Eg setti upp Wordpress forrit ur AppStore og er ad prufa ad blogga ur simanum. Eg skrifa vonandi innihalds meira blog i kvold. Litid buid ad gerast i dag annad en ad vakna og fara i sturtu.
Ég fékk tölvupóst í dag frá gjaldkera SVEF, þar sem mér var boðið að sitja í dómnefnd vefverðlaunanna 2008. Kristján, vinnufélagi minn, tilnefndi mig í þessa dómnefnd.
Ég hefði svo verið til í að sitja í nefndinni, en þar sem nefndin þarf að koma saman næsta laugardag til að útnefna 5 vefi í hverjum flokki, þá kemst ég ekki. Því við hjónin erum að fara að pakka niður þessa sömu helgi. Ég fékk líka að vita það eru um 50 vefir í hverjum flokki, sem hver dómari þarf að skoða með gagnrýnu hugafari fyrir laugardaginn. Þannig þetta er þokkaleg vinna fyrir fundinn. Ég hefði svo verið til í þetta.
Já, það snjóaði sko mikið í gær. Ég var ný búinn að fá Túnþökusölu Kristins til að moka bílaplanið hjá okkur, reyndar á miðvikudaginn. En mér er sama, óþarfi að moka einu sinni í viku.
Í gær fengum við Stubba Guðrúnu Soffíu í heimsókn. Hún var búinn að biðja mig að redda sér hugbúnaði í tölvuna, og það er nú yfirleitt ekki vandamálið. Aftur á móti er hún með Windows Vista, og ég kann ekkert á það. Fékk tölvuna hennar ekki til þess að tala við serverinn minn heima. Endaði með því að brenna hugbúnaðinn á DVD disk, því ég átti ekki nógu stórann USB lykil. En DVD diskurinn varð eitthvað bilaður þannig að við redduðum þessu öðru vísi.
Guðrún skutlaði okkur svo til Sverrir Páls, þar fengum við pönnukökur og við Svp spjölluðum um heima og geima. Ætli það séu ekki að nálgast 2 ár síðan við Svp settumst niður og ræðum málin. Eftir kaffispjallið ákváðum við að kíkja aðeins í tölvurnar okkar, og fórum að spá í vefinn hans. Sverrir fannst Wordpress rosalega spennandi, þannig að við erum líkleg að flytja vefinn hans líka yfir. Svp bauð svo upp á ljúffengt grænmetislasagna og svo reyndum við að uppfæra iPod Touch-inn hans. Þegar við komumst að því að við urðum bara að kaupa nýjustu uppfærsluna, og vorum búnir að fá skilaboðin um að íslenskt VISA kort virkar ekki í Apple Store USA. Gáfumst við upp. Ég ætla bara að redda honum iTunes gjafakorti. Þá fær hann inneign á aðganginn sinn og getur farið að versla sér tónlist, sjónvarpsþætti, bíómyndir og hugbúnað í iPodinn.
Eftir heimsóknina löbbuðum við Stubba heim, og þegar heim var komið vorum við ÖLL í snjó. Stubba með köggla upp á bak og ég í frosnum buxum. Almennt séð, góður dagur.
Dagurinn byrjaði ágætlega, ég vaknaði reyndar frekar seint þar sem Helgi Steinar var í heimsókna hjá mér í gærkvöldi. Vorum að brasa með nýja vefinn hans, icehusky.is. En í vinnunni í dag náði ég að klára ársuppgjörið í nautgriparætkinni, og ættu BÍ menn að geta farið yfir gögnin sín áður en efnið verður gefið út. Mamma hringdi svo í mig, og spurði hvort mig vantaði ekki að fara í Bónus, sem var alveg rétt. Síðan þegar ég var kominn heim hitti ég þau sem ætla að leigja af okku Stekkjartúnið og fórum við yfir ýmis atriði og skrifuðum undir leigusamninginn. Eftir það fékk ég mér að borða og stein sofnaði fyrir framan imbann.
Já, körfuboltaæfingin í dag var frekar furðuleg. Það var reyndar góð mæting, en við rétt náðum að spila 3 leiki. Það var enginn að hitta og mikill pirringur í mönnum.
Jamm .. það er lítið að segja þessa dagana. Brjálað að gera í vinnunni vegna ársuppgjörs og kynbótamatsútreikninga í nautgriparæktinni. Svo var körfuboltaæfing á Dalvík í kvöld. Mjög góð æfing, hægt að lesa nánar um hana á dalvik.bloggar.is.
Aftur á móti má segja frá því að Aníka Lind er farin að nota Wordpress líka, eins og við Helgi Steinar. Næstur á lista er Egill Thoroddsen, en þar sem það var verið að fjölga í fjölskyldunni hans þá hefur hann afsökun fyrir því að vera ekki byrjaður.