Þægilegur sunnudagur
15. febrúar 2009 kl. - Helgi HrafnDagurinn í dag hefur verið mjög góður. Byrjaði snemma þegar við Aníka fórum á fætur og kveiktum á sjónvarpinu, en stein sofnuðum þar aftur. Rétt eftir hádegið skriðum við svo “framúr” og gerðum okkur klár í afmælisveilsu tveggja frænda Aníku. Komum reyndar við í Kringlunni til að versla afmælisgjafir og brunuðum svo í Mosó. Þar átum við okkur vel södd af rjómakökum og alskyns góðgæti.
Við hjónin ætluðum að líta á bikarúrslitaleikinn í laugardalshöllinni, KR – Stjarnan. En þar sem afmælið var nokkurn veginn á sama tíma þá náðum við ekki að fara á leikinn. Úrslit leiksins voru aftur á móti mjög skemmtileg. Frábært að Stjarnan hafi tekið þetta!
Allavegana .. góður dagur
Þar til á morgun, “sjáumst”.


Hvað er málið með alla þessa bíla út í vegkanti þegar mar keyrur um stór Reykjavíkursvæðið. Ég er að sjá í það minnsta 3-4 bíla á leiðinni í og úr vinnu á daginn. Þetta eru ekkert eld gamlir bílar sem eru óökufærir. Sumir hverjir bara frekar nýlegir og fínustu bílar. Ekki lentu þeir í árekstri, því ekkert sést á þeim. Ég velti þessu fyrir mér, og held að bílarnir hljóta að vera bensínlausir.

