Sarpur fyrir ‘Blog á dag 2009’ flokkinn

Þægilegur sunnudagur

15. febrúar 2009 kl. - Helgi Hrafn

Dagurinn í dag hefur verið mjög góður. Byrjaði snemma þegar við Aníka fórum á fætur og kveiktum á sjónvarpinu, en stein sofnuðum þar aftur. Rétt eftir hádegið skriðum við svo “framúr” og gerðum okkur klár í afmælisveilsu tveggja frænda Aníku. Komum reyndar við í Kringlunni til að versla afmælisgjafir og brunuðum svo í Mosó. Þar átum við okkur vel södd af rjómakökum og alskyns góðgæti.

Við hjónin ætluðum að líta á bikarúrslitaleikinn í laugardalshöllinni, KR – Stjarnan. En þar sem afmælið var nokkurn veginn á sama tíma þá náðum við ekki að fara á leikinn. Úrslit leiksins voru aftur á móti mjög skemmtileg. Frábært að Stjarnan hafi tekið þetta!

Allavegana .. góður dagur

Þar til á morgun, “sjáumst”.

Deila með öðrum:
  • Facebook
  • Twitter
  • Digg
  • StumbleUpon
  • del.icio.us
  • Google Bookmarks
  • Tumblr
  • LinkedIn
  • email

banika.net: Hárið gerði klárlega útslagið!

14. febrúar 2009 kl. - Helgi Hrafn

Jóhann Guðrún fer fyrir hönd okkar Íslendinga til Moskvu í maí til að taka þátt í Eurovision. Aftur á móti er miklu skemmtilegra að segja frá því að kona mín, Aníka Lind, er sú sem sá um hárið á henni Jóhönnu fyrir keppnina. Það er greinilega það sem gerði útslagið í sigri hennar í kvöld.

Endilega kíkið á vef Aníku

Jóhanna Guðrún

Myndin er  fengin af mbl.is

Deila með öðrum:
  • Facebook
  • Twitter
  • Digg
  • StumbleUpon
  • del.icio.us
  • Google Bookmarks
  • Tumblr
  • LinkedIn
  • email

Konan komin með iPhone

13. febrúar 2009 kl. - Helgi Hrafn

Það er nú lítið að blogga um í dag. Aftur á móti er hægt að segja frá því að Aníka er orðin svo tæknivædd að hún er komin með iPhone.

Deila með öðrum:
  • Facebook
  • Twitter
  • Digg
  • StumbleUpon
  • del.icio.us
  • Google Bookmarks
  • Tumblr
  • LinkedIn
  • email

Reykjavík og bensínlausir bílar

12. febrúar 2009 kl. - Helgi Hrafn

Hvað er málið með alla þessa bíla út í vegkanti þegar mar keyrur um stór Reykjavíkursvæðið. Ég er að sjá í það minnsta 3-4 bíla á leiðinni í og úr vinnu á daginn. Þetta eru ekkert eld gamlir bílar sem eru óökufærir. Sumir hverjir bara frekar nýlegir og fínustu bílar. Ekki lentu þeir í árekstri, því ekkert sést á þeim. Ég velti þessu fyrir mér, og held að bílarnir hljóta að vera bensínlausir.

Ég bara spyr. Nenna Reykvíkingar ekki að taka bensín?

Deila með öðrum:
  • Facebook
  • Twitter
  • Digg
  • StumbleUpon
  • del.icio.us
  • Google Bookmarks
  • Tumblr
  • LinkedIn
  • email

Kross, hross

11. febrúar 2009 kl. - Helgi Hrafn

(skrifað 12. feb 2009)

Hér kemur stutt saga frá því við Aníka vorum á leiðnni heim eftir vinnu í dag. Ég bendi henni á kross við vegkantinn, og segi; “Sjáðu krossinn, það hefur orðið bílsslys þarna”. Aníka snýr sér við og segir “Ha? Er dautt hross?”

Það er ljótt að segja, en ég sprakk úr hlátri. Það var ekki eitt hross að sjá. :P

Deila með öðrum:
  • Facebook
  • Twitter
  • Digg
  • StumbleUpon
  • del.icio.us
  • Google Bookmarks
  • Tumblr
  • LinkedIn
  • email

YouTube – I’m On A Boat (ft. T-Pain) – Album Version

10. febrúar 2009 kl. - Helgi Hrafn

Deila með öðrum:
  • Facebook
  • Twitter
  • Digg
  • StumbleUpon
  • del.icio.us
  • Google Bookmarks
  • Tumblr
  • LinkedIn
  • email

YouTube: David After Dentist Visit

9. febrúar 2009 kl. - Helgi Hrafn

Ég hálf vorkenni David :(

Deila með öðrum:
  • Facebook
  • Twitter
  • Digg
  • StumbleUpon
  • del.icio.us
  • Google Bookmarks
  • Tumblr
  • LinkedIn
  • email

Stjarnan – Þór Ak

8. febrúar 2009 kl. - Helgi Hrafn

Við hjónin fórum á körfuboltaleik Stjörnunnar – Þór Akureyri. Ég var búinn að vera í sambandi við Jón Orra, einn leikmann Þórsaranna, um að ég mundi mæta á leikina þeirra hérna í borginni.

Þessi leikur var rosalega spennandi á köflum. Að undanskildum fyrsta leikhluta hafði Stjarnan alltaf yfirhöndina í leiknum. Þór náði samt að jafna nokkrum sinnum, en Stjarnarn gaf þá bara í á ný. Að mínu mati voru Þórsarar að reyna við 3gja stiga skot af allt of löngu færi, og náðu svo of fáum sóknarfráköstum. Á meðan Stjarnan setti niður hverja 3gja stiga körfuna. En þegar ég skoða tölfræðina á kki.is sé ég að bæði liðin voru með 14 3gja stiga körfur, en Stjarnar með 48,3% nýtni og Þór með 40%. Baráttuandinn í Þórsurum dugði ekki til sigurs í þessum leik, og heimamenn sigruðu með 14 stiga mun. Lokatölurnar voru Stjarnan 110 – 96 Þór.

Þetta tap er sjöunda tap Þórsaranna í röð og eru menn orðnir hræddir við fall í deildinni.

Koma svo Þórsarar!

Stjarnan - Þór

Deila með öðrum:
  • Facebook
  • Twitter
  • Digg
  • StumbleUpon
  • del.icio.us
  • Google Bookmarks
  • Tumblr
  • LinkedIn
  • email

Twitter og Tumblr

7. febrúar 2009 kl. - Helgi Hrafn

Var að ganga frá svæðum mínum á Twitter og Tumblr.

Dagurinn á morgun verður tekið með ró. Við hjónin þurfum að hlaða batteríin fyrir næstu viku.

Deila með öðrum:
  • Facebook
  • Twitter
  • Digg
  • StumbleUpon
  • del.icio.us
  • Google Bookmarks
  • Tumblr
  • LinkedIn
  • email

Burt með saltið á vegum borgarinnar

6. febrúar 2009 kl. - Helgi Hrafn

(skrifað 7. feb 2009)

Við hjónin fórum snemma að sofa í gærkvöldi, þess vegna bloggaði ég ekki fyrir gærdaginn.

Aftur á móti fór ég að þrífa bílinn í dag (7. feb) þar sem bíllinn var að verða alhvítur af salti, og við eigum dökk gráann Subaru Legacy. Mér finnst algjör viðbjóður að hafa þetta á götunum og fæ verk í magann í hvers sinn sem ég keyri í polla eða það skettist eitthvað á bílinn. Bílinn verður ógeðslegur og ekki nóg með að bíllinn verður þakinn í þessu, heldur nær þetta að setjast í allar helstu króka og kima.

Mér finnst að saltið ætti að fara að vegum og nota eigi mölina eins og á Akureyri.

Hérna er góð grein eftir Sverrir Pál Erlendsson um salt noktun á Akureyri

Saltaður bíll

Þetta er ekki bíllinn okkar. Myndin er fengin af netinu, héðan.

Deila með öðrum:
  • Facebook
  • Twitter
  • Digg
  • StumbleUpon
  • del.icio.us
  • Google Bookmarks
  • Tumblr
  • LinkedIn
  • email