- Þá er aðgangurinn kominn, og ekkert eftir nema að velja myndina sem þú vilt nota
Þið sem eruð að skrifa athugasemdir á vefinn hjá mér, endilega að stofna svona aðgang og þá kemur mynd af ykkur með athugasemdinni.
Takk í bili.
Efnisorð: Akismet, Gravatar, Wordpress
Vistað í Blog, Blog á dag 2009, Hjálp | Athugasemdir (4) »