Sarpur fyrir ‘Blog á dag 2009’ flokkinn

Kveikja á network timemachine backup

26. febrúar 2009 kl. - Helgi Hrafn

Ég lenti í því í dag að einn harðdiskurin hjá mér “dó”. En þegar ég skoðaði þetta nánar þá komst ég að því að SATA stýringin sem þessi diskur var tengdur við, var dauð. Þannig ég fékk mér nýja og tengdi allt á ný. Ekkert sérstakt við það, svo sem. Nema hvað að diskurinn sem ég hélt að væri dauður innihélt allar ljósmyndir fjölskyldunnar, og ég var ekki búinn að afrita tvö síðustu árin. Nú er ég búinn að ganga frá því.

Aftur á móti fór ég að skoða mig um á netinu, þar sem mér datt í hug að athuga hvort hægt væri að notast við Time Machine á Mac yfir samba share. Þá rakst ég á þessa blogg færslu http://blog.xemantic.com/2008/04/timemachine-backups-on-smb-share.html

Lausnin er einfaldlega að kveikja á möguleikanum með því að keyra skipunina hér fyrir neðan í terminal;

defaults write com.apple.systempreferences TMShowUnsupportedNetworkVolumes 1

og þá er hægt að velja til dæmis samba shared diska til að vera Time machine backup diskurinn.

Deila með öðrum:
  • Facebook
  • Twitter
  • Digg
  • StumbleUpon
  • del.icio.us
  • Google Bookmarks
  • Tumblr
  • LinkedIn
  • email

Hef ekkert að segja

25. febrúar 2009 kl. - Helgi Hrafn

.. af hverju er ég ekki farinn að sofa?

Deila með öðrum:
  • Facebook
  • Twitter
  • Digg
  • StumbleUpon
  • del.icio.us
  • Google Bookmarks
  • Tumblr
  • LinkedIn
  • email

UMFÁ – HK, 68 – 70

23. febrúar 2009 kl. - Helgi Hrafn

Ég mætti á annar deildar leik UMFÁ – HK í kvöld. Þið sem hafið verið að lesa bloggið mitt eitthvað vitið að ég mætti á æfingu hjá UMFÁ þar sem við búum hérna rétt hjá íþróttahúsi Álftaness. Annars hef ég verið að spila körfubolta á mánudögum og fimmtudögum með HK.

Leikurinn var mjög spennandi og eftir fyrsta leikhluta virtist sem HK ætlaði að taka þetta. En í örðum leikhluta tóku UMFÁ menn almennilega á því og náðu að vera tveimur stigum yfir í hálfleik. Þriðji leikhluti var jafn spennandi og sá annar þar sem HK náði að snúa þessu við og var tveimur stigum yfir eftir þann leikhluta. Í fjórða og síðasta leikhluta héldust liðin í hendur, hvað stigin varðar. UMFÁ náði að jafna nokkrum sinnum, en aldrei að fara framúr HK. Þegar 8,9 sekúndur voru eftir af leiknum og 1 sekúnda eftir af skotklukku HK, átti HK innkast. HK missti boltann og leikmaður UMFÁ náði hraðarupphlaupi að körfu HK, en klúðraði einföldu layupi. HK náði frákastinu og þá voru um 3 sekúndur eftir af leiknum og tíminn rann út. HK sigraði með tveggja stiga mun.

Lokatölur UMFÁ 68 – 70 HK, og leikhlutarnir fóru svona:

  1. 16 – 21
  2. 22 – 15
  3. 11 – 15
  4. 19 – 19
Deila með öðrum:
  • Facebook
  • Twitter
  • Digg
  • StumbleUpon
  • del.icio.us
  • Google Bookmarks
  • Tumblr
  • LinkedIn
  • email

Konunglegur konudagur

22. febrúar 2009 kl. - Helgi Hrafn

Dagurinn í dag byrjaði bara eins og síðstu sunnudagar hjá okkur hjónunum hérna í borginni. Við að hanga í stofunni og horfa á hvern sjónvarpsþáttinn á fætur öðrum, sem við höfum ekki náð að horfa á í vikunni. En í tilefni af konudeginum fékk Aníka að velja sér bíómynd að fara á, og varð He’s Just Not That Into You í Luxus sal í Smárabíó fyrir valinu. Sú mynd var bara fínasta chick flick, ég hlóg meira að segja nokkrum sinnum.

Þar til á morgun, takk í bili.

Deila með öðrum:
  • Facebook
  • Twitter
  • Digg
  • StumbleUpon
  • del.icio.us
  • Google Bookmarks
  • Tumblr
  • LinkedIn
  • email

Laufléttur laugardagur

21. febrúar 2009 kl. - Helgi Hrafn

Þessi dagur var mjög þægilegur hjá okkur hjónunum. Við byrjuðum á því að fara í IKEA og Kringluna til að klára minni háttar búðarferðir okkar frá því við komum. Síðan héldum við bara heima á leið og höfðum það þægilegt. Bökuðum okkur pizzu og horfðum á The Curious Case of Benjamin Button.

Þar til á morgun, takk í bili.

Deila með öðrum:
  • Facebook
  • Twitter
  • Digg
  • StumbleUpon
  • del.icio.us
  • Google Bookmarks
  • Tumblr
  • LinkedIn
  • email

Drag and Drop Ajax Fancy Captcha jQuery Plugin

20. febrúar 2009 kl. - Helgi Hrafn

Drag and Drop Ajax Fancy Captcha jQuery Plugin | Web Resources | WebAppers.

Þetta finnst mér töff  :P

Deila með öðrum:
  • Facebook
  • Twitter
  • Digg
  • StumbleUpon
  • del.icio.us
  • Google Bookmarks
  • Tumblr
  • LinkedIn
  • email

Síminn farinn að mjólka

19. febrúar 2009 kl. - Helgi Hrafn

Þetta fékk ég í tölvupósti rétt áðan. Nú finnst mér Síminn vera farinn að mjólka kúnnana sína algjörlega :S

Fyrsta sem ég mun gera í kvöld er að taka þetta niður og skila þessu. Ég á ADSL router sem er ekki með Wifi og svo er ég með Airport Express. Ætla mér bara að nota það í staðinn og skila þráðlausa beininum.

Ég hef reyndar ekki notað ADSL sjónvarpið síðan ég fékk flatsjónvarp með DVB tuner.

thjonustugjold-a-myndlykla

Deila með öðrum:
  • Facebook
  • Twitter
  • Digg
  • StumbleUpon
  • del.icio.us
  • Google Bookmarks
  • Tumblr
  • LinkedIn
  • email

Léleg blog

18. febrúar 2009 kl. - Helgi Hrafn

Þetta eru mjög léleg blogg hjá mér þessa dagana. Það er bara svo rosalega mikið að gera í vinnunni, að ég kveiki varla á tölvunni þegar ég er kominn heim. Ég lofa að koma með góða færslu á næstu dögum. Þarf að einbeita mér að vinnuni þessa dagana.

Deila með öðrum:
  • Facebook
  • Twitter
  • Digg
  • StumbleUpon
  • del.icio.us
  • Google Bookmarks
  • Tumblr
  • LinkedIn
  • email

Kominn heim

17. febrúar 2009 kl. - Helgi Hrafn

Ég er kominn heim á ný eftir góða tvo daga á Hvanneyri að vinna með Gunnfríði og Magnúsi.

Deila með öðrum:
  • Facebook
  • Twitter
  • Digg
  • StumbleUpon
  • del.icio.us
  • Google Bookmarks
  • Tumblr
  • LinkedIn
  • email

Vinna á Hvanneyri

16. febrúar 2009 kl. - Helgi Hrafn

Í dag og á morgun er ég staddur á Hvanneyri að vinna. Stutt og gott í bili.

Deila með öðrum:
  • Facebook
  • Twitter
  • Digg
  • StumbleUpon
  • del.icio.us
  • Google Bookmarks
  • Tumblr
  • LinkedIn
  • email